Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 20
Hugmyndin að vís-indagöngu á Degi jarðar kviknaði í Bandaríkjunum  í tilefni af  ákvörð-unum Donalds Trump  um að  virða vísindi á sviði loftslagsmála að vettugi.  Úr henni  varð alþjóðahreyfing svo í dag verður gengið víða um lönd í þágu vísindanna.  Í Reykjavík verður lagt upp frá Skólavörðuholti klukkan 13. Erna Magnúsdóttir er forseti Vís- indafélags Íslendinga. Hún segir niðurskurð fjármagns til vísindaiðk- ana í Bandaríkjunum hafa víðtæk áhrif og takmarka möguleika fólks til að stunda rannsóknir og miðla þekkingu sinni. „Ef Bandaríkjastjórn ætlar í alvör- unni að afneita loftslagsvísindum þá snertir það alla á jörðinni, meðal annars okkur Íslendinga,“ segir hún og heldur áfram: „Bandaríkja- menn setja tóninn í stóru sam- hengi, bæði menga þeir þjóða mest en hafa líka verið leiðandi á flestum sviðum vísinda lengi, þannig að ef þeir draga úr stuðningi við rann- sóknir og uppgötvanir þá hefur það áhrif um allan heim.“ Erna segir háskólana hér á landi  búa við  viðvarandi niður- skurð sem einnig hafi áhrif á rann- sóknir. „Búið er að gefa okkur loforð í meira en áratug um að við ætlum að ná meðaltali  OECD-landanna í fjárframlögum til vísinda en það er alltaf svikið. Ný ríkisstjórnar- áætlun sýnir svart á hvítu að ekki eigi að standa við þau nú. Það telst ekki metnaðarfull stefna því mörg  OECD-landanna  eru mun fátækari en Ísland.“ Annað sem gangan stendur fyrir er krafa um að teknar séu upp- lýstar ákvarðanir sem byggja á stað- reyndum, meðal annars á Alþingi að sögn Ernu. „Það er ekki nóg að hlusta á fræðafólk þegar það hentar og tala það svo niður þegar rann- sóknir þess passa ekki eigin skoð- unum. Skemmst er að minnast umræðunnar  á þingi um nýlegt áfengisfrumvarp. Þar var gert lítið úr faraldsfræðilegum niðurstöðum rannsókna á sölu áfengis í matvöru- verslunum. Við viljum koma vísind- um á dagskrá því við notum vísindi í lífinu, sama hvað okkur finnst.“ gun@frettabladid.is Ganga fyrir vísindi Gengið verður frá Skólavörðuholti klukkan 13 í dag, á Degi jarðar. Eftir gönguna er efnt til fundar í Iðnó um stöðu vísinda í heiminum. Kalina Karpalova vísindamaður við Líffræðideild HÍ, Anna Heiða Ólafsdóttir, í stjórn Samtaka kvenna í vísindum, Bryn- dís Marteinsdóttir, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga, Sigrún Ólafsdóttir, félagsfræðingur og prófessor við HÍ, og Henning Úlfarsson, stærðfræðingur og lektor við HR. FRéttABLAðið/GVA Það er ekki nóg að hlusta á fræðafólk Þegar Það hentar og tala Það svo niður Þegar rannsókn- ir Þess passa ekki eigin skoðunum. Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar? 27. apríl n.k. kl. 17:00 býður Norræna félagið, í samstarfi við Halló Norðurlönd, og EURES evrópsk vinnumiðlun upp á upplýsingafund þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning, atvinnuleit og nám í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Fulltrúar frá EURES, Halló Norðurlönd og Ríkisskattstjóra verða með kynningu og sérfræðingur frá Rannís kynnir upplýsingastofu um nám erlendis og Europass. Fundur er haldinn í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1, 103 Reykjavík í fundarsal á 1. hæð. Gestir eru hvattir til að mæta stundvíslega. Skráning á fund fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: eures@vmst.is fyrir 26. apríl. 333 krá dag* 365.is Sími 1817 *9.990.- á mánuði. 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r20 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð helgin 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 1 -E 9 0 8 1 C B 1 -E 7 C C 1 C B 1 -E 6 9 0 1 C B 1 -E 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.