Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 44
Ráðstefnan LOFT 2002 Dagana 27.-28. september 2002 verður haldin í Mývatnssveit opin ráðstefna um stöðu reykinga og tóbaksvarna á íslandi. Ráðstefnan er einkum ætluð heilbrigðisstarfsfólki, s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum, tannlæknum og lyfjafræðingum, en er einnig opin öðru áhugafólki um tóbaksvarnir. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Ráðgjafar í reykbindindi, Lækna gegn tóbaki, Samtaka hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki og fleiri aðila. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar er GlaxoSmithKline. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar verða: Aðferðir til að aðstoða fólk við að hætta að reykja • Samtalstækni um lífsstílsbreytingar. Á dagskránni eru fyrirlestrar innlendra og erlendra sérfræðinga auk þess sem vinnuhópar verða starfræktir. Boðið verður upp á að kynna útdrætti rannsóknagreina á veggspjöldum. Útdrættirnir þurfa að berast fyrir 1. mars 2002, utanáskriftin er: Loft 2002 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Helluhrauni 17 • 660 Mývatn Dagskrá ráðstefnunnar verður nánar auglýst síðar en fyrirspurnir berist á netfangið johannakrist@heilhus.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.