Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 66
Samtal æft í vinnusmiðjunni. ákveðið ferli. Fyrst verður það að gefa sér tíma og hugsa málin. Viðhorf og hugsun þurfa því að breytast áður en fólk framkvæmir. Því miður er hjúkrun oft mjög fram- kvæmdamiðuð. Ef einhver kæmi t.d. til mín og segði mér að hann væri með sáran verk fengi hann lyf við því, síðan myndi viðkomandi byrja að taka lyfin um leið og honum væri sagt að gera það. Hann þyrfti ekki að hugsa um það. Viðkomandi er með verk og vill að sér batni. Ég kem því með tillögur og sá sem leitar til mín fer eftir þeim og þær ráðleggingar gagnast honum því honum batnar, það eina sem hann missir við það er verkurinn. Þegar við ræðum hins vegar um reykingar finnst þeim sem reykja það gott, þetta er fíkn, hefur í för með sér þægindi og ánægju. Hjúkrunarfræðingum hefur ekki verið sagt að reykingar séu jafnánægjulegar og vanabindandi og þeim sem reykja finnst þær vera, þeir líta fremur á reyking- arnar sem meinsemd sem fólk getur tekið pillu við og þannig hætt að reykja samstundis. Svo þeir fara strax í það að segja fólki hvernig það getur hætt að reykja og gleyma því að þeir þurfa að ræða við fólk um hvernig það hugsar um reykingar og hvernig það getur búið sig undir að hætta. Líkanið um breytingar fer því af því stigi að viðkomandi er ánægður með það sem hann er að gera, ánægður reykingamaður, á stig umhugsunar þar sem hann ætlar ekki að breyta hegðun sinni en veit um þau vandamál sem fylgja henni, að undirbúningsstigi þar sem hann veltir fyrir sér kostunum við breytingarnar og hvernig unnt er að búa sig undir breytingar með þeim aðgerðum sem til þarf. Næsta stig er aðgerðin sjálf, að hætta að reykja, og í sumum tilfellum breytir viðkomandi aftur hugsun sinni og fer til baka, byrjar aftur að reykja eða heldur áfram að vera hættur. Oft hættir fólk tímabundið í hálft til eitt ár áður en það hættir alveg. Margir gera áramótaheit sem endist í nokkrar vikur og svo fara þeir aftur í gamla farið. Langflest reykingafólk reykir annaðhvort eða ekki, það er mjög erfitt að reykja stundum þar sem reykingar eru mjög vanabindandi. Þegar ég skýri þetta út fyrir hjúkrunarfræðingum skilja þeir hvað ég er að tala um, þeir eru ekki vanir að gera eitthvað án þess að hugsa um það. Auðvitað vitum við að það er gott fyrir okkur að borða hollan og góðan mat og það er gott fyrir okkur að vera í líkamsrækt og við verðum að hafa góðar ástæður til að fylgja ekki þeim góðu ráðum. Ég kenni hjúkrunarfræðingum að menn framkvæma það sem þeir hafa hugsað um og það að falla aftur í sama farið er ekki það að viðkomandi hafi misheppnast heldur er það hluti af breytingarferlinu, því hvernig menn hugsa. Það er því mjög gagnlegt að horfa á allt breytingarferlið í heild sinni. Ég reyni að segja hjúkrunarfræðingum að enginn gerir eitthvað bara af því að honum er sagt að gera það. Og það er enginn hagur fyrir reykingafólk að hætta bara þegar það hefur ekki tíma til að velta hlutunum fyrir sér, það þarf að hugsa málin og þarf stuðning en hjúkrunarfræðingurinn getur verið með leiðbeiningar um hvernig hægt er að hætta. Þegar ég sýni hjúkrunarfræðingum fram á að sú aðferð, sem þeir hafa notað, er ekki gagnleg og hvernig þeim líður þegar þeim tekst ekki að fá fólk til að hætta þá skilja þeir hvað ég er að tala um. Fólk velur það sem það gerir, við getum ekki látið fólk gera eitthvað sem það vill ekki. Engum hefur tekist að fá fólk til að hætta að reykja ef það vill það ekki sjálft. Við erum ekki svo öflugar, við getum ekki látið fólk gera eitthvað. Og það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að tóbak er mjög vanabindandi og löglegt efni sem veldur fíkn. Við verðum því að gera okkur grein fyrir því að fólk hefur frjálst val. Ég kenni hjúkrunarfræðingum því að verða talsmenn breytinga." Jennifer átti til að byrja með að flytja fyrirlestur en breytti honum með stuttum fyrirvara í vinnusmiðju þar sem hún segir þær gagnlegri þar sem færri breyta hegðun sinni með því að hlusta á fyrirlestra, fleiri breytast við það að taka þátt í verklegum æfingum. „Ég reyni því að forðast eins og ég get að flytja einungis fyrirlestur, reyni að láta þátttakendur taka þátt í æfingum. Ég bið hjúkrunarfræð- inga að spyrja fólk meira um hvers vegna það reyki, spurninga eins og t.d.: Hefur þér alltaf líkað það? Hefurðu oft reynt að hætta? Og svo að hlusta á það sem það segir. Ég reyni að finna hvaða vandamál það hefur átt við að glíma. Reyni að spyrja hvað það hefur þegar reynt. Og reyni að benda á nýjar leiðir ef þær gömlu hafa misheppn- ast. Ég reyni því að láta það sjálft um að framkvæma. Þjálfun hjúkrunarfræðinganna er því byggð á svipuðum aðferðum og þeirri samtalstækni sem þeir nota síðan við skjólstæðinga sína sem byggist á því að fólk vinnur saman að lausn vandans. Sem dæmi má nefna að margar van- færar konur reykja jafnvel þó þær viti að það sé skaðlegt fyrir fóstrið. Ég hef því lagt áherslu á það við þá sem ég hef rætt við hvort hjúkrunarfræðingar geti komist að út af hverju skjólstæðingar þeirra reykja og spurt hvað annað fólk hafi sagt um reykingar á meðgöngu, hvað finnst þér um það og segðu mér svo meira um reykingar þínar. Hefurðu reykt lengi, hefurðu reynt að hætta að reykja? Varstu að hugsa um að hætta áður en þú varðst ófrísk? Þá vita hjúkrunarfræðingarnir hvað þeir eru að fást við. 354 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.