Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Side 44
Ólöf Kristjánsdóttir, MS, bráðamóttöku barna, Barnaspítala Hringsins, Landspítala-háskólasjúkrahúsi Rakel B. Jónsdóttir, MS, vökudeild, Barnaspítala Hringsins, Landspítala—háskólasjúkrahúsi Skrif Islendinga um verki og verkjameðferð á árunum 1980 - 2003 Hér er ætlunin að fjalla stuttlega um niðurstöður skýrslu um skrif íslendinga á árunum 1980 - 2003 um verki og verkjameðferö. Markmið skýrsluhöfunda var aö komast að því hve mikið hefur verið skrifað um þetta efni á þessu tímabili, hvar efnið hefur birst, hvenær það var skrifað, hverjir skrifuðu um þetta efni og hvað helst var skrifað um á þessu sviði. Samantektin afmarkast af árabilinu 1980 - 2003 með megin- áherslu á árin 1980 - 2000. Við gagnaöflun var það sjónarmið látið ráða að gögnin hefðu heimildargildi fyrir rannsóknir og meðhöndlun á verkjum eða væru framlag til frekari umræðu og úrvinnslu. Leitað var að skrifum um verki, eftir íslenska höfunda, í íslenskum tímaritum á heilbrigðissviði, rannsókn- um sem birtar hafa verið um verki eða verkjameðferð bæði í íslenskum og erlendum tímaritum á heilbrigðissviði. Jafnframt var leitað óbirts fræðiefnis á þessu sviði. Heimildasöfnun fór fram með ýmsum hætti og voru eftirfar- andi lykilorð notuð: verkur, sársauki, verkjalyf, verkjameðferð, verkjasvörun, líðan, eymsli, pain, pain management. Leitað var í gagnagrunnunum, MEDConsult, Ovid, Gegni, Feng og Rannsóknagagnasafni Islands. Leitað var til 40 einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa fengist við ritun efnis á þessu sviði, svör bárust frá 15 þeirra. Við heimildasöfnun var einnig leitað aðstoðar starfsmanna rannsóknarsviðs Háskóla Islands og bókasafnsfræðinga Þjóðarbókhlöðu við að finna efni í skrám um rannsóknir við Háskóla Islands. Niðurstöður Alls fundust 187 heimildir um verki og verkjameðferð skrifað- ar af Islendingum á árunum 1980 - 2003. Birtingarstaður gagna Höfundar birtu/kynntu skrif sín á mismunandi vettvangi sem gróflega má skipta í 5 flokka: 1) Greinar og rannsóknir birtar í fag- eða fræðitímaritum. 2) Greinar birtar í öðrum tímaritum. 3) Bókakaflar, bækur og ritlingar. 4) Utdrættir og veggspjöld á ráðstefnum. 5) Óbirt efni, t.d. BS-ritgerðir, MS-ritgerðir og doktorsritgerðir (sjá 1. töflu). Timarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árg. 2005 Flokkun heimiida eftir því hvar/hvort þær hafa birst. Flokkun heimilda Tíðni % Greinar og rannsóknir birtar í fag- 68 36,4% eða fræðitímaritum Greinar birtar I öðrum tímaritum 18 9,6% Bókakaflar, bækur og ritlingar 3 1,6% Utdrættir og veggspjöld á ráðstefnum 52 27,8 % Óbirt efni 46 24,6% Samtals 187 100,0% Meirihluti heimildanna birtist í fag- eða fræði- tímaritum, eða 36,4% (n=68). Stór hluti þess efnis, sem fannst, hefur hins vegar ekki verið birtur, eða tæp 25% (n=46) (sjá töflu 1). Birtingartími gagna Þegar gögnin eru skoðuð m.t.t. dreifingar yfir tímabilið 1980 - 2003 kernur í Ijós að skrif Islendinga um verki og verkjameðferð hafa farið sívaxandi. A árunum 1980 til 1990 var lítið skrifað um þetta ef-ni, eingöngu fundust 20 heimildir (10,7%). Hins vegar varð mikil aukn- ing á næsta áratug (1991-2000) þar sem 130 heimildir (69,5%) fundust. Athyglisvert er að frá árinu 1996 til 2003 varð gríðarmikil aukning en á þessu 7 ára tímabili fundust alls 118 heimildir eða rúm 66% allra heimildanna. Innihald gagna Þegar titill heimilda var skoðaður m.t.t. innihalds var hægt að greina sex meginþemu á sviði verkja og verkjameðferðar. Þessi þemu eru í grófum dráttum: 1) Börn og verkir. 2) Verkjameðferð. 42

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.