Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 15
Fræðslugrein: Gyða Björnsdóttir og Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingar á samskipta- og gagnagrunnssviði íslenskrar erfðagreiningar Gagnasöfnun á Internetinu: Reynslan af könnun á Internetinu meðal hjúkrunarfræðinga á íslandi Inngangur Internetið hefur valdið byltingu í samskiptum og gerir milljónum manna um allan heim auðveldara en nokkru sinni fyrr að afla, miðla og skiptast á gögnum, upplýsing- um og þekkingu. Internetið er orðið sjálfsagður og fullgild- ur miðill í hópi annarra eldri og hefðbundnari upplýsinga- miðla, s.s. síma, útvarps og sjónvarps. Þannig er algengt að fólk sinni daglegum samskiptum við vini og ættingja á Internetinu, leiti þar daglegra frétta eða upplýsinga um heilsufar, stundi bankaviðskipti í netbankanum sínum, kanni færð á vegum landsins og fleira mætti upp telja. Fagstéttir styðjast í auknum mæli við Internetið í starfi sínu. Flestum hjúkrunarfræðingum sem og öðrum heil- brigðisstéttum finnst orðið óvinnandi að leita heimilda eða afla sér nýrrar þekkingar öðru vísi en með aðstoð Inter- netsins. Vöxtur og útbreiðsla Internetsins, aukið aðgengi almennings að netvæddum tölvum og almenn notkun Internetsins í daglegu og faglegu lífi fólks hefur í auknum mæli beint sjónum rannsakenda að Internetinu sem ákjósanlegum miðli til gagnasöfnunar í könnunum og rannsóknum af ýmsu tagi. í þessari grein verður gerð stutt samantekt á kostum og göllum Internetsins til slíkrar gagnasöfnunar. Einnig verður gerð grein fyrir reynslu höfunda af nýloknum áfanga í fyrstu könnun meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga sem fór fram um Internetið. Aðferðafræði könnunarinnar verður lýst sem og niðurstöðum er lúta að svörun þátttakenda. Internetið og notkun þess á íslandi Þó Internetið geti aðeins talist almenningseign á síðustu árum hefur það sannað tilverurétt sinn með því að vera orðinn ríkulegur hluti af daglegu lífi fólks um heim allan bæði í leik og starfi. Hér á landi hefur almenn netvæðing verið með því mesta sem þekkist meðal þjóða heims undanfarin ár (sjá t.d. Foreign Þress Center, 2000). Samkvæmt nýjustu könnun Þricewaterhouse Coopers um Internetnotkun meðal íslendinga 16-75 ára, kom í Ijós að um 88% aðspurðra höfðu aðgang að tölvu (heima og/eða í starfi) og um 77% höfðu aðgang að tölvu með aðgangi að Internetinu (Þricewaterhouse Coopers, 2001). Tæplega 60% íslenskra netverja notuðu Internetið fimm sinnum í viku eða oftar, þar af ríflega 49% oft á dag eða daglega og 19% höfðu keypt þar vöru (Þricewaterhouse Coopers, 2001). Þessar niðurstöður benda til þess að Internetið sé vel nýttur upplýsinga- og samskiptamiðill meðal almenn- ings á íslandi og aðgengi fólks að nettengdum tölvum með því mesta sem þekkist í heiminum. Það er því grund- völlur fyrir því að þeir sem hyggja á framkvæmd könnunar hér á landi beini sjónum sínum að Internetinu sem gagna- söfnunarmiðli. Sérstaklega býður Internetið áður óþekkta kosti við framkvæmd stórra kannana sem hingað til hafa verið framkvæmdar á kostnaðarsamari og hægvirkari hátt, t.d. með póstsendum spurningalistum, símaviðtölum eða persónulegum viðtölum augliti til auglitis við spyril. Þó fróðlegt sé að bera saman mismunandi miðla við framkvæmd gagnasöfnunnar er slíkur samanburður ekki megintilgangur þessarar greinar heldur er ætlunin hér að fjalla almennt um kosti og galla Internetsins til gagnasöfn- unar í könnunum. Kostir og gallar við gagnasöfnun á Internetinu Allt bendir til þess að notkun Internetsins við gagnasöfnun eigi aðeins eftir að aukast á næstu árum. Vextinum eru þó takmörk sett og má segja að hann markist frekar af aðferðafræðilegum atriðum og siðfræði en af tæknilegum Gyða Björnsdóttir. lauk meistaraprófi í hjúkrunarfræði með hjúkrun hjartasjúklinga sem klíníska sérgrein og iðnaðarverkfræði og upplýsingatækni sem undirgrein frá Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum árið 1999. Hún stundar doktorsnám í hjúkrun og upplýsingatækni í iðnaðarverkfræðideild við sama skóla og lauk kandídatsprófi doktorsnáms sumarið 2000. Hún er sérfræðingur á samskipta- og gagnagrunnssviði íslenskrar erfðagreiningar. Ingibjörg Þórhallsdóttir lauk meistaraprófi frá lowa-háskóla í Bandaríkjunum í upplýsingatækni heilbrigðisgreina 1983 og MSc-gráðu frá Erasmus-háskólanum í Hollandi í rannsóknum í heilbrigðisþjónustu 1998. Hún er sérfræðingur á samskipta- og gagnagrunnssviði íslenskrar erfðagreiningar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 303
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.