Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Síða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Síða 52
Þátttakendur i pallborðsumræðum Málþing um framtíðarsýn heilsugæslunnar Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri, sagði frá framtíðarsýn heilsugæsluhjúkrunar. I fyrirlestri sínum fjallaði hún um hin ýmsu svið heilsugæslunnar, svo sem ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæslu, mæðravernd, móttöku, heilsuvernd aldraðra og heimahjúkrun. Mikilvægustu verkefni á sviði ung- og smá- barnaverndar taldi hún vera að endurnýja handbók, endurskoða 31/2 og 5 ára skoðanir, huga að breytingum á sprautugjöfum og efla upplýsingar og aðstoð við aga og uppeldi barna. Þá þyrfti að efla rannsóknir og þróunarstarf og auka samvinnu við Háskólann á því sviði. Efla þyrfti sérfræðiþekkingu innan Miðstöðvar heilsu- verndar barna varðandi svefn og svefnvandamál, óværð, brjósta- gjöf, nýbúa og fyrirbura. I skólaheilsugæslu þyrfti að fjölga stöðu- gildum og stefna að því að 600 nemendur væru á hvert stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Auka þyrfti faglega þekkingu og yfirsýn hjúkrunarfræðinga með endurmenntun og skipulagðri fræðslu og stuðla að því að fyrir liggi metnaðarfull stefna í skólaheilsu- gæslunni en vinnuhópur er starfandi á því sviði sem stendur. Þá þyrfti að stuðla að samræmingu í starfi skólahjúkrunarfræðinga með notlcun handbókar og Iskráar sem er skráningarkerfi skóla- hjúkrunarfræðinga. Koma þyrfti á heilsugæslu í framhalds- skólum og efla samstarf þeirra meðferðar- og stuðningsaðila sem skólahjúkrun sjá um. Hvað mæðravernd varðar þá þyrfti að samræma fyrirkomulag þar, nýta sem best þekkingu hjúkrunar- fræðinga og efla mæðravernd sem bakland fyrir heilsugæsluna og efla þróun og rannsóknir. Þá þyrfti að efla og samræma almenna hjúkrunarmóttöku á heilsugæslustöðvum. Heilsuvernd aldraðra þyrfti að vera til staðar á öllu landinu og byggja þyrfti brú milli heilsugæslu og heimahjúkrunar. Efla þyrfti fagmennsku í heima- hjúkrun og auka samstarf við landlækni og Lýðheilsustöð. Sesselja Guðmundsdóttir, sviðstjóri ung- og smábarnasviðs, sagði frá sögu ung- og smábarnaverndar sem rekja má til Líknar 1927. 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árg. 2005 Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur tók svo til starfa 1953, heilsugæslustöðvar voru stofn- aðar 1974 og Miðstöð heilsuverndar barna árið 2000. 2003 var ákveðið að Miðstöð heilsuverndar barna þjónaði öllum börnum á landinu frá fæðingu til 17 ára aldurs. Fyrstu árin voru helstu vandamál vannæring, ýmsir smitsjúkdómar og ungbarna- dauði en nú tengjast vandamál breyttu samfélagi, svo sem að íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu eykst, meðalaldur mæðra með fyrsta barn hefur hækkað, þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur aukist, hlut- fall erlendra mæðra hefur hækkað, hjónaskilnuð- um hefur fjölgað, slysum hefur fjölgað og einstakl- ingsgjaldþrotum líka svo nokkur dæmi séu tekin. Sesselja taldi að efla þyrfti þverfaglegt samstarf til að efla brjóstagjöf og samræma þyrfti fræðslu og ráðgjöf í því sambandi en nú eru starfandi tveir brjóstagjafaráðgjafar í Miðstöð heilsuverndar barna. Efla þyrfti sérþekkingu varðandi svefn og svefnvandamál. Þá þyrfti að sinna þroskaheftum foreldrum betur og auka fræðsluefni þar að lút- andi. Hún sagði hjúkrunarfræðinga hitta foreldra 11 sinnum fyrsta æviár barnsins og gætu því komið ýmsum upplýsingum til skila og haft mikil áhrif á h'f barnsins. Foreldrar búast við hágæðaþjónustu og huga þyrfti betur að tilfinningalegum og geð- rænum vandamálum mæðra og barna. Ragnheiður Osk Erlendsdóttir, sviðstjóri skóla- sviðs, sagði frá þróun skólahjúkrunar undanfarin 30 ár og sagði þau markmið sem sett voru 1977, enn í fullu gildi. Mikilvægi skólahjúkrunar fælist ekki síst í því að skólahjúkrunarfræðingar geta verið í sambandi við öll börn á skólaaldri og foreldra þeirrra og sinnt ráðgjöf, fræðslu og haft eftirlit með heilbrigði. Hvað framtíðarsýn varðaði þyrfti að huga að mönnun, vinnufyrirkomulagi, grunnstarf- semi og samstarfi við sérhæfðari starfsemi og vinna þróunar- og rannsóknarstarf. Framtíðarsýnin væri vel skipulögð og samræmd þjónusta sem byggð- ist á rökstuddum grunn- og árangursmælingum í fjörugu umhverfi þar sem allir geta tekið þátt í þróun og uppbyggingu þjónustunnar. Vinna þyrfti bug á draugum fortíðarinnar, nauðsynlegt væri að geta endurskoðað þjónustuna og nýta hæfni starfsmanna. Einkenni þeirra, sem starfa við skóla- hjúkrun, væri mikið sjálfstæði, frumkvöðlaeðli, sjálfsbjargarviðleitni, þrautsegja og dugnaður. Eva Hreinsdóttir sagði frá heilsuvernd aldraðra í heilsugæslunni í Hlíðum. Hún lagði áherslu á

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.