Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 58
Tvé-t-tiv frÁ fAAÁdíAum Frá Innsýn Þaö er helst að frétta af Innsýn, félagi hjúkrunarfræöinga starfandi við spelganir á meltingarvegi og lungum, aö snemma sumars, þ.e. dagana 10.-13. júní, var haldin hér á landi þrítugasta og þriöja norræna ráðstefnan í meltingarfræðum. Þetta eru í raun tvær ráðstefnur, þ.e. önnur fyrir lækna (sérfræðinga í meltingarsjúkdómum) og hin fyrir hjúkrunarfræðinga starfandi við speglanir. Að þessu sinni sóttu um það bil eitt hundrað hjúkrunar- fræðingar frá öllum Norðurlöndunum ráðstefnuna. Dagskráin var mjög fjölbreytt og voru bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar fengnir til að tala. Innsýn bauð af þessu tilefni breskum hjúkrunarfræðingi, Christiane Naumann, hingað og flutti hún þrjá mjög athyglisverða fyrirlestra fyrir okkur þar sem hún fjallaði meðal annars um siðfræði, skráningu í hjúkrun, sótthreinsun og fleira. Af öðru efni mætti kannski minnast á mjög skemmtilegar pallborðsumræður þar sem fjallað var um vitundarvakning- una á vélindabakflæði sem hleypt var af stokkunum á síðastliðnu ári og fór víst ekki fram hjá mörgum. Boðið var upp á marga aðra fræðandi og skemmtilega fyrirlestra sem hér yrði of langt mál að telja upp. Mikil ánægja var hjá hinum norrænu gestum með ráðstefnuna og var gestrisni og skipulagning íslendinganna mikið rómuð. í haust, nánar tiltekið 6.-10. október, var níunda Evrópuráðstefnan í meltingarfræðum haldin í Amsterdam í Hollandi. Islenskir hjúkrunarfræðingar í Innsýn hafa til þessa verið mjög duglegir að sækja Evrópuráðstefnur en aldrei sem nú þar sem átta hjúkrunarfræðingar í félaginu sóttu þessa ráðstefnu sér til fræðslu og ánægju. Hinir hollensku kollegar tóku vel á móti íslendingunum og voru þar margir áhugaverðir fyrirlestrar í boði. Mikið var þar fjallað um að koma á einhvers konar sérnámi fyrir speglanahjúkrunarfræðinga og sýndist sitt hverjum um hvernig að því skuli staðið. Rætt var um allt frá stuttum námskeiðum og upp í tveggja ára sérnám. Á vegum félags evrópskra hjúkrunarfræðinga starfandi við speglanir (skst. ESGENA) starfar nefnd sem fjallar um þetta sérnám og mun hún skila áliti innan tíðar. Fyrir hönd Innsýnar, bestu kveðjur Ragnheiður Gunnarsdóttir gjaldkeri í stjórn Innsýnar. ragnhgun@landspitali.is Frá fagdeíld tengdri þvag- færahjúkrun Þriðja starfsári fagdeildar hjúkrunarfræðinga tengdrar þvagfærahjúkrun er nú nýlokið. Þegar litið er yfir starfsemi fagdeildarinnar á liðnu starfsári er óhætt að segja að hún hafi fengið ýmsu áorkað og má þar nefna fræðslu til fag- deildarfélaga. Haldnir voru tveir fræðslufundir í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kristbjörg Jóhanns- dóttir og Lilja Arnardóttir, hjúkrunarfræðingar, kynntu rann- sóknarniðurstöður sínar varðandi reynslu karla af brott- námi blöðruhálskirtils vegna krabbameins og á þann fund komu einnig 3 karlar úr stuðningshópi karla með blöðru- hálskirtilskrabbamein og sátu fyrir svörum. Má með sanni segja að ýmislegt forvitnilegt hafi komið þar fram. Þá hélt Guðmundur Geirsson, þvagfærasérfræðingur, erindi um þvagleka og Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari, var með fyrirlestur um þjálfun grindarbotnsvöðva og gátu fundargestir æft sig undir leiðsögn í þeim æfingum. Nokkrir fagdeildarfélagar sóttu ráðstefnuferðir í tengsl- um við þvagfærahjúkrun og styrkti fagsjóður fagdeildar- innar þær ferðir að hluta til. Tveir fagdeildarfélagar fóru til Torqay í Bretlandi, fjórir fóru á norrænu NUF (Nordisk Urology Forening) ráðstefnuna í Finnlandi og tveir til Bandaríkjanna á SUNA (Society of Urologic Nurses and Associates) ráðstefnuna. Er óhætt að segja að þessar ferðir leiði ýmislegt gott af sér, eins og meiri upplýsingar til fagdeiidarfélaga um sérnám, ný tengsl eins og við EAUN (European Association of Urology Nurses) og síðast en ekki síst alla þá umræðu sem kemur í kjölfar þessara kynna af þvagfærahjúkrun annars staðar í heiminum. Hægt er að lesa meira um þessar ráðstefnuferðir í frétta- bréfum fagdeildarinnar en þau voru þrjú á síðastliðnu starfsári. Fagdeildinni hafa borist ýmsir bæklingar og fræðsluefni frá Norðurlöndunum og Bretlandi og er ætlunin að nota þá við gerð fræðsluefnis hér á landi. Eitt helsta umræðuefni fagdeildarinnar nú er fyrirkomu- lag fræðslunnar. Þetta verður aðalverkefni vetrarins og spennandi að sjá hvernig það kemur til með að þróast. F.h. fagdeildar hjúkrunarfræðinga tengdrar þvagfærahjúkrun Anna Jónsdóttir formaður annajon@landspitali.is 346 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.