Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 26
eru gjörsamlega fastir í aðstæðum og finnst þeir ekki geta leitað sér hjálpar.“ Þarf meiri skilning Snorri segir að á þessum tíma hafi fáir haft áhuga á þessum málaflokki, mansali. „Nema lítill hópur sem vildi auka fræðslu og færni til þess að tak- ast á við þessi mál. Þetta viðgekkst ekki hér á landi, að mati margra, og eina sakfellingin tengdist erlendum aðilum,“ segir Snorri og vísar í mál Litháanna. „Það hefur þurft að velta mörgum steinum til að breyta við- horfi fólks og með fræðslu hefur það tekist mjög vel. Það vantaði meiri skilning á mansali og þekkingu og þegar það gerðist fór fólk að taka við sér. Ekki bara í samfélaginu heldur líka hjá lögreglu. Enn í dag hafa einstaklingar samt ekki sýnt þessu skilning og bent á að lögreglan ætti að sinna mikilvægari málefnum jafn- vel þó að flestallar alþjóðastofnanir og erlend lögregluyfirvöld hafi varað við þeirri hættu sem steðjar að gagn- vart mansali í skipulagðri brotastarf- semi. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu bætti við einingu sem rannsakar þessi mál og það má segja að þar sé mesta þekkingin í dag en hún er að aukast hjá öllum lögreglumönnum jafnt og þétt. Við verðum líka að vera vakandi fyrir því sem er að gerast hér með auknu flæði fólks. Hvað var til að mynda dæmdur nauðgari grunaður um mansal í heimalandi sínu að gera með barni sem hann sagði yfirvöldum hér á landi að væri sonur sinn sem hann var svo alls ekki? Þetta er eitt dæmið um birtingarmyndir þeirra mála sem lögreglan hefur fengist við á síðustu árum,“ nefnir Snorri og vísar í mál Skender Berisha sem var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fjórtán ára dreng til landsins. Skender framvísaði föls- uðum skilríkjum, bæði fyrir sig og drenginn, og hélt því fram að hann væri faðir hans. Dæmdur fyrir smygl „Við rannsókn málsins kom í ljós að þessi maður var dæmdur fyrir smygl á fólki í heimalandi sínu og grunaður um mansal. Stráksins var leitað af for- eldrunum. Þessi ungi strákur var orðinn háður geranda sínum þarna og það var erfitt að nálgast hann. Það skorti úrræði og hann var sendur á Stuðla sem var auðvitað ekki nægi- lega gott. Það tókst ekki að sýna fram á hver hagnýtingin var og því var Skender dæmdur fyrir smygl en ekki mansal. Strákurinn er að því ég best veit nú kominn til foreldra sinna. Er orðinn sextán ára gamall og ég vona að hann nái sér,“ segir Snorri. Hann minnir á að langoftast sé mjög erfitt að nálgast þolendur í mansali. „Þetta eru einstaklingar sem hafa misst allt traust á mann- skepnunni vegna ofbeldis og svika og rannsóknir byggjast á samstarfi við þolendur. Sumir þeirra sem við höfum rætt við hafa þurft að upp- lifa ítrekaðar nauðganir og annað ofbeldi og stundum gera þeir sér ekki grein fyrir því hvar í heiminum þeir eru staddir og eru algjörlega háðir þeim sem hagnýta sér þá. Traust til yfirvalda getur svo verið af skornum skammti og það h j á l p a r ekki við að m y n d a traust. E i n n einstakl- i n g u r í máli hjá o k k u r v i l d i t i l a ð m y n d a f á a ð t a k a lest frá Íslandi t i l heima- lands- ins á meðan annar spurði hvað þetta land héti,“ segir Snorri og segir málin geta verið flókin og erfið viðureignar. Flókin mál og þung „Ég minnist þess eitt árið þegar við ræddum við erlendar konur sem grunur lék á að væru þolendur mansals. Þær voru barnshafandi. Við tókum grunsemdirnar mjög alvarlega. Grunur lék á að þær hefðu verið sendar hingað til að eiga börn. Svo stóð mögulega til að börnin yrðu tekin af þeim, þær settar aftur í sömu aðstæður, vændi og annað slíkt. Þær voru skíthræddar og það kom í ljós að á þær höfðu verið lögð álög í heimalandinu sem þær lögðu trúnað á. Þær höfðu verið látnar sverja svokallaðan ju-ju eið og trúðu því að segðu þær frá þá myndu þær veikjast og deyja. Þannig sagði ein kvennanna eftir að hafa sagt okkur ákveðna frásögn að henni þætti ótrúlegt að hún væri ekki dáin. Hún var hissa á að vera á lífi eftir að hafa sagt frá.“ Í þessu máli fékk lögreglan til liðs við sig kaþólskan prest. „Það átti að reyna það, fá hann til að fremja særingarathöfn, en þær treystu honum ekki. Rannsókn þessa máls sýnir hversu flókin málin geta verið og rannsókn þeirra,“ segir Snorri og minnir á að í þessum málaflokki eigi lögregluvinna eigi ekki bara að snúast um handtökur, gæsluvarð- hald eða dóma. Það sé mikilvægt að fyrirbyggja og koma þolendum til hjálpar. „Þetta snýst líka um að koma í veg fyrir brotastarfsemi, sama af hvaða tagi hún er og mansal er engin undantekning hjá okkur í dag. Auð- vitað glímum við síðan við erfiðan niðurskurð og það hefur því miður bitnað á allri starfsemi lögreglu en maður vonar alltaf að bjartari tímar séu fram undan, það er ekkert annað hægt.“ Heldur þú að þrátt fyrir þessi dæmi sem hefur verið greint frá í fréttum síðustu ár séu Íslendingar enn í afneitun? „Já, auðvitað, það er bara mannlegt. Við viljum ekki viður- kenna að hér á Íslandi séu þrælar þó að þau mál sem hafi komið upp hér á landi sýni það svart á hvítu. Þau mál sýna okkur það að við getum ekki leyft okkur að vera í afneitun.“ Þótt þau hafi ekki öll leitt til ákæru eða sakfellingar? Eins og varð raunin með meint mansal í Vík í Mýrdal? „Já, mikið rétt, þetta eru raunveruleg dæmi. Við erum hreinlega að kljást við það að fá fólk til samstarfs. Það er fullkomlega eðlileg ástæða fyrir því. Fólk er hrætt. Það vill segja manni söguna en svo kemur að því að maður tilkynnir að nú verði að halda áfram með rannsókn, hand- taka gerendur sem eru tengdir þessu. Þá fer fólk alveg í baklás. Ég vil ekki ræða sérstaklega um þá niðurstöðu sem varð í máli kvennanna sem var haldið í Vík. Það lágu ákveðin gögn fyrir ákæru- valdinu sem það tók afstöðu til. En ég gleymi aldrei svipnum á þeim þegar við framkvæmdum húsleit vegna þessa máls og sögðum þeim að við værum komnir til að hjálpa þeim. Gleðin í svip þeirra var svo mikil.“ visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi Brot af fréttum um mál sem Snorri Birgisson ræðir um. Þannig sagði ein kvennanna eftir að hafa sagt okkur ákveðna frásögn að henni Þætti ótrúlegt að hún væri ekki dáin. hún var hissa á að vera á lífi eftir að hafa sagt frá. Allir sjóðfélagar, fulltrúar launagreiðenda og fulltrúar viðkomandi stéarfélaga eiga ré til fundarsetu og hafa málfrelsi og tillöguré Reykjavík, 7. apríl 2017 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar Ársfundur 2017 Yfirlit yfir aomu ársins 2016 Í stjórn sjóðsins eru Skúli Helgason, formaður, Ása Clausen, Heiðar Ingi Svansson, Hildur Sverrisdóir og Þorgrímur Hallgrímsson. Framkvæmdastjóri er Gerður Guðjónsdóir. Efnahagsreikningur (í milljónum kr.) 2016 2015 Eignarhlutir í félögum og sjóðum 9.670 7.731 Skuldabréf 64.218 63.521 Bundnar bankainnistæður 172 1.757 Kröfur 237 306 Handbært fé 60 105 Skuldir -295 -195 __________ __________ Hrein eign til greiðslu lífeyris 74.062 73.225 Breyting á hreinni eign (í milljónum kr.) Iðgjöld 2.527 2.109 Lífeyrir -4.138 -3.606 Hreinar ’árfestingatekjur 2.606 6.458 Rekstrarkostnaður -159 -151 __________ __________ Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 836 4.810 Hrein eign frá fyrra ári 73.226 68.415 __________ __________ Hrein eign til greiðslu lífeyris 74.062 73.225 Kennitölur Nafnávöxtun 3,4% 9,3% Hrein raunávöxtun 1,3% 7,2% Raunávöxtun (5 ára meðaltal) 4,0% 4,4% Raunávöxtun (10 ára meðaltal) 4,0% 4,3% Hrein eign umfram heildarskuldbindingar 22,9% 26,7% Virkir sjóðfélagar 446 498 Fjöldi lífeyrisþega 3.480 3.299 Starfsemi sjóðsins á árinu Starfsemi sjóðsins var með hefðbundnum hæi. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 74.062 m.kr. í árslok 2016 en raunávöxtun sjóðsins nam 1,3%. Á árinu 2016 greiddu 446 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins en 17.257 sjóðfélagar eiga réindi í sjóðnum. Að meðaltali fengu 3.480 einstaklingar greiddan lífeyri frá sjóðnum á árinu 2016 og nam hann um 4.138 m.kr. Rekstrarkostnaður sjóðsins var um 159 m.kr., sem jafngildir 0,2% af meðalstöðu eigna. Enginn starfsmaður var á launaskrá hjá sjóðnum, en Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur frá 1. júní 1999 annast rekstur sjóðsins. Tryggingafræðileg úekt sem miðar við árslok 2016 sýnir að heildar- staða sjóðsins var jákvæð um 22.676 m.kr. ef tekið hefur verið tillit til hlutdeildar launagreiðenda í greiddum lífeyri. Sjóðfélagar Á árinu 1998 var sjóðnum lokað fyrir nýjum sjóðfélögum. Aðeins þeim sem greiddu til sjóðsins á þeim tíma er heimilt að greiða áfram til hans, enda hafi iðgjald verið grei til sjóðsins óslitið frá þeim tíma. Þea eru þeir sem greiddu iðgjöld vegna starfa hjá Reykjavíkurborg, stofnunum borgarinnar, sjálfseignastofnunum eða félögum skráseum hjá borginni eða sem borgin á aðild að og voru iðgjaldaskyldir til sjóðsins. Samþykktir sjóðsins gera ekki ráð fyrir að iðgjöld til hans og ávöxtun þeirra dugi fyrir lífeyrisgreiðslum. Borgarsjóður og aðrir launagreiðendur greiða tiltekinn hundraðshluta lífeyris samkvæmt ákvörðun borgar- stjórnar að fenginni umsögn sjóðstjórnar og tryggingastærðfræðings. Ársreikning LsRb 2016 er hægt að finna í heild sinni á li®ru.is/lsr. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn mánudaginn 8. maí kl. 17.00 í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál löglega upp borin Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r26 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 2 -0 B 9 8 1 C B 2 -0 A 5 C 1 C B 2 -0 9 2 0 1 C B 2 -0 7 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.