Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 49
b) Veikindi barns sjóðfélaga: Hægt er að sækja um styrk til sjóðstjórnar í kjölfar langtíma veikinda barns. Sjóðstjórn metur hvert einstakt tilvik fyrir sig með hlið- sjón af öllum aðstæðum, þ.m.t. annarra styrkja. c) Veikindi maka sjóðfélaga: Sjóðurinn greiðir dagpen- inga í allt að 2 mánuði vegna fjarveru frá vinnu vegna alvarlegra langtímaveikinda maka eða sambúðarmaka. Þó er ekki greitt fyrir fyrstu 10 dagana í veikindum. d) Fráfall nákominna: Við fráfall maka, sambúðarmaka eða barns greiðir sjóðurinn dagpeninga í allt að 2 vinnuvikur ef starfsmanni er ekki heimiluð fjarvera án skerðingar á launum. Sama gildir um fráfall annarra nákominna að fengnu mati sálgæslumanns. e) Annað: Greiddir eru dagpeningar vegna læknis- rannsókna sem undanfari frekari aðgerða, líffæra- gjafar, aðgerða sem taldar eru nauðsynlegar að mati læknis, glasa- og tæknifrjóvgunar og áfengis- og fíkniefnameðferðar í allt að 45 daga. 6. Andlát sjóðfélaga a) Útfararstyrkur: Greiddur er útfararstyrkur vegna andláts greiðandi sjóðfélaga kr. 200.000 til þess aðila er útförina annast. b) Dánarbætur: Að jafnaði eru bætur ekki greiddar vegna missis framfæranda. Við mjög sérstakar aðstæð- ur er þó hægt að sækja um styrk til sjóðsstjórnar 7. Útlagður kostnaður vegna meðferðar á líkama og sál. Endurgreitt er 50% af kostnaði, samtals fyrir liði a) til d) að hámarki kr. 20.000 á hverjum 2 árum, miðað við greiðslu styrks. Greiddir verða eftirfarandi liðir: a) Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, meðferð hjá kírópraktor eða sambærileg meðferð hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni. b) Sálfræðiþjónusta, hjúkrunarmeðferð, félagsráðgjöf, fjölskylduráðgjöf eða sambærilega meðferð hjá viðurkenndum fagmanni. c) Dvöl á dvalar- og heilsustofnunum að læknisráði. d) Kostnaður vegna námskeiða til að hætta að reykja. e) Ekki verður greitt fyrir líkamsrækt að sinni. 8. Heilbrigðiskostnaður: Að jafnaði er ekki greitt vegna lyfja- og annars heilbrigðiskostnaðar. Við sér- stakar aðstæður, s.s. óvænt eða mikil útgjöld eða fjárhagslega erfiðleika af þessum sökum, er þó hægt að sækja um styrk til sjóðsstjórnar. 9. Gleraugu og augnaðgerðir: Sjóðstjórn getur veitt styrki sem nemur allt að helmingi kostnaðar vegna sjónglerja eða „laser“aðgerða, ef sjóndepra eða önnur fötlun er það mikil að hún háir verulega daglegu lífi og kostnaður er mikill af þeim sökum. Ekki verður tekið við umsóknum vegna sjónglerja sem kosta minna en 50.000 kr. 10. Ferðastyrkur: Hægt er að sækja um styrk til sjóð- stjórnar vegna útgjalda við utanför til þess að sækja barn sem ættleiða skal. Einnig er hægt að sækja um styrk til utanfara í lækningaskyni vegna alvarlegra veikinda barns sjóðfélaga, ef almannatryggingar taka ekki þátt í kostnaði. 11. Hjálp vegna óvæntra starfsloka: Sjóðurinn styrkir meðferð, allt að fimm skipti, hjá fagmanni til að vinna úr áfalli í kjölfar óvæntra starfsloka. 12. Afgreiðsla umsókna: Starfsmenn sjóðsins taka ákvörðun samkvæmt úthlutunarreglum þessum nema sérstaklega sé tekið fram í einstökum ákvæðum að sjóðstjórn taki matskennda ákvörðun. 13. Málsskotsréttur: Ef sjóðfélagi sættir sig ekki við með- ferð starfsmanna sjóðsins á umsókn sinni, á hann ávallt rétt á að vísa máli sínu til stjórnar Styrktarsjóðs BHM. 14. Skilgreiningar: a) Með barni í reglum þessum er auk kynbarns, kjör- barns og fósturbarns átt við stjúpbarn og barnabarn sem býr á heimili sjóðfélaga. b) Með langtímaveikindum er átt við veikindi sem vara samfellt lengur en í 30 almanaksdaga. 15. Gildistaka: Reglurnar koma til framkvæmda 1.01.2002. Ákvæði til bráðabirgða: í fyrsta skipti skal sótt um styrk fyrir 10.01.2002. Brautskráning 27. október 2001 BS-próf í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðídeild Háskóla íslands og lokaverkefni Auður Gyða Ágústsdóttir: Þýðing og stöðlun á „Premature Infant Pain Profile Edda Jörundsdóttir: Þættir tengdir aðgengi að heilbrigðisþjónustu á íslandi. Guðrún Svava Stefánsdóttir: Þarfir eiginmanna/sam- býlismanna kvenna með brjóstakrabbamein. Inga Þórunn Karlsdóttir: Upplýsingasöfnun í hjúkrun. Skráning á rafrænan hátt. Ingibjörg Hallgrímsson: Að hafa mörg járn í eldinum. Heilsufar kvenna. Grunnskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Forprófun mælitækis. Lilja Sigurðardóttir: Kynfræðsla foreldra. Margrét Gunnarsdóttir: Stuðnings- og fræðsluþarfir mæðra fyrstu vikurnar eftir barnsburð. Hefti I og II. Sigríður Guðjónsdóttir: Álagsþættir hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði. Þóra Guðný Ægisdóttir: Heimferðin. Reynsia foreldra af útskrift barns af vökudeild. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 337
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.