Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 58
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. I Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Hrund Helgadóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Björgu Þálsdóttur sem tekur hér upp þráðinn. „tCv^ppA -síðustu AÍÁAr11 „Framgangskerfi - Þekking í þína þágu" Björg Pálsdóttir Væri það svona sem Landspítalinn - háskólasjúkrahús við Hringbraut gæti kynnt nýja launafyrirkomulagið sem gefur hjúkrunarfræðingum og Ijósmæðrum möguleika á árangurstengdri launahækkun? Endalaus niðurskurður og barátta um fjármál í heil- brigðiskerfinu síðustu áratugi hefur haft mikil áhrif á kjara- baráttu hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra. Hingað til hefur reynst erfitt að finna leið sem allir geta sætt sig við. Ég hef verið talsmaður þess sem felst í þessu nýja „kerfi“, sem loksins hefur litið dagsins Ijós og ætlað er að leiðrétta löngu úreltar aðferðir í kjarasamningum, sem litlu hafa skilað á undanförnum árum. - Og var þá kominn tími til. Að baki hugrmyndinni liggur ómæld og ómetanleg vinna fjölda manns: Vinna þeirra sem tóku þátt í að semja um að fara þessa leið, afla hugmyndinni fylgis þegar kjör- aðstæður sköpuðust og koma henni á „koppinn". Vinna þeirra sem mótuðu kerfið upphaflega og aðlöguðu að íslenskum aðstæðum. Vinna þeirra sem tóku þátt í að þróa „kerfið" eftir „fyrstu keyrslu". Efniviðurinn sem unnið er úr að miklu leyti til að þróa þetta nýja „kerfi“ hlýtur að vera sú vinna sem hver og einn hefur lagt af mörkum með umsókn sinni. Einnig hafa skipt máli þær tillögur til breytinga sem þörf var á til frekari aðlögunar að ólíkum starfvettvangi mismunandi starfshópa. Viðbrögðum og líðan þessara starfsstétta fyrri hluta síðasta árs og jafnvel lengur má kalla „kreppu aldarinnar". Þetta var tímabil sem einkenndist af tilfinningalegu uppnámi og snerti flesta þá sem höfðu sótt um framgang til launa. Miklar umræður hafa verið í gangi allt sl. ár og halda áfram. Sitt sýnist hverjum - margir eru sáttir, líta á þetta sem áskorun og hlakka til að takast á við nýja möguleika. 122 Aðrir eru ýmist kvíðnir, ósáttir eða jafnvel mótfallnir kerfinu. Vilja bara „sömu laun fyrir sömu vinnu" eins og gamlir baráttuslagarar hljóðuðu í eina tíð og voru svo sem góðra gjalda verðir - þá. Framgangskerfið er þróunarverk- efni, sem gefur margvíslega möguleika til áframhaldandi launa- og fagþróunar í víðtækum skilningi. Þegar niðurstöður um framgang lágu fyrir vöktu þær ekki sömu viðbrögð hjá öllum einstaklingum. Rétt eins og aðrar lífs- og þroskakreppur felur framgangskerfið í sér vaxtamöguleika og getur verið hvati til að hrista upp í gömlum venjum, vekja ný viðbrögð og finna nýjar leiðir til launa- og fagþróunar. Vonandi verða hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður þeirrar gæfu aðnjótandi að vilja halda áfram að taka þátt í að þróa framgangskerfið á komandi árum. Betur má ef duga skal, þar skiptir framlag hvers og eins máli. Sam- staða og sátt skilar betri árangri en sundrung og niðurrif. Þess vegna þurfum við að standa saman um að leggja hönd á plóginn, bretta upp ermar og láta til skarar skríða. Oft var þörf en nú er nauðsyn á að ganga fram í takt við þær breytingar sem orðnar eru, tileinka sér nútímalegan hugsunarhátt í anda skilgreininga og rökstuðnings og horfa bjartsýnisaugum til nýrrar aldar, okkur öllum til heilla í lífi og starfi. Ég skora á Hildi Magnúsdóttur hjúkrunarfræðing að skrifa næsta Þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.