Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 12
manni, hlaut rúmlega 27 prósent atkvæða og 31 þingsæti, stjórnar- andstöðubandalagið Yelk (Leiðin út) níu þingsæti, og Armenska byltingar- sambandið, sem studdi ríkisstjórn Repúblikanaflokksins, sjö þingsæti. Flokkur Levons Ter-Petrosyan, for- seta Armeníu á árunum 1991 til 1998, hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda og náði ekki mönnum inn á þing. Fátækt og spilling Þó að það sjáist ekki endilega í mið- borg höfuðborgarinnar Jerevan þá er fátækt mjög mikil í Armeníu. Landsframleiðsla á hvern Armena var rúmlega fimm sinnum minni en á hvern Íslending á síðasta ári. Landið er sérstaklega háð fjárfest- ingum Rússa og brottfluttra Armena og er stór hluti innviða Armeníu í eigu Rússa. Spilling er samkvæmt flestum mælingum mikil og viðvarandi vandamál í Armeníu og hefur fyrr- verandi forsætisráðherra, Tigran Sargsyan, sagt hana mestu hindr- unina sem ryðja þurfi úr vegi til að hægt sé að koma á nauðsynlegum umbótum með það að markmiði að bæta efnahaginn og leysa þjóðina úr viðjum fátæktar. Rótgróin menning valdamisnotk- unar, frændhygli og mútuþægni og óljós skil stjórnmála og viðskipta- lífs eru á meðal þátta sem gera það að verkum að landið skipar nú 113. sæti á 176 ríkja lista samtakanna Transparency International yfir spilltustu ríki heims þar sem minnst spilling mælist í því ríki sem skipar efsta sæti listans. Fangar sögunnar Annar þáttur sem gerir Armenum erfitt fyrir og hamlar framþróun í landinu er samskipti landsins við tvö af þeim fjórum ríkjum sem Armenía á landamæri að. Vegna langvinnra deilna Armeníu við Tyrkland og Aserbaídsjan hafa landamæri bæði í austri og vestri verið lokuð frá fyrstu árum tíunda áratugarins. Deilur Armena og Tyrkja má rekja lengst aftur í aldir en kristallast nú í þeirri kröfu Armena að Tyrklands- stjórn viðurkenni atburði sem urðu árið 1915 sem þjóðarmorð. Þegar Tyrkir urðu þátttakendur í fyrri heimsstyrjöld sáu stjórnvöld sér leik á borði og ráku Armena sem bjuggu í austurhluta Anatólíuskagans og höfðu gert tilraun til uppreisnar um tuttugu árum fyrr, á brott til land- svæða sunnar í heimshlutanum. Gríðarlegur fjöldi Armena lét lífið á leiðinni og er fullyrt að sveitir tyrk- neska hersins hafi skipulega beitt Armenana ofbeldi. Ómögulegt er að segja til um það hve margir Armenar hafi látið lífið á þessum tíma en er talið að það geti hafa verið allt að ein og hálf milljón manna. Tyrkir hafna þessu og segja Armenana einfaldlega hafa verið fórnarlömb átaka heimsstyrjaldar- innar. Alls hafa nú tæplega þrjá- tíu ríki viðurkennt atburðina sem þjóðar morð, meðal annars Þýska- land, Frakkland, Ítalía, Rússland, Kanada og 45 ríki Bandaríkjanna. Víglína í austri Deilurnar við Asera snúast hins vegar fyrst og fremst um Nagorno Karabagh, landsvæði innan landa- mæra Aserbaídsjan þar sem íbúar eru að langstærstum hluta Armenar. Armenar og Aserar áttu í mann- skæðu stríði á árunum 1988 til 1994 þar sem tugir þúsunda féllu í valinn áður en samið var um vopnahlé. Mikil spenna hefur verið á landa- mærum ríkjanna æ síðan og bloss- uðu átök síðast upp á ný fyrir alvöru fyrir um ári í Fjögurra daga stríðinu svokallaða. Er áætlað að um 350 manns hafi þar fallið þó að þær tölur séu vissulega mjög á reiki. Það segir sig sjálft að rótgrónar deilur Armeníu við nágrannaríkin og landlæg spilling heima fyrir munu áfram reynast Armenum erfið. Ekki lítur út fyrir að einhver lausn náist í þessum málum á næstu árum. Hvert Armenía stefnir á sömuleiðis enn eftir að koma í ljós en með nýaf- stöðnum kosningum hafa hins vegar verið ritaðar fyrstu línur nýs kafla í áhugaverðri og á löngum köflum sorglegri sögu armensku þjóðar- innar. Artashat Ararat Ashtarak Maralik Gumri Spitak Vanatzor Tashir Stepanavan Ijevan Alaverdi Sevan Gavar Sotk Goris Kapan Dilijan Hrazdan Charentsavan Masis Vagharshapat Armavir Anipemza Artik Martuni Vardenis Jermuk Meghri Angeghakot Arzni Aparan Abovyan Sisian Garni Talin Aragatsavan Ashotsk Vayk Margara Dastakert Yeghegnadzor Yerevan T Y R K L A N D ASERBAÍDSJAN ÍRAN G E O R G I A GEORGÍA ASERBAÍDSJAN A rm en ía Gjaldmiðill: Dram Flatarmál: 29.743 ferkílómetrar Íbúafjöldi: Um 3,0 milljónir Höfuðborg: Jerevan Opinbert tungumál: Armenska km2 Save the Children á Íslandi ↣ Skráning á islandsstofa.is eða í síma 511 4000 Sandja Brügmann, sem rekur ráðgjafastofuna The Passion Institute, fjallar um mikilvægi sjálfbærni- og umhverfisvottana í alþjóðlegu markaðsstarfi. Föstudagur 28. apríl | Silfurbergi í Hörpu | kl. 11 - 13 DAGSKRÁ Ávarp formanns Sigsteinn Grétarsson, formaður stjórnar Íslandsstofu Ávarp ráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Skýrsla stjórnar Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu Sustainable Leadership as driver in International Branding Sandja Brügmann, sérfræðingur í sjálfbærum rekstri Mikilvægi sjálfbærni- og umhverfisvottana í alþjóðlegu markaðsstarfi Eigum til á lager ítalskt skrautjárn sem hentar í handrið o.. Getum einnig sérpantað smíðajárn. ÍTALSKT SMÍÐAJÁRN Ingi@jarnprydi.is | Gsm: 822 1717 Verið velkomin á opinn kynningarfund um MBA-námið við Háskólann í Reykjavík. 24. apríl kl. 12 - 13 í stofu M209. Viltu ná forskoti? Opið fyrir umsóknir til 30. apríl Nánar á: hr.is/mba AÐALFUNDUR FLOKKS FÓLKSINS Verður haldinn á skrifstofu flokksins að Hamraborg 10, Kópavogi, þann 29. apríl 2017 kl. 13.00. Dagskrá: • Kosning fundarstjóra og fundarritara • Skýrsla stjórnar lögð fram • Reikningar lagðir fram til samþykktar • Lagabreytingar • Ákvörðun félagsgjalds • Kosning stjórnar og endurskoðanda • Önnur mál Fundurinn er aðgengilegur félagsmönnum í Flokki Fólksins sem staðfest hafa félagsaðild sína með greiðslu félagsgjalds. Tilkynna skal þátttöku á fundinn, með minnst viku fyrirvara með því að senda tilkynningu í gegnum heimasíðuna flokkurfolksins.is eða með því að hafa samband við skrifstofu í síma 555 0001 eða 863 6200. Ef um framboð til stjórnar eða varastjórnar er að ræða þá skal skila þeim skriflega á skrifstofu flokksins fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 26. apríl n.k Stjórnin 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 1 -E D F 8 1 C B 1 -E C B C 1 C B 1 -E B 8 0 1 C B 1 -E A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.