Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 27
Hundruð Rúmena voru lokkuð til landsins með lof- orði um atvinnu. Þegar þeir voru komnir til Dan- merkur og komnir með kennitöl- ur og aðgang að dönsku banka- kerfi upphófst misneytingin. Þeir voru neyddir til að skuldsetja sig og stela. Til dæmis voru þeir neyddir til að kaupa dýra síma á lánum og leigja bíla. Símarnir og bílarnir voru svo teknir af fólkinu og seldir úr landi. Skuldir Rúm- enanna eru metnar á samtals 40 milljón danskar krónur. Fórnarlömb sem báru vitni sögðu frá illri meðferð, barsmíð- um og hótunum. „ED“, maðurinn sem var talinn forsprakki man- salsins á danskri grund, hélt því hins vegar fram að Rúmenarnir vissu allir af fyrirkomulaginu áður en þeir komu til Danmerkur. Hann viðurkenndi að hafa út- vegað eitt þúsund Rúmenum skilríki með því að útvega þeim falsaða starfssamninga. Fórnar- lömbum var fylgt til að kaupa og leigja bíla og dýran varning, fatnað, skart og fleira. Þá voru þau neydd til að taka sms-lán, þiggja bætur og greiðslur frá ríkinu sem þau þurftu svo að millifæra á gerendur. Þann 25. febrúar 2015 gerði danska lögreglan ásamt danska mansalsteyminu húsleit á 64 stöðum og handtók 98 manns. Tugir fengu stöðu þolenda man- sals, langflestir þeirra karlmenn, en grunur var um misneytingu á meira en þrjú hundruð manns. Aðgerðir lögreglu fóru einnig fram í Rúmeníu, þar voru gerðar 20 húsleitir og átta manns hand- teknir. Rúmlega tuttugu voru ákærðir. Þrettán voru dæmdir til fangelsis- vistar frá einu til átta ára. Þegar afplánun lýkur verða tólf þeirra sendir úr landi og fá aldrei að snúa aftur til Danmerkur. Sá þret- tándi sem hlaut dóm var danskur ríkisborgari. Danmörk: Vespuhreiðrið Opið virka daga frá kl. 8:30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Bosch uppþvottavélar með Zeolith®-þurrkun Bosch gæði í sérhverju smáatriði Kemur allt blautt úr uppþvottavélinni? Finnst þér það ekki aðeins hálfunnið verk? Það er þreytandi og hreinn óþarfi að þurfa að láta leirtauið þorna sjálft eftir að það hefur verið tekið úr vélinni eða þá að þurrka það með viskustykki. Hér kemur lausnin á vandanum. Bosch uppþvottavélar með Zeolith®-þurrkun skila sérlega þurru og glitrandi hreinu leirtaui. Jafnvel plastið verður einnig þurrt. Leyndarmálið við Zeolith®-þurrkunina felst í því að láta hið náttúru- lega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Þetta þýðir að uppþvottavélar með Zeolith®-þurrkun lenda í besta orkuflokknum. Og þurrka dásamlega. Svo mælum við sérstaklega með nýju kerfi, 60° C hraðkerfi. Einstaklega hraðvirkt og öflugt. Sjö karlmenn í Svíþjóð voru í mars handteknir í tengslum við barna- níð og grun um mansal. Mennirnir höfðu verið vinir í meira en tuttugu ár og voru hand- teknir á heimilum sínum í tengslum við viðamikla rannsókn lögreglu. Gögn um samskipti þeirra á milli sýna fram á skelfilega sjúkar áætlanir þeirra um að ræna flótta- börnum og nauðga til dauða. Mennirnir ræða sín á milli um það að enginn taki eftir því að þessi börn hverfi og ræða um heppilega staði til að ræna þeim, svo sem bílakjallara við stórmarkað. Þá ræða þeir um að halda börnunum í hljóðeinangraðri íbúð. Að minnsta kosti fimmtíu börn eru talin þolendur mansals í Sví- þjóð á síðasta ári. Flest málanna tengjast kynlífsþrælkun og betli og því tekur lögregla allar vísbending- ar um ofbeldi gegn flóttabörnum alvarlega. Svíþjóð: Flóttabörn í hættu Finnskir dómstól- ar dæmdu hinn 54 ára gamla Kari Olavi Mauranen, lektor í háskóla í Austur-Finn- landi, í rúmlega níu ára fangelsi. Hann var ákærður vegna man- sals, nauðgana, barnaníðs og vörslu og dreifingar barnakláms. Kari hélt barnungri stúlku sem kynlífsþræl. Þolandinn hitti Kari þegar hún var fjórtán ára í gegnum netið. Hann misnotaði hana við fyrstu kynni og seldi öðrum aðgang að henni í tvö ár og hirti um 90 prósent ágóðans. Dómstólar mátu sem svo að Kari hefði selt stúlkuna um það bil 400 karl- mönnum á tveggja ára tímabili. Stúlkan taldi sjálf að hún hefði verið seld 640 sinnum og sagði frá líflátshótunum hans í sinn garð. Hún var bundin, þrengt að hálsi hennar og hún barin. Hún þurfti að biðja Kari leyfis um alla hversdagslega hluti og bar vitni um að hann áliti hana eign sína. Stúlkan glímdi enn enn við afleiðingar ofbeldisins ári seinna og í máli sérfræðinga sem voru kallaðir fyrir dóminn kom fram að hún öskraði í svefni og þyrfti sterk róandi lyf til þess að komast af. Finnland: Lektor með kynlífsþræl Fyrrverandi stjórnmálamaður fyrir norska Verkalýðsflokkinn var ákærður í desember á síðasta ári vegna mansals í tengslum við upprætingu norsku lögreglunnar á stórum barnaníðshring. Málið er kallað Operation Dark Room af lögreglu og fjölmiðlum. Maðurinn sem er á fimmtudags- aldri er sakaður um að hafa beðið um misþyrmingar og nauðganir á börnum á Filippseyjum sem var streymt til hans á rauntíma í tölvu hans í Noregi. „Við höfum ákært manneskju fyrir mansal. Það er í tengslum við beinar sendingar frá Filippseyjum, og það eru vísbendingar um að þetta hafi farið fram í fjölmörg ár,“ sagði Janne Ringset Heltne ákærandi við Bergens Tidende um málið eftir handtökuna. Í svipuðu máli í Noregi hefur 62 ára gamall maður játað að hluta að hafa níðst á 62 börnum, þar af tuttugu sem var misþyrmt að beiðni mannsins. Noregur: Myrkraherbergið visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 2 2 . A p R í l 2 0 1 7 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C B 1 -F C C 8 1 C B 1 -F B 8 C 1 C B 1 -F A 5 0 1 C B 1 -F 9 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.