Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 52
Þátttakendur i pallborðsumræðum Málþing um framtíðarsýn heilsugæslunnar Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri, sagði frá framtíðarsýn heilsugæsluhjúkrunar. I fyrirlestri sínum fjallaði hún um hin ýmsu svið heilsugæslunnar, svo sem ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæslu, mæðravernd, móttöku, heilsuvernd aldraðra og heimahjúkrun. Mikilvægustu verkefni á sviði ung- og smá- barnaverndar taldi hún vera að endurnýja handbók, endurskoða 31/2 og 5 ára skoðanir, huga að breytingum á sprautugjöfum og efla upplýsingar og aðstoð við aga og uppeldi barna. Þá þyrfti að efla rannsóknir og þróunarstarf og auka samvinnu við Háskólann á því sviði. Efla þyrfti sérfræðiþekkingu innan Miðstöðvar heilsu- verndar barna varðandi svefn og svefnvandamál, óværð, brjósta- gjöf, nýbúa og fyrirbura. I skólaheilsugæslu þyrfti að fjölga stöðu- gildum og stefna að því að 600 nemendur væru á hvert stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Auka þyrfti faglega þekkingu og yfirsýn hjúkrunarfræðinga með endurmenntun og skipulagðri fræðslu og stuðla að því að fyrir liggi metnaðarfull stefna í skólaheilsu- gæslunni en vinnuhópur er starfandi á því sviði sem stendur. Þá þyrfti að stuðla að samræmingu í starfi skólahjúkrunarfræðinga með notlcun handbókar og Iskráar sem er skráningarkerfi skóla- hjúkrunarfræðinga. Koma þyrfti á heilsugæslu í framhalds- skólum og efla samstarf þeirra meðferðar- og stuðningsaðila sem skólahjúkrun sjá um. Hvað mæðravernd varðar þá þyrfti að samræma fyrirkomulag þar, nýta sem best þekkingu hjúkrunar- fræðinga og efla mæðravernd sem bakland fyrir heilsugæsluna og efla þróun og rannsóknir. Þá þyrfti að efla og samræma almenna hjúkrunarmóttöku á heilsugæslustöðvum. Heilsuvernd aldraðra þyrfti að vera til staðar á öllu landinu og byggja þyrfti brú milli heilsugæslu og heimahjúkrunar. Efla þyrfti fagmennsku í heima- hjúkrun og auka samstarf við landlækni og Lýðheilsustöð. Sesselja Guðmundsdóttir, sviðstjóri ung- og smábarnasviðs, sagði frá sögu ung- og smábarnaverndar sem rekja má til Líknar 1927. 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árg. 2005 Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur tók svo til starfa 1953, heilsugæslustöðvar voru stofn- aðar 1974 og Miðstöð heilsuverndar barna árið 2000. 2003 var ákveðið að Miðstöð heilsuverndar barna þjónaði öllum börnum á landinu frá fæðingu til 17 ára aldurs. Fyrstu árin voru helstu vandamál vannæring, ýmsir smitsjúkdómar og ungbarna- dauði en nú tengjast vandamál breyttu samfélagi, svo sem að íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu eykst, meðalaldur mæðra með fyrsta barn hefur hækkað, þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur aukist, hlut- fall erlendra mæðra hefur hækkað, hjónaskilnuð- um hefur fjölgað, slysum hefur fjölgað og einstakl- ingsgjaldþrotum líka svo nokkur dæmi séu tekin. Sesselja taldi að efla þyrfti þverfaglegt samstarf til að efla brjóstagjöf og samræma þyrfti fræðslu og ráðgjöf í því sambandi en nú eru starfandi tveir brjóstagjafaráðgjafar í Miðstöð heilsuverndar barna. Efla þyrfti sérþekkingu varðandi svefn og svefnvandamál. Þá þyrfti að sinna þroskaheftum foreldrum betur og auka fræðsluefni þar að lút- andi. Hún sagði hjúkrunarfræðinga hitta foreldra 11 sinnum fyrsta æviár barnsins og gætu því komið ýmsum upplýsingum til skila og haft mikil áhrif á h'f barnsins. Foreldrar búast við hágæðaþjónustu og huga þyrfti betur að tilfinningalegum og geð- rænum vandamálum mæðra og barna. Ragnheiður Osk Erlendsdóttir, sviðstjóri skóla- sviðs, sagði frá þróun skólahjúkrunar undanfarin 30 ár og sagði þau markmið sem sett voru 1977, enn í fullu gildi. Mikilvægi skólahjúkrunar fælist ekki síst í því að skólahjúkrunarfræðingar geta verið í sambandi við öll börn á skólaaldri og foreldra þeirrra og sinnt ráðgjöf, fræðslu og haft eftirlit með heilbrigði. Hvað framtíðarsýn varðaði þyrfti að huga að mönnun, vinnufyrirkomulagi, grunnstarf- semi og samstarfi við sérhæfðari starfsemi og vinna þróunar- og rannsóknarstarf. Framtíðarsýnin væri vel skipulögð og samræmd þjónusta sem byggð- ist á rökstuddum grunn- og árangursmælingum í fjörugu umhverfi þar sem allir geta tekið þátt í þróun og uppbyggingu þjónustunnar. Vinna þyrfti bug á draugum fortíðarinnar, nauðsynlegt væri að geta endurskoðað þjónustuna og nýta hæfni starfsmanna. Einkenni þeirra, sem starfa við skóla- hjúkrun, væri mikið sjálfstæði, frumkvöðlaeðli, sjálfsbjargarviðleitni, þrautsegja og dugnaður. Eva Hreinsdóttir sagði frá heilsuvernd aldraðra í heilsugæslunni í Hlíðum. Hún lagði áherslu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.