Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 17
viö um almenn samskipti, t.d. á spjallrásum o.s.frv., heldur en við svörun í formlegum könnunum. Þó fyrirbærið sé ekki einungis bundið við rannsóknir á netinu heldur fremur við almenna svarhegðun einstaklinga er ástæða til að hafa þessi atriði ofarlega í huga þegar Internetið er valið til gagnasöfnunar. Ef tilgangur könnunar höfðar til úrtaksins eru allar líkur á að réttmæt svör berist. Gæðum gagna getur einnig verið ógnað ef einstakl- ingur, þó réttmætur þátttakandi sé, getur sent inn margar og jafnvel mismunandi útgáfur af svörum sínum við sama spurningalistanum. Þessu má verjast með því að nota tölvutæknina til aðgangsstýringar og með einfaldri forritun má tryggja að einungis skilgreindir þátttakendur hafi aðgang að spurningalistanum og geti aðeins sent svör sín einu sinni í úrvinnslugrunn. Aðgengi þátttakenda að Internetinu og þekking þeirra á notkun tölva hefur enn fremur áhrif á svörun úrtaksins. Hér á landi er aðgangur að Internetinu afar almennur í ákveðnum hópum og þar er minni hætta á valskekkju vegna mismunandi aðgengis þátttakenda að Internetinu en í öðrum hópum þar sem aðgengi er almennt minna (t.d. meðal aldraðra til skamms tíma þó það sé nú óðum að breytast). Aðgengi má einnig skoða í Ijósi hönnunar svar- umhverfis á Internetinu en það getur verið misaðgengilegt þátttakendum í Ijósi ólíkrar reynslu þeirra af tölvum og Internetnotkun og einnig í Ijósi tæknilegra takmarkana. Til dæmis hafa einstaklingar og vinnustaðir yfir að ráða ólíkum Internetbúnaði en misgamlar útgáfur vafra eru þáttur sem verður að taka tillit til við hönnun gagna- öflunartækisins. Tengingar við Internetið bjóða upp á ólíka burðargetu og þar af leiðandi ólíkan flutningstíma gagna og það hefur m.a. áhrif á hversu hratt vefsíða birtist og hvort fólk hefur þolinmæði til að bíða eftir efninu. Aðgengi fólks (í víðum skilningi) að Internetinu hefur því áhrif á hverjir veljast til að svara spurningum í könnun á Inter- netinu. Þess vegna þarf að gera ráð fyrir því í nánustu framtíð að gagnasöfnun á netinu geti farið fram samhliða hefðbundinni gagnasöfnun á pappír og huga vel að hönnun útlits spurninga í Internet-umhverfi þar sem þær gæti þurft að flytja yfir á pappír, t.d. með útprentun (Dillman og félagar,1998b). Þrátt fyrir þá annmarka, sem geta fylgt Internetkönn- unum, eru kostir þeirra ótvíræðir sé ofangreindra atriða gætt. Vitað er að fólki finnst iðulega að gagnasöfnun á netinu sé minna áreiti eða innrás en annars konar gagna- öflun (t.d. símaviðtöl) þar sem það velur sjálft stað og stund sem hentar því best til að svara í ró og næði og án þrýstings frá spyrjendum eða rannsakendum. Gagna er hægt að afla á Internetinu hvort sem um er að ræða megindlegar eða eigindlegar rannsóknir. Kostir þessarar aðferðar við gagnasöfnun felast í því að hægt er að fá svörun tiltölulega fljótt en rannsóknir benda til þess að þeir sem svara geri það flestir innan tveggja sólarhringa frá beiðni um þátttöku (Bauman og Airey 1998, Lynch og Leder, 2001). Könnun á Internetinu meðal hjúkrunarfræðinga á íslandi Öll þau atriði, sem hér hafa verið reifuð, voru lögð til grundvallar þegar undirritaðir höfundar réðust í að kanna notkun á upplýsingatækni og viðhorf hjúkrunarfræðinga til hennar, við rafræna sjúkraskráningu og við notkun staðl- aðra flokkunarkerfa í hjúkrunarstarfi. Hér er um töluvert viðamikla könnun að ræða, bæði að efni og umfangi, þar sem þessara upplýsinga hefur ekki verið aflað fyrr hér á landi og því mikilvægt að könnunin væri sem best úr garði gerð til að niðurstöðurnar yrðu gagnlegar. Úrtak og aðgangsstýring Til að minnka líkur á valskekkju og tryggja að úrtakið endurspegiaði sem best hjúkrunarfræðinga f starfi á íslandi var afráðið að úrtak könnunarinnar afmarkaðist einungis af því að hjúkrunarfræðingar væru 67 ára eða yngri, væru á skrá hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og með búsetu á íslandi. Könnunin var tilkynnt til Þersónuverndar skv. lög- um nr. 77/2000 og 90/2001 um persónuvernd og með- ferð persónuupplýsinga. Eftir kynningu á tilgangi og aðferðum könnunarinnar aðstoðaði Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga höfunda við val skilgreinds úrtaks úr félaga- skrá. Úrtakið var í heild 2577 einstaklingar en höfundar, sem báðir eru hjúkrunarfræðingar, voru fjarlægðir úr úrtak- inu þannig að eftir stóð N=2575. Öllum hjúkrunarfræð- ingum úrtaksins var sent kynningarbréf þar sem tilgangur og framkvæmd könnunarinnar voru kynnt og þeim boðin þátttaka. Endursend kynningarbréf voru 10 talsins og bentu til að um brottflutta hjúkrunarfræðinga væri að ræða. Þannig varð endanlegur fjöldi þeirra sem fengu boð um þátttöku 2565. Kynningarbréfin innihéldu tvö númer, þátttökunúmer og slembitölu sem nefnd var aðgangsnúmer. Þetta númera- par, sem ekki var eins hjá neinum tveimur hjúkrunarfræð- ingum, þjónaði þrennum tilgangi: 1. Með númeraparinu var reynt að tryggja að einungis viðtakandi kynningarbréfs gæti fengið aðgang að spurningum könnunarinnar og sent svör sín inn. Þegar svör þátttakanda bárust í gagnaskrána var búið svo um hnútana að svarstaða þátttakandans f notendaskrá úrvinnslugagnagrunns breyttist úr 0 (hefur ekki svarað) í 1 (hefur svarað). Notendaskrá var ætíð haldið aðskilinni frá og ótengdri við gagna- skrá könnunarinnar þannig að ekki var unnt að rekja saman einstaka þátttakendur og svör þeirra. Með því að afla upplýsinga um svarstöðu gafst kostur á tvennu: Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 305

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.