Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 27
A-KtUM; Á mthAií sjúklÍK^UYmK >so{kay' Kristín Pétursdóttir, svæfingarhjúkrunarfræðingur, og Hjördís Smith, svæfingarlæknir, svæfa sjúkling. í framhaldi af sögu svæfingarhjúkrunar liggur beinast við að kynnast aðeins nánar starfinu eins og það er nú. Skurð- stofan hefur orð á sér fyrir að vera heimur út af fyrir sig þar sem ekki er öllum heimill aðgangur. Þetta hefur að sjálf- sögðu leitt til þess að margir hafa ekki fullan skilning á því starfi sem þar fer fram. Á Landspítala við Hringbraut tekur Margrét Jóhannsdóttir, svæfingarhjúkrunarfræðingur, á móti blaðamanni Tímaríts hjúkrunarfræðinga - en hún er enn í fullu starfi þó halda mætti af viðtalinu um fortíðina hér á undan að hún væri fjörgömul. Svæfingarhjúkrun er tiltölu- lega ung starfsgrein innan hjúkrunar á íslandi og því ekki við öðru að búast en að fyrstu svæfingarhjúkrunarfræðing- arnir séu enn í fullu fjöri. „Svo er ég líka gift starfinu," segir Margrét kankvíslega. „Ekki satt, Hanna?" Og Hanna Þórunn Axelsdóttir, svæfingarhjúkrunarfræðingur, samsinnir því en hún ætlar að vera blaðamanni til halds og trausts í aðgerð sem fara á fram þennan nóvembermorgun. Hanna útskrifaðist, ásamt 12 öðrum svæfingarhjúkrunarfræð- ingum, frá HÍ árið 1990 en í næsta hópi á eftir, þ.e. vorið 2000, útskrifuðust 18 svæfingarhjúkrunarfræðingar. Námið tók tvö ár en hjúkrunarfræðingar verða að hafa unnið í það minnsta 2 ár við hjúkrun áður en þeir fara í sérnám. í spjalli við þær Hönnu og Margréti kemur fram að þó að skurðstofurnar séu „lokaðar" þá þýði það ekki að eng- inn megi koma þangað. Svæfingarhjúkrunarfræðingar vilja gjarnan að áhugasamir hjúkrunarfræðingar komi og kynni sér starfsemina og jafnvel hafa verið uppi hugmyndir um að hafa „opna“ daga á skurðstofunum til að auðvelda aðgang. Sá misskilningur virðist ríkja að svæfingarhjúkrun sé eingöngu tæknivinna en Hanna segir að svo sé alls ekki heldur sé um einstaklingshæfða hjúkrun að ræða. „Hvern sjúkling þarf að svæfa eins og honum hæfir og ég segi alltaf: Svæfðu aðra eins og þú vilt láta svæfa sjálfa þig eða þína nánustu," segir Hanna. Með líf sjúklingsins í höndunum Vinnudagurinn hefst kl. 7.30 á fundi þar sem farið er yfir aðgerðaáætlun dagsins og verkefnum útdeilt. Svæfingar- hjúkrunarfræðingar geta verið að störfum á 25 stöðum á spítalanum, auk almennu skurðstofanna eru þeir á skurð- stofum kvennadeildar, á fæðingargangi, glasafrjóvgunar- deild, á ýmsum stöðum á röntgendeild, bráðamóttöku, hjartadeild og geðdeild, svo dæmi séu tekin. Svæfingar- hjúkrunarfræðingurinn, sem fylgst verður með að störfum, er Kristín Pétursdóttir og hún segir við okkur Hönnu að hún ætli að fara að undirbúa sig fyrir svæfinguna. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 315

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.