Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 53
Málþing um framtíðarsýn heilsu- gæslunnar fjölgun þeirra sem eru 85 ára og eldri á næstu árum en talið er að þeim muni fjölga um 45% á sama tíma og heildarfjölgun landsmanna verði um 11%. Heilsuvernd aldraðra hófst 2002 í heilsu- gæslunni í Hlíðum. Ibúafjöldi þar er 13.438 og 16% þeirra eru 70 ára og eldri eða 2107. Sent var kynningarbréf til allra íbúa sem voru 67 ára og eldri og þjónustan kynnt. Fræðslufundir eru haldnir fyrir íbúa hverfisins, fræðsla fyrir starfs- fólk og fræðsla fyrir litla hópa um afmarkað efni. Lögð er áhersla á heilsueflandi samtöl, ráðgjöf, skimun og bólusetningar. Heilsuvernd aldraðra hefur verið starfrækt í 3 ár og eldri borg- arar eru ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá. Framtíðarsýnin er að slík þjónusta lcomist á á öllum heilsugæslustöðvum. Heilsuverndin starfar í samvinnu við iðjuþjálfa, lækna, heimahjúkrun, félagsþjónustuna, móttökudeild Landakots og aðstandendur sem fá upplýsingar um úrræði heil- brigðiskerfisins. Að loknu kaffihléi ræddi Anna Elísabet Ólafs- dóttir um tengsl Lýðheilsustöðvar og heilsu- gæsluhjúkrunarfræðinga. Hún sagði hlutverk Lýðheilsustöðvar að efla þekkingu með þátttöku í rannsóknum og kennslu og með árangursmati á aðgerðir, að fræða og breyta viðhorfum og vera stjórnvöldum til ráðgjafar og hafa áhrif á bættar aðstæður. I einni setningu mætti segja að hlutverk stofnunarinnar væri að skapa tækifæri til heilbrigðs lífs. Samstarfsmöguleikar Lýðheilsustofnunar og heilusgæsluhjúkrunarfræðinga væru ótal margir. Þannig væri hægt að koma á sameiginlegri fræðslu um skaðsemi óbeinna reykinga og fræðslu um slysavarnir með hjúkrunarfræðingum í ung- og smábarnavernd. Hvað varðar heimahlynningu aldraðra væri hægt að búa til sameiginlegt fræðsluefni um tannheilsu, holla næringu, hreyfingu og geðrækt. Sameiginlega fræðslu um tóbak, áfengi, vímuefni og geðrækt væri unnt að vinna með skólahjúkr- unarfræðingum. I mæðravernd væri unnt að fræða konur um mataræði og hreyfingu og stefna að því að færri konur en 8% reyktu á meðgöngunni en nú reykja 11%. Rannsóknarverkefni væru fjölmörg sem unnt væri að vinna með hjúkruanrfræðingum innan heilsugæslunnar, svo sem áhrif ójöfnuðar á heilsu og líðan fjölskyldunnar, hreyfifærni o.fl. Efla þyrfti geðheilbrigðisvitund og leggja áherslu á geðrækt. Kristín Björnsdóttir, dósent við Háskóla Islands, flutti fyrir- lestur um menntun og mikilvægi sérhæfingar. Hún sagði stefnu Evrópusambandsins að sem flest Iönd einkenndust af hagnýtingu háþróaðrar þekkingar á öllum sviðum. Hún lagði áherslu á að hjúkrunarstarfið væri þekkingarstarf þar sem hjúkrunarfræðingar tileinka sér margháttaða þekkingu í námi og starfi sem þeir beita í umönnun og meðferð. Ráðgjöf og stuðningur verði stöðugt meiri þáttur í hjúkrunarstarfinu. Almenningur hafi mun meiri aðgang að þekkingu en áður og geri meiri kröfur. Forsenda þess að hjúkrun þróist og eflist sem þekkingarstarf sé að þeir hafi möguleika á að endurnýja og dýpka þá þekkingu sem þeir beita í starfi. Kristín sagði frá samspili menntunar og þekkingar og framhaldsnámi við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Islands. Helstu rök fyrir sérhæfingu eru að heilbrigðisþjónustan verði sífellt flóknari, þekking á þröngum sviðum aukist stöðugt þar sem nær ógerlegt er að hafa yfirsýn á öllum sviðum. Sérhæfing eykur gæði þjónust- unnar og starfsánægju. Mikilvægt sé því að leitast við að efla sérhæfingu þar sem það er mögulegt en taka jafnframt tillit til aðstæðna þar sem slfkt er ekki hægt. Þá fjallaði Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent við H.í. um lífsgæði 10-12 ára skólabarna en rannsóknin var unnin af henni, Brynju Örlygsdóttur hjúkrunarfræðingi og Ragnari Ólafssyni sálfræðingi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna lífsgæði 10-12 ára skólabarna, áhrif vináttu, tengsl barnanna við skólann, tilfinningalega líðan þeirra og sýn á eigin heilsu- eflingu. Þátttakendur voru íslensk skólabörn á aldrinum 10- 12 ára í 12 grunnskólum Reykjavíkur, foreldrar barnanna og kennarar þeirra. Lífsgæði voru metin út frá heimsóknum til skólahjúkrunarfræðinga, hvort viðkomandi var þolandi eða ger- andi eineltis, hvort viðkomandi var greindur með Iangvinnan sjúkdóm og eftir kyni og aldri. Erla sagði mat á lífsgæðum hjálplegt til að aðgreina þá sem eiga við heilsufarsvanda að stríða og til að spá fyrir um ákveðna útkomu. Fyrirlesarar tóku svo þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri var Ingibjörg Asgeirsdóttir. Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árg. 2005 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.