Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 21
Inngangur
Erlendar rannsóknir hafa margoft sýnt að þeir sem
minnst mega sín, þ.e. hafa lág laun, stutta skóla-
göngu að baki og gegna ófaglærðum störfum eða
eru atvinnulausir, búa við meira heilsuleysi og lifa
skemur en aðrir (Drever og Whitehead, 1997; Fox,
1989; Kunst og Mackenbach, 1995; Mackenbach,
2002; Mackenbach, Cavelaars, KunstogGroenhof,
2000; Marmot, 1999; Townsend og Davidson,
1982). Þegar litið er til iðnvæddra þjóða eru það
þó ekki ríkustu þjóðirnar sem búa við best heilsu-
far heldur þær þar sem tekjujöfnuðurinn er mest-
ur (Wilkinson, 1996). Skipting í þjóðfélagshópa
hefur lengst af byggst á atvinnu manna en starfið
tengist menntun og efnahag (Lynch og Kaplan,
2000). Menntun og efnahagur tengjast almenn-
um aðstæðum, félagslegum stuðningi, lífsháttum,
sjúkdómum og dauða (Drever og Whitehead,
1997). Frá því um miðja nítjándu öld hafa Bretar
rannsakað tengsl atvinnu og dánarmeina en fyrst
í byrjun tuttugustu aldar beindist athyglin að
mismunandi dánarmynstri þjóðfélagshópa og var
það talið endurspegla aðstæður fólks og lífshætti
(Office of Population Censuses and Surveys,
1978). William Farr, læknir og tölfræðingur, gerði
sér þó þegar á nítjándu öld grein fyrir mikilvægi
aðstæðna manna því að hann segir í bréfi til þjóð-
skrárstjóra um dánartölur í Englandi á árunum
1861-1870 að mestu skipti að gera sér grein fyrir
hvað tollur dauðans sé hár á ýmsum aldursskeið-
um og hvað dragi menn til dauða þegar aðstæður
eru mismunandi (Drever og Whitehead, 1997).
Ójöfnuður í heilsufari sést síður meðal kvenna en
karla. Þetta hefur leitt til umræðna um það hvort
þeir mælikvarðar, sem notaðir hafa verið til að
mæla félagshagfræðilega (socioeconomic) stöðu
karla, henti illa þegar um konur er að ræða, m.a.
vegna ólíkrar stöðu á vinnumarkaðinum (Moss,
2000; Stronks, van de Mheen, van den Bos og
Mackenbach, 1995). Starfið eitt er ekki talinn
hentugur mælikvarði til að mæla ójafnræði í
heilsufari kvennahópa því að aðrar aðstæður, svo
sem atvinnuþátttaka, staða maka, efnahagur og
aðrar aðstæður, virðast geta skipt sköpum (Arber
og Lahelma, 1993; Moss, 2000; Stronks, van de
Mheen, van den Bos og Mackenbach, 1995).
Aður hefur verið rætt ýtarlega um erlendar rann-
sóknir á ójafnræði í heilsufari starfs- og þjóðfélags-
hópa (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, 1995, 1997,
RITRÝND GREIN
Ojöfnuöur í heilsufari á íslandi
2005). Á Islandi hafa umræður um stéttaskiptingu lengst af farið
lágt en málefnið er viðkvæmt eins og skýrt kom fram þegar Harpa
Njáls gaf út bók sína Fátækt á íslandi við upphaf nýrrar aldar,
Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins (Harpa Njáls, 2003;
Björn Bjarnason, 2003; Ólafur Teitur Guðnason, 2003; ÓTG,
2003). Það er engin nýlunda að fregnir af þessu tagi valdi úlfaþyt
því að þegar Svarta skýrslan (Townsend og Davidson, 1982) kom
út í Bretlandi ætlaði allt um koll að keyra. Skýrslan sýndi svo ekki
varð um villst að ójafnræði í heilsufari var mikið í Bretlandi.
Tilgangurinn með þessari könnun var að athuga hvort ójafnræð-
is gæti í heilsufari hérlendis. Með þetta í huga voru skoðaðar
niðurstöður íslenskra rannsókna á íslensku þjóðfélagi og heilsu-
fari ólíkra hópa.
Rannsóknir á félagshagfræöilegri stööu á Islandi
Þorbjörn Broddason og Keith Webb skrifuðu grein í Acta
Sociologica árið 1975 um þá lífseigu goðsögn að íslenskt þjóðfélag
sé einstakt meðal þjóða þar sem allir séu jafnir og hafi jafna mögu-
leika til auðs og metorða (Þorbjörn Broddason og Keith Webb,
1975). Þeir sýndu fram á að raunveruleikinn er annar, t.d. komi
stærsti hluti embættismanna úr efri lögum þjóðfélagsins. Þeir
ræða hugsanlegar skýringar á því hvers vegna goðsögnin hafi verið
svo lífseig, m.a. telja þeir að íslenskuna vanti orð til að lýsa því
sem enska orðið „class" merki. Þeir kjósa að skipta þjóðfélaginu
niður í „status groups" þ.e. „stöðuhópa“ og byggist sú skipting á
skólagöngu, völdum og efnahag. Þeir telja að goðsögnin um jöfnuð
á íslandi eigi rót sína að rekja til sterkra fjölskyldutengsla, hreyfan-
leika á milli þjóðfélagshópa, sameiginlegs tungumáls, breytileika
í mikilvægi starfa, efnahagslegrar velsældar á síðari tímum og
breytinga á atvinnuháttum þjóðarinnar. Þeir ræða Iíklegar breyt-
ingar þjóðfélagsins á komandi árum og spá því að viðhorfin muni
breytast með breyttum atvinnuháttum (Þorbjörn Broddason og
Keith Webb, 1975). Aðrir félagsfræðingar og sálfræðingar hafa
sýnt fram á lagskiptingu íslensks þjóðfélags (Dóra S. Bjarnason,
1974; Sigurjón Björnsson, Wolfgang Edelstein og Kurt Kreppner,
1977; Stefán Ólafsson, 1982).Dóra Bjarnason kemst að þeirri
niðurstöðu að fólk vilji ekki viðurkenna að um stéttaskiptingu sé
að ræða á Islandi þrátt fyrir vitund þess um mismunandi aðstöðu
fólks og efnahag (Dóra S. Bjarnason, 1974).
Sigurjón Björnsson og Wolfgang Edelstein gerðu árin 1965-
1966 könnun meðal reykvískra skólabarna (Sigurjón Björnsson,
Wolfgang Edelstein og Kurt Kreppner, 1977). Talað var við
mæður barnanna og feðrum raðað í þjóðfélagshópa eftir starfi
þeirra og menntun. Sigurjón og félagar sögðu að almennt væri
því haldið fram á Islandi að þar væri stéttlaust þjóðfélag. Þrátt
fyrir augljósan launamun telji fólk það ekki vísbendingu um
stéttaskiptingu. Vandinn við að meta þjóðfélags- og efnahagslega
stöðu á Islandi sé meðal annars sá að almennt trúi menn ekki
Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
19