Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 41
Fréttamolar... greidd af ef sjóðfélagar taka ekki laun skv. samn- ingum eða launaákvörðunum sem miðast við kjarasamninga opinberra starfsmanna eða kjara- samninga sem sveitarfélög gera á grundvelli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Hin meginbreytingin er að ákvæðinu um skilyrði til aðildar að LH er breytt þannig (2. gr. laganna): Hjúkrunarfræðingar, sem starfa við hjúkrun og höfðu heimild til aðildar að sjóðnum við árslok 2004, skulu eiga rétt til aðildar að sjóðnum á meðan þeir gegna störfum hjá ríki eða sveitar- félögum, eða stofnun sem alfarið er í þeirra eigu eða á heilbrigðisstofnun sem viðurkennd er af heilbrigðisstjórninni og rekin er sem sjálfseignar- stofnun eða alfarið á vegum styrktar- eða líknar- félaga, enda séu þeir ráðnir með föst mánaðarlaun. Aðrir launagreiðendur en um er getið í 1. mgr., sem fengið höfðu heimild til að greiða fyrir starfsmenn sína í árslok 2004, hafa heimild til að greiða fyrir þá starfsmenn sína sem þeir greiddu fyrir í árslok 2004 og þá hjúkrunarfræð- inga sem heimild hafa til aðildar að sjóðnum og fæddir eru á árinu 1950 eða fyrr og greitt hafa samtals 21 ár í sjóðinn miðað við árslok 2004. Stjórn sjóðsins getur samþykkt aðild að sjóðnum fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem höfðu heimild til aðildar að sjóðnum í árslok 2004 og fæddir voru á árinu 1950 eða fyrr og höfðu greitt samtals 21 ár í sjóðinn miðað við árslok 2004, enda starfi þeir hjá heilbrigðisstofnun sem viðurkennd er af heilbrigðisstjórninni. Heimilt er að skilyrða aðild samkvæmt þessari málsgrein við að lífeyrisskuld- bindingar séu gerðar upp skv. 3.-5. mgr. 20. gr. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur í umsögn um frumvarpið fagnað þessari breytingu og telur hana tryggja rétt þeirra hjúkrunarfræðinga sem höfðu heimild til aðildar að sjóðnum í árslok 2004. Lögin í heild má finna á vefslóðinni www. althingi.is/altext/131/s/l 312.html. Golfmót hjúkrunarfræðinga 2005 Meö hækkandi sól og meiri hita í loftinu er búiö aö ákveöa golfmót hjúkrunarfræðinga áriö 2005. Mótin veröa tvö eins og undanfarin ár. Fyrra mótið var haldið föstudaginn 3. júní kl. 13.00 á golfvellinum á Hellu. Seinna mótið verður haldiö föstudaginn 26. ágúst kl. 13.00 á golfvelli Keilis í Hafnarfirði. Athygli skal vakin á því aö viö höfum ekki ótakmarkaðan rástíma og því er nauösynlegt aö skrá sig sem fyrst. Mótin veröa meö sama hætti og undanfarin ár. Nánari upplýsingar veita: Helgi Benediktsson, netfang: helgiben@hotmail.com Ágústa Dúa Jónsdóttir, netfang: dua.jonsdottir@hgsel.is Samtök hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki Samtök hjúkrunarfræðinga og Ijósmæöra gegn tóbaki voru stofnuö 7. febrúar 2000. Fyrirmyndin er sótt til Svíþjóöar en þar hafa veriö til í nokkur ár sambærileg samtök hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigöis- stétta, svo sem Ijósmæðra, lækna og tannlækna. Markmið samtakanna er að: 1) efla forvarnir gegn tóbaksnotkun 2) aðstoða þá sem ánetjast hafa tóbaki til að hætta neyslu 3) efla hjúkrunarfræöinga og Ijósmæður í tóbaksvörnum. í mars tók viö ný stjórn samtakana og hana skipa nú: Halla Grétarsdóttir, Krabbameinsfélaginu Karitas ívarsdóttir, Miðstöö mæöraverndar Jóhanna Kristjánsdóttir, Heilbrigöisstofnun Austurlands Rósa Jónsdóttir, Reykleysismiöstöö LSH Sesselja Ingólfsdóttir, Heilsugæslunni Grafarvogi Næsta verkefni samtakanna: í tilefni af alþjóöareykleysisdeginum voru félagsmenn samtakanna vera meö reykleysisráögjöf fyrir almenning í Smáralind og Kringlunni 31. maí 2005 Samtökin vilja vekja athygli hjúkrunarfræöinga og Ijósmæöra á að á vefsíðunni www.hi.is/~bergthkr/Reykleysi er aö finna lesefni frá reyk- leysisnámskeiöi Helgu Jónsdóttur og Rósu Jónsdóttur frá í vetur. Einnig er hægt aö panta handbókina Tært loft á netfanginu fraedsla@- krabb.is. Ljósmæöur og hjúkrunarfræðingar, sem eru áhugasamir um tóbaksvarnir, geta skráð sig í samtökin hjá Höllu Grétarsdóttur, formanni samtakanna, á netfanginu hallag@krabb.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.