Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 33
Fræðslugrein: Páll Biering og Herdís Sveinsdóttir KúMHUft Á i)ÍHKUÁ\AA{ OA stAr^SÁVlÆQjU íslöirskYW kjukrwnAY’^v'Æðin^A 3. hluti: Streita og álag í Tímariti hjúkrunarfræðinga hafa verið birtar 1. og 2. grein um könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fól Rannsóknastofu í hjúkrunarfræði við Fláskóla íslands að vinna. Rannsóknin beindist að vinnuálagi og starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga. í fyrstu greininni var gerð grein fyrir úrtaki rannsóknarinnar, aðferð og hvernig niðurstöður voru greindar. Jafnframt var þar sagt frá helstu niðurstöðum sem snúa að vinnutíma, vinnuaðstæðum og vinnustað (Páll og Herdís, 2000). í annarri greininni var greint frá helstu niðurstöðum er lúta að stuðningi í starfi, starfsánægju og möguleikum á að sinna starfinu (Páll og Herdís, 2001). Hér fer á eftir þriðja greinin um rannsóknina og fjallar hún um niðurstöður er varða streitu og álag í starfi hjúkrunarfræðinga. í fjórðu og síðustu greininni, sem áætlað er að birtist í næsta tölublaði, verður fjallað um heilbrigðishegðan, almenna heilsu og líðan. Streita og álag Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á vinnuálagi hjúkr- unarfræðinga. Þessar rannsóknir hafa sýnt að starfstengd streita er meiri meðal hjúkrunarfræðinga og annarra umönnunarstétta en á meðal fólks á almennum vinnu- markaði (Tyler, Carroll og Cunningham, 1991; Wall, Bolden og Borrill, 1977). Rannsóknir benda líka til þess að stjórn- unarstíll hafi áhrif á þá streitu sem hjúkrunarfræðingar finna fyrir í starfi og að aukin streita og vinnuálag dragi úr gæð- um hjúkrunar (Gowell og Boverie, 1992; Spence- Laschinger, Wong, McMabon og Kaufman, 1999). Þar að auki benda rannsóknir til að aukið vinnuálag og starfs- tengd streita auki starfsmannaveltu og valdi því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf (Shader, Broome, Broome, West og Nash, 2001). Það er því mikilvægt fyrir bæði stjórnendur sjúkrastofnana og hagsmunasamtök hjúkrunarfræðinga að reyna að fá sem gleggsta mynd af vinnutengdri streitu hjúkrunarfræðinga og hvaða þættir það eru í vinnuumhverfi þeirra sem valda mestu álagi. Streituvaldar í vinnu Spurningalistinn Streituvaldar í vinnu var upphaflega sam- inn af Wynne, Clarkin og McNieve (1993) og þýddur og staðfærður af sérfræðingahópnum sem undirbjó rannsókn- ina (Páll og Herdís, 2000). í listanum er spurt að því hversu oft 27 atriði valdi streitu í vinnu og eru svarmöguleikar aldrei, sjaldan, stundum, oft og alltaf. Of mikil vinna var það atriði sem reyndist valda mestri streitu. Þannig sögðu tæplega 2/5 þátttakenda (38,8%) að of mikil vinna ylli sér oft eða alltaf streitu í vinnu samanborið við tæpan fimmtung (18,9%) sem sagði að of mikil vinna ylli sér sjaldan eða aldrei streitu í vinnu. Næstmestri streitu í vinnu ollu ónóg boðskipti og ráðgjöf en 16,9% þátttakenda sögðu þann þátt oft eða alltaf valda sér streitu og 44,7% að hann ylli sér stundum streitu. Önnur atriði, sem hjúkrunarfræðingar segja að valdi talsverðri streitu, voru þau að eiga erfitt með að gleyma vinnunni þegar heim er komið og að hafa litla stjórn á umhverfi sínu. Atriði, sem reyndust valda minnstri streitu, voru einhæf og endurtekin störf og sambúð með maka sem vinnur líka að starfsframa. Þátta- og innihaldsgreining á spurningalistanum „Streituvaldar í vinnu" leiddi í Ijós 6 undirþætti (tafla 1). Tafla 1. Meðalgildi við spurningalistanum Streitu- valdar í vinnu og undirþáttum hans Hversu oft valda eftirtaldir þættir þér streitu í vinnu? Meðal- gjidi* Staðal- frávik Fjöldi svara (X Streituvaldar í vinnu, allur spurningalistinn (27 sp.**) 2,23 0,45 191 0,88 Öryggi og aðbúnaður (2 sp.) 2,33 0,84 198 Samstarf og samstarfs- erfiðleikar (7 sp.) 2,31 0,60 200 0,80 Samskipti við stjórnendur og yfirbyggingu (5 sp.) 2,23 0,45 191 0,75 Samskipti við sjúklinga og aðstandendur (2 sp.) 2,04 0,68 195 Tilbreytingarleysi og einhæfni (2 sp.) 1,99 0,81 193 Óöryggi í starfi (2 sp.) 1,98 0,62 192 * Hærra gildi gefur til kynna meiri streitu. ** Sp. stendur fyrir spurningar. Þannig er t.d. undirþátturinn öryggi og aðbúnaður samsettur úr tveim spurningum af heildarlistanum. 321 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.