Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 48
Litlu jól íslensku hjúkrunarfræðinganna. Pakkar frá íslandi. heldur fórum í það þjóðlega sem við áttum. í Kabúl er veturinn kaldur og snjóþungur og vorum við því vei birgar af lopafötum. Jólin eru tími náinna tengsla. Stund fjölskyldunnar. Það getur því verið erfitt að vera staddur á átakasvæði fjarri sínum nánustu. Það togast líka á erfiðar tilfinningar vegna þess sem er að gerast umhverfis okkur. Hvar er Guð? Af hverju lét Hann sprengjuna hitta litla barnið en ekki her- manninn í 100 metra fjarlægð? Af hverju? Það getur þó líka verið yndislega einstök reynsla að vera á slíku svæði á jólunum. Að hjálpa þjáðum særðum börnum að sofa á jólanótt er enn í dag hápunktur allra þeirra jóla sem ég hef lifað. Ég hefði ekkert á móti því að dvelja meðal Afgana nú um þessi jól. Vildi gjarna gefa þeim eitthvað annað í jólagjöf en það sem hinn kristni heimur er nú að gefa þeim. Starfsreglur Styrktarsjóðs Bandalags háskólamanna Samþykktar á fundi stjórnar 27.11.2001 1. Inngangur a) Almennt. Um rétt sjóðfélaga og skipulag sjóðsins gildir skipulagsskrá Styrktarsjóðs BHM, samþykkt á stofnfundi sjóðsins 13. júní 2001. Samkvæmt 7. gr. set- ur sjóðsstjórn nánari úthlutunarreglur og tekur við sérstakar aðstæður matskennda ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum. b) / fæðingaror/ofi. Sjóðfélagar sem fara í fæðingar- orlof og velja að greiða stéttarfélagsgjald meðan á því stendur halda fullum réttindum. 2. Sjóðsaðild. Réttur sjóðfélaga til úthlutunar úr sjóðn- um er háður því að greitt hafi verið styrktarsjóðs- framlag vegna sjóðfélaga samtals í 6 mánuði og þar af 3 mánuði samfellt áður en tekjutap eða útgjöld, sem veita rétt til styrks úr sjóðnum, áttu sér stað. 3. Umsóknir og gögn. Sækja þarf um styrk til sjóðsins á sérstöku umsóknareyðublaði. Styrkumsóknir eru afgreiddar einu sinni í hverjum mánuði. Nauðsynleg gögn verða að liggja fyrir til að sjóðfélagi geti fengið greitt úr sjóðnum. Þessi gögn eru; vottorð eða kvittun heilbrigðisstarfsmanns, reikningar með nafni umsækj- anda og upplýsingum um tímabil og fjölda skipta sem viðkomandi sækir um greiðslur fyrir (7. og 11. liður). Krefjast má frumrits eða staðfests afrits til þess að koma í veg fyrir tvígreiðslu og vegna skattskila. Umsóknum skal skilað inn fyrir 10. hvers mánaðar. Að jafnaði er greitt út 25. hvers mánaðar eða næsta virka dag á eftir. 336 4. Fyrning umsókna. Réttur til greiðslna úr sjóðnum fyrnist sé ekki sótt um þær innan 12 mánaða frá því að bótaréttur skapaðist. Réttur til greiðslu samkvæmt ákvörðun sjóðstjórnar eða starfsmanns sjóðsins fyrn- ist ef hennar hefur ekki verið vitjað innan 9 mánaða frá því að tilkynning um úthlutunarrétt var send til viðkomandi. 5. Dagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu Upphæð dagpeninga. Til viðbótar sjúkradagpen- ingum TR eða örorkulífeyri frá TR, lífeyrissjóði eða öðrum greiðslum sem rekja má til fjarverunnar, greiðir sjóðurinn eftirfarandi upphæðir vegna 100% fjarveru og tímabundins tekjutaps af þeim sökum. Saman- lagðar greiðslur sjóðsins og aðrar greiðslur sem rekja má til fjarverunnar skulu þó aldrei nema hærri fjárhæð en tekjum sem fallið hafa niður. i) Greiddar eru kr. 6000 fyrir hvern virkan dag miðað við fullt starf eða hlutfallslega miðað við starfshlutfall við upphaf veikinda. a) Veikindi eða slys sjóðfélaga: Sjóðurinn greiðir dag- peninga í allt að eitt ár samanlagt vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga, þegar veikindarétti samkvæmt kjara- samningum sleppir. Sjóðfélagi öðlast rétt að nýju eftir 6 mánaða iðgjaldagreiðslu eftir að fyrra bótatímabili lýkur. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.