Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 22
Margrét Jóhannsdóttir og Jón Sigurðsson, svæfingarlæknir, að störfum. báðar sömu leið og Friðrikka, bara nokkru seinna. Þær fóru fyrst í starfsþjálfun og síðan í sama skóla, Statens institut. Margrét útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla íslands árið 1960 og ætlaði sér í framhaldsnám í barnahjúkrun til Bandaríkjanna. Úr því varð þó ekki og á meðan hún var enn í hjúkrunarnemastöðu á Landspítalanum árið 1959 kviknaði áhugi hennar á svæfingum. Valtýr Bjarnason, svæfingarlæknir, og Katrín Gísladóttir, yfirhjúkrunarkona á skurðgangi, sáu þarna efni í svæfingarhjúkrunarfræðing og hvöttu hana til að fara utan til náms. Hún hafði heyrt að það væri gott að vinna á skurðstofu og fyrir tilstilli Valtýs fékk hún tækifæri til að vera í hálft ár á skurðdeild Land- spítalans áður en hún fór til Svíþjóðar til náms. Svæfingarhjúkrunarnám á íslandi Á íslandi var fyrsta svæfingarnámið fyrir hjúkrunarfræðinga sett upp á Landspítalanum árið 1968. Valgerður Jóns- dóttir, Guðrún Margeirsdóttir og Svava Sveinbjörnsdóttir voru fyrstu nemarnir. Þær hófu verklega þáttinn á að vinna með læknum en þegar Margrét Jóhannsdóttir kom heim að loknu námi, árið 1969, voru þær í nemaplássi fyrsta árið hennar sem yfirhjúkrunarkonu. Þær útskrifuðust síðan árið 1970 og við tók næsti hópur. Næstu árin var svo farið af stað með nýjan hóp annað hvert ár. Á Landspítalanum var fyrsti hópurinn við það að Ijúka námi þegar svæf- ingarnám hófst á Borgarspítalanum. Fyrstu nemarnir þar voru þær Ása Tryggvadóttir og Sigrún Sigurðardóttir. Barist var fyrir því að bóklegt nám svæfingarhjúkrunar- nemanna færi í Nýja hjúkrunarskólann. Það var þó ekki fyrr en árið 1976 sem fyrsti hópurinn hefur þar bóklegt nám en þá hafði hann lokið eins árs verknámi. Fram að því fór bók- lega námið fram á spítölunum og það voru svæfingarlækn- arnir sem sáu um kennsluna. Hún þótti oft og tíðum laus í reipunum og ekki farið eftir ákveðinni kennsluáætlun. Bók- lega námið var því tilviljanakennt þar til það fluttist til Nýja hjúkrunarskólans. Skýringin er vafalítið sú að svæfingarlækn- arnir voru fáir, stundum mikið að gera og áhuginn mismikill. Þegar Nýja hjúkrunarskólanum var lokað árið 1990 fór þar meðal annars fram svæfingarnám og lauk sá hópur námi sínu frá Háskóla íslands það sama ár. 310 Það liðu síðan átta ár þar til næst var farið af stað með svæfingarnám og fór það fram á vegum Endurmenntunar- stofnunar Háskóia íslands. Því lauk vorið 2000 og enn er óráðið hvert framhaldið verður á námi fyrir svæfingar- hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar á íslandi. Starfið í byrjun Þegar fyrsti svæfingarhjúkrunarfræðingurinn, Friðrikka Sigurðardóttir, kom heim að námi loknu árið 1962 var hún ráðin á skurðdeild á Landspítalanum. En þegar Margrét Jóhannsdóttir kom heim sjö árum síðar var hún ráðin á svæfingardeild sem þá var nýstofnuð á Landspítalanum. Það sem Friðrikku fannst erfiðast þegar hún byrjaði að vinna var að skipuleggja vinnuna og fá skilning á því að þarna væri um nýja stétt að ræða. Skurðlæknarnir litu gjarnan á hana sem svæfingarlækni - eins og Friðrikka orðar það: „Þeir kröfðust eiginlega þess sama af mér og Valtý Bjarnasyni svæfingarlækni. Ef hann var ekki við, þá fannst þeim það allt í lagi, af því að ég var þarna. Það var barningur að reyna að koma því á, að þetta væri önnur vinna, að þetta væri viðbót eins og ég vildi hafa það. Þó að ég væri að svæfa, þá vildi ég meira sjá um hjúkrunarlegu hliðina. Þetta gekk nú svolítið erfiðlega, því að ég hafði ekki tíma í þetta, fyrir það að ég sat allan daginn og svæfði." Til að bjarga málum á St. Jósepsspítalanum í Hafnar- firði fór Friðrikka að svæfa þar árið 1964. Hún setti fram þær kröfur að fá „laryngoscope" og túpur en hvorugt var til frekar en „Scoline" (succinylcholine). Fram að því voru sjúklingar þar svæfðir djúpri etersvæfingu til að ná vöðva- slökun og aldrei barkaþrætt. Þarna átti Friðrikka oft eftir að leysa svæfingarlækninn af en síðar fastréð hún sig þar. Margrét kom heim árið 1969 og hefur frá 1. ágúst það ár verið yfirhjúkrunarkona á svæfingardeild Landspítalans. Starfs- heitið hefur þó verið breytilegt eftir kjarasamningum hvers tíma en Margrét hefur alltaf kallað sig - og kallar enn í dag - yfirhjúkrunarkonu þó starfsheitið sé deildarstjóri á pappírum. Hún tók strax stefnu á að hjúkra börnum eftir að hún tók við svæfingardeildinni og fór, ásamt Guðrúnu Mar- geirsdóttur, fljótlega að sinna krabbameinssjúkum börnum og enn þann dag í dag sinnir hún þessum sjúklingahópi. í byrjun fór hún með skjóðu upp á deild og svæfði börn með hvítblæði með ketamín í vöðva. Seinna kom Jón Sigurðsson, svæfingarlæknir, til sögunnar og sinntu þau þessu saman í mörg ár. Oftast höfðu hjúkrunarfræðingar barnadeildar samband við Margréti, hún síðan við Jón og þau ræddu hvernig þau ætluðu að hafa þetta. Fyrstu áratugina tók Margrét fullan þátt í klínískri vinnu á deildinni ásamt því að stjórna henni. Smám saman dró hún sig út úr stóru aðgerðunum en það var þó ekki fyrr en árið 1994 sem hún hætti að taka vaktir. Svæfingartækin Tvær skurðstofur voru á Landspítaianum þegar Friðrikka Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.