Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 30
svæfingu/deyfingu að hverjum og einum sjúklingi. Kristín vaktar þannig súrefnismettun, öndun og blóðrás sjúklings- ins og á 5 mínútna fresti skráir hún blóðþrýsting og púls. En á 15 mínútna fresti skráir hún súrefnismettun, styrk koltvísýrings og súrefnis í út- og innöndunarlofti, þrýsting í loftvegi, öndunartíðni og öndunarrúmmál. Hún fyigist einnig með taugaviðbrögðum með taugaörva og mælir og skráir líkamshitann. Líka er á hennar hendi að meta og skrá styrk innöndunarlyfjanna, lyfjagjöf, vökva- og blóðjafn- vægi og gefa vökva og lyf. Allan tímann á meðan aðgerð varir verður Kristín að vera tilbúin til að grípa inn í og taka skjóta ákvörðun um viðbrögð ef t.d. blóðþrýstingur, púls eða önnur lífsmörk breytast. Sigrún skurðhjúkrunarfræðingur lyftir nú upp þvagpoka til að láta vita að komnir séu 75 ml af þvagi áður en þvag- leggur er tekinn. Kristín skráir þessar upplýsingar. Til að meta blóðtap í aðgerð fylgjast svæfingarhjúkrunarfræð- ingar með blæðingu í sog og grisjur og út frá þeim upplýs- ingum, ásamt rannsóknarniðurstöðum á blóðgildi, er metið hvort gefa þurfi sjúklingnum blóð. í þessari aðgerð þurfti sjúklingurinn aldrei á blóðinu að halda sem búið var að panta fyrir hann í Blóðbankanum. Aðgerðin er brottnám blöðruhálskirtils. Hér er þeir að störfum, Eiríkur Jónsson og Þórður Bjarnason. Hanna Þórunn kannar magn blóðs í soginu. Sjúklingurinn vaknar Aðgerðin hefur gengið vel og henni er að Ijúka. Hjördís hefur komið aftur og búið er að slökkva á svæfingargasinu. Eitt af þvf sem svæfingarhjúkrunarfræðingar þurfa að gæta vel að eru tímasetningar, t.d. þegar aðgerð er að Ijúka þarf á réttum tíma að gefa lyf sem upphefur vöðvaslökun. Með taugaörvanum eru gefin nokkur stuð og af viðbrögðum sjúklingsins ræðst vöðvakrafturinn. Mælir sýnir að vöðva- kraftur er orðinn 72% en við næsta stuð sýna fingur sjúklingsins fjóra jafna kippi og mælirinn sýnir töluna 100%. Þar með er Ijóst að vöðvakrafturinn er orðinn eðlilegur. Kristín eykur hitann í stofunni örlítið: „Manni getur verið svo kalt þegar maður er að vakna,“ útskýrir hún. Sfðan tekur hún fjarstýringuna fyrir skurðarborðið og sléttir með henni úr broti sem haft var á skurðarborðinu svo sjúklingur- inn lægi í réttri stellingu til að skurðlæknirinn kæmist sem blóðþrýstingurinn er orðinn of lágur og spyr Hjördísi hvort gefa eigi sjúklingnum eitthvað blóðþrýstingshækkandi. En Hjördís vill bíða og sjá hvort hann nái sér ekki á strik sjálfur. Slökkt er á svæfingargasinu, hraði vökvans aukinn og legan á skurðarborðinu stillt þannig að höfuðendinn lækkar svo blóðstreymi eykst til hjartans. Skömmu síðar sýna mælingar að þrýstingurinn er kominn í lag. Á meðan á aðgerð stendur og þar til henni lýkur þarf svæfingarhjúkrunarfræðingurinn að fylgjast stöðugt með sjúklingnum og vaktaranum. Svæfing og deyfing er ferli sem hefur áhrif á öli líffærakerfi og það þarf að sníða Hér sést meirihluti teymisins að störfum. Fremst sést Kristín þar sem hún fylgist grannt með lífsmörkum á vaktaranum og hjá henni standa Hjördís og Jón Magnús. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.