Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 44
Ólöf Kristjánsdóttir, MS, bráðamóttöku barna, Barnaspítala Hringsins, Landspítala-háskólasjúkrahúsi Rakel B. Jónsdóttir, MS, vökudeild, Barnaspítala Hringsins, Landspítala—háskólasjúkrahúsi Skrif Islendinga um verki og verkjameðferð á árunum 1980 - 2003 Hér er ætlunin að fjalla stuttlega um niðurstöður skýrslu um skrif íslendinga á árunum 1980 - 2003 um verki og verkjameðferö. Markmið skýrsluhöfunda var aö komast að því hve mikið hefur verið skrifað um þetta efni á þessu tímabili, hvar efnið hefur birst, hvenær það var skrifað, hverjir skrifuðu um þetta efni og hvað helst var skrifað um á þessu sviði. Samantektin afmarkast af árabilinu 1980 - 2003 með megin- áherslu á árin 1980 - 2000. Við gagnaöflun var það sjónarmið látið ráða að gögnin hefðu heimildargildi fyrir rannsóknir og meðhöndlun á verkjum eða væru framlag til frekari umræðu og úrvinnslu. Leitað var að skrifum um verki, eftir íslenska höfunda, í íslenskum tímaritum á heilbrigðissviði, rannsókn- um sem birtar hafa verið um verki eða verkjameðferð bæði í íslenskum og erlendum tímaritum á heilbrigðissviði. Jafnframt var leitað óbirts fræðiefnis á þessu sviði. Heimildasöfnun fór fram með ýmsum hætti og voru eftirfar- andi lykilorð notuð: verkur, sársauki, verkjalyf, verkjameðferð, verkjasvörun, líðan, eymsli, pain, pain management. Leitað var í gagnagrunnunum, MEDConsult, Ovid, Gegni, Feng og Rannsóknagagnasafni Islands. Leitað var til 40 einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa fengist við ritun efnis á þessu sviði, svör bárust frá 15 þeirra. Við heimildasöfnun var einnig leitað aðstoðar starfsmanna rannsóknarsviðs Háskóla Islands og bókasafnsfræðinga Þjóðarbókhlöðu við að finna efni í skrám um rannsóknir við Háskóla Islands. Niðurstöður Alls fundust 187 heimildir um verki og verkjameðferð skrifað- ar af Islendingum á árunum 1980 - 2003. Birtingarstaður gagna Höfundar birtu/kynntu skrif sín á mismunandi vettvangi sem gróflega má skipta í 5 flokka: 1) Greinar og rannsóknir birtar í fag- eða fræðitímaritum. 2) Greinar birtar í öðrum tímaritum. 3) Bókakaflar, bækur og ritlingar. 4) Utdrættir og veggspjöld á ráðstefnum. 5) Óbirt efni, t.d. BS-ritgerðir, MS-ritgerðir og doktorsritgerðir (sjá 1. töflu). Timarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árg. 2005 Flokkun heimiida eftir því hvar/hvort þær hafa birst. Flokkun heimilda Tíðni % Greinar og rannsóknir birtar í fag- 68 36,4% eða fræðitímaritum Greinar birtar I öðrum tímaritum 18 9,6% Bókakaflar, bækur og ritlingar 3 1,6% Utdrættir og veggspjöld á ráðstefnum 52 27,8 % Óbirt efni 46 24,6% Samtals 187 100,0% Meirihluti heimildanna birtist í fag- eða fræði- tímaritum, eða 36,4% (n=68). Stór hluti þess efnis, sem fannst, hefur hins vegar ekki verið birtur, eða tæp 25% (n=46) (sjá töflu 1). Birtingartími gagna Þegar gögnin eru skoðuð m.t.t. dreifingar yfir tímabilið 1980 - 2003 kernur í Ijós að skrif Islendinga um verki og verkjameðferð hafa farið sívaxandi. A árunum 1980 til 1990 var lítið skrifað um þetta ef-ni, eingöngu fundust 20 heimildir (10,7%). Hins vegar varð mikil aukn- ing á næsta áratug (1991-2000) þar sem 130 heimildir (69,5%) fundust. Athyglisvert er að frá árinu 1996 til 2003 varð gríðarmikil aukning en á þessu 7 ára tímabili fundust alls 118 heimildir eða rúm 66% allra heimildanna. Innihald gagna Þegar titill heimilda var skoðaður m.t.t. innihalds var hægt að greina sex meginþemu á sviði verkja og verkjameðferðar. Þessi þemu eru í grófum dráttum: 1) Börn og verkir. 2) Verkjameðferð. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.