Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 23
kom til starfa. Svæfingarvélarnar voru komnar og einhvern tíma á árunum 1962-1964 kom ein öndunarvél (ventilator). Hún var einföld og svolítið hættuleg því erfitt var að stilla hana þannig að hún ofandaði ekki fyrir sjúklinginn. „Annars voru bara svæfingarvélar sem þá voru á Landspítalanum, amerískar vélar sem hétu Ohio, klunnalegar og fyrirferðar- miklar. Svo blóðþrýstingsmælir og talinn púls. Erfiðast var að hafa ekki „ventilatorinn“ því maður þurfti svo margt að gera. Til þess að bjarga því sem bjargað varð þá var maður með langa slöngu sem var tengd við vélina og „balloninn" við endann á henni til þess að getað „ventiler- að“. „Balloninn" var hafður undir hendinni og „ventilerað" þannig á meðan maður þurfti að nota báðar hendur. Svona var þetta nú dálítið furðulegt margt, en smátt og smátt urðu spítalarnir betur tækjum búnir. Það var samt verið að svæfa úti um allt á þessum árum, án þess að nauðsynlegustu tæki væru til staðar," segir Friðrikka. Margrét lýsir tækjakostinum svona: „Þegar maður fer að tala um tækjakostinn þá fer maður alltaf á flug. Það voru ekki nema 2 eða 3 Manleyjar á stærstu stofunum. Manley var breskur „ventilator" sem var ofan á vélunum. Hann tengdist við gösin í svæfingar- vélinni sem var pumpað inn í sjúklinginn með lóðum sem voru ofan á vélinni. Lóðin voru flutt til eftir því hversu erfitt var að „ventilera" sjúklinginn. Manleyinn vorum við með alveg fram undir seinni hluta áttunda áratugarins. Þá smám saman kemur frá Dameca, MCM 801. Þetta var ekkert annað en 3ja og 4ða höndin. Þar sem ekki var „ventilator" þurfti að „handventilera'1. Hallærisástand gat skapast Skolið var pínulítið herbergi með óhagkvæmum skápum og Margrét segir fólk ekki geta ímyndað sér hvernig þetta var en af þessu öllu á hún myndir. Fram til 1985 voru allar slöngur þvegnar. Þær voru lagð- ar í „hibitan", skolaðar í stórum vaski við hliðina og hengdar upp eftir að búið var að hrista vel vatnið úr þeim. Notaðar voru svartar harmonikkuslöngur þar til fyrir nokkrum árum. Allt þurfti að passa og að ekkert vantaði. Stundum gat skapast hallærisástand því fyrst þurfti að senda pöntun á skrifstofu Ríkisspítala og bíða eftir að hún væri samþykkt. Því næst var sent afrit til Innkaupastofnunar. Að lokum þurfti að fá vörurnar tollafgreiddar og afgreiddar til deildar- innar. „Það var enginn aðili sem hægt var að rövla í. Einu sinni kom fyrir að það var beðið eftir vörum sem aldrei ætluðu að koma, svo kom í Ijós að beiðnin var alltaf á skrifstofunum og því gerðist ekki neitt. Þetta var rosalega þungt allt í vöfum. Svo var maður að rembast við að reyna að skipuleggja," segir Margrét. Eitt af því sem Friðrikka fór fram á að fá, áður en hún fór á St. Jósepsspítalann að leysa af, voru nálar. „Þá voru margnota stálnálar fyrirrennarar „venflow" æðaleggjanna, Olafssonsnálar. Þær voru með margnota ventli eins og æðaleggir í dag. Það þurfti að skipta um himnur í þeim svo að þær virkuðu. Það var gúmmíhimna í tappanum sem slitnaði við sótthreinsun (suðu),“ segir Friðrikka. Og Margrét bætir við: „Það hafa verið nokkrar kynslóðir af æðaleggjum. í byrjun stálnálar sem voru einnota, síðan fara að koma einnota æðaleggir eins og notaðir eru í dag. Þá var t.d. alltaf gert „cutdown" hjá börnum og var reyndar gert í mörg ár. Það breyttist þegar plastholæðaleggirnir komu. Við vorum alltaf að spara og notuðum I styttri svæf- ingum stálnálar, eins og úti á kvennadeild t.d. við „abration". Svo verður þróunin sú að við förum að setja æðaleggi í alla. Kröfurnar verða þær að sjúklingarnir liggja með æðaleggi. Það er ekki langt síðan við fórum að flytja sjúklinga yfir á vöknun og gjörgæslu með súrefni. Það eru bara örfá ár.“ Það kemur fljótt fram í spjalli okkar við Margréti að hún hefur frá því snemma á sínum ferli hugað að varðveislu og geymslu tækja og tóla sem um svæfingardeildina hafa farið. Hún á mikið af myndum af öllum þessum hlutum nema kannski frá því fyrst. Þar vantar inn í myndir t.d. af Heidbrinkvélinni og Agavél. Sumt af þeim hlutum, sem hún tók frá og sent var upp á Tunguháls, var hent þaðan. Annað hefur tekist að varðveita og sumt er á Nesstofu. Veturinn 1999-2000 var hún að taka til hliðar, mynda, pakka, flokka og senda ýmsa gamla og úrelta muni til varðveislu. Svona var svæft „Venjulega var svæft á þann hátt að innleitt var með Margrét hefur gætt þess að varðveitt séu sýnishorn af tækjum fortíðarinnar svo hægt sé að gera sögunni góð skil þegar þar að kemur. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.