Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 9
Fræðslugrein: Árún Kristín Sigurðardóttir brautarstjóri í hjúkrun og lektor við heilbrigðisdeild HA 'Srtyskmw. w.ðv'kjuM Veikindi byrja oftast með einhverjum ákveðnum einkennum sem verða til þess að fóik leitar sér lækninga. Langvinn veikindi einkennast af stöðugum líkamlegum einkennum sem ekki vilja lagast og hafa áhrif á allt líf einstaklingsins. Þau krefjast yfirleitt stuðningsmeðferðar til að koma í veg fyrir meiri skaða eða veikindi. Bráðasjúkdómur getur einnig leitt til langvinnra veikinda. Fyrir hinn langveika er mikilvægt að hann eða hún læri að veita líkamanum athygli og „hlusti“ eftir merkjum sem einkenna líkamlegt ástand sjúklingsins. Langveikt fólk þarf að læra að greina sjúk- dómseinkenni sín svo það nái góðum tökum á sjúkdóms- meðferð sinni. Rannsóknir á langveikum hafa sýnt að þeir geta þjálfað með sér afburðafærni til að greina „eðlileg“ líkamsmerki frá óeðlilegum. Rannsóknir sýna einnig að þeir sem kunna að bregðast rétt við ákveðnum einkennum geta oft komið í veg fyrir frekari veikindi. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar greini hvernig hinn langveiki skynjar sjúkdómsmerki sín og hvernig hann notar skynjun sína og reynslu við að ná tökum á sjúkdómnum. Inngangur Ég er hulstur um heilann - þetta skrifaði franski menn- ingarfræðingurinn Jean Baudrillard árið 1983. Þessu til útskýringar sagði hann að þegar þorri fólks þyrfti ekki lengur að nota líkamann til burðar, framkvæmda og erfiðis yrði hann himinhrópandi gagnslaus og þvældist bara fyrir, í reynd of stór til að burðast með. Þetta ætti við í samfélög- um þar sem margt sem mennirnir framkvæma er unnið með annarri hendi (Sigurbjörg Þrastardóttir, 2001). Hvort sem við erum sammála þessu eða ekki er það samt svo að líkaminn er fremur lítilvægt vinnutæki nú á dögum og margir kjósa að taka lítið eftir líkamanum í daglegu amstri. Það er oft ekki fyrr en fólk veikist að það veitir líkamanum einhverja athygli að ráði. Hjúkrunarfræðingar vinna ekki eingöngu með líkama sínum heldur vinna þeir með líkama annarra á einn eða annan hátt og líkaminn og líkamleg einkenni eru stór hluti af starfi þeirra. Oft eru þessi viðfangsefni unnin í þögn, þá á ég við að vestræn menning hvetur ekki til umtals um líkamann og starfsemi hans. Flest veikindi byrja með einhverjum ákveðnum einkenn- um sem verða til þess að fólk leitar sér lækninga. Oft hefur llkamlegum veikindum og þá um leið líkamanum verið líkt við vél sem bilar og gera þarf við. Það er hugsunin í læknisfræði þar sem aðalmarkmiðið er að finna orsakir einkenna og lækna þær. Engum dylst að mikilvægt er að [ÍkAWAAlAS finna orsakir einkenna svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Þegar um langvinn veikindi er að ræða er mikil- vægt að hinn langveiki læri að greina og meðhöndla sjúk- dómseinkennin. Madjar (1997) heldur því fram að langvinn veikindi rjúfi þögn líkamans því að hinn veiki verði að læra að veita líkamanum athygli og „hlusta" eftir merkjum frá líkama sínum og greina þau sem eru „eðlileg" fyrir líkam- legt ástand viðkomandi frá þeim sem óeðlileg eru. Greining/skynjun sjúkdómsmerkja Upplifun á líkamlegum sjúkdómsmerkjum, skynjun þeirra og greining á sér stað eftir samhæfingu á líkamlegum og vitrænum upplýsingum sem einstaklingur safnar í gegnum skynfærin (Teel o. fl., 1997; The University of California, San Francisco Symptom Management Faculty Group (UCSF), 1994). Upplifun á líkamlegum merkjum hefur verið skilgreind sem huglæg reynsla sem lýsir breytingu á líffræðilegum, andlegum eða félagslegum þáttum (UCSF, 1994, bls. 273). Kenningar gera ráð fyrir að líkamleg ein- kenni (s.s. ákveðin tegund þyngsla fyrir brjósti hjá astma- veikum) örvi vitræna skynjun sem búi til mynd af einkenn- um sem einstaklingurinn upplifir þá sem ákveðin tákn. Þessi merki eru þá notuð sem eins konar staðall sem önnur einkenni eða merki eru mæld út frá og ákvörðun um hvað gera skal tekin með tilliti til þessa (Bishop og Converse, 1986; Teel o. fl., 1997). Rannsóknir sýna að langveikir nota slíkar aðferðir við að greina sjúkdómsmerki sín. í upphafi veikinda finnst fólki oft erfitt að vita hvað er um að vera en þegar það hefur einu sinni fundið fyrir ákveðnum merkjum eru ný borin saman við fyrri reynslu og reynt að meta boðin út frá henni (Benner og Wrubel, 1989; Rrice, 1993a). Miller (1992) talar um innri meðvitund í sambandi við þekkingu og skilning hins veika á sjúkdómi sínum. Hún telur innri meðvitund vera hæfileika til að skynja og skýra líkamleg og andleg merki og hæfni til að bregðast rétt við þeim á þann hátt að hinn veiki ráði við einkennin. Það er talin forsenda þess að langveikir nái að Árún Kristín Sigurðardóttir lauk MSc- prófi í hjúkrunarfræði frá háskólanum í Wales árið 1997. Hún er lektor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og verkefnastjóri við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 297
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.