Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 76
Opið fyrir umsóknir til 30. apríl Nánar á: hr.is/meistaranam 24. apríl kl. 12-13 í stofu M325 Velkomin á opinn kynningarfund um meistaranám í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík Umdeildur leiðtogi marði meirihluta Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór síðastliðinn sunnudag í Tyrk- landi var kosið um breytingar á stjórnarskrá landsins. Embætti for- sætisráðherra verður þannig lagt niður og völd forsetans aukin – á kostnað þingsins. En hver er þessi forseti sem vill öll völdin? 1994-1998 Recep Tayyip Erdogan er borgar- stjóri í Istanbúl. Einhverjar áhyggjur uppi meðal andstæðinga hans um að hann myndi innleiða íslömsk lög í borgina; það gerði hann ekki og var raunar nokkuð farsæll borgarstjóri. Umdeild ákvörðun hans um að banna áfengi á kaffi- húsum í borginni hleypti þó illu blóði í andstæðinga hans. 1998 Stjórnmálaflokkur Erdogans, Vel- ferðarflokkurinn, er bannaður. Erdogan afplánar fjóra mánuði í fangelsi fyrir að lesa umdeilt íslamskt ljóð á fjöldafundi í Riiz. Ágúst 2001 Erdogan er einn stofnenda hins íslamska Réttlætis- og þróunar- flokks (AKP). 2002-2003 Undir forystu Erdogans vinnur AKP 363 sæti á þingi af 550. Erdogan er skipaður forsætisráðherra. 2003-2014 Sitjandi forsætisráðherra. júní 2011 AKP vinnur stórsigur í kosningum og þriðja kjörtímabil Erdogans hefst. júní 2013 Mikil mótmæli brjótast út í landinu vegna stefnumála Erdogans, m.a. umdeildra áforma um að breyta al- menningsgarði í verslunarmiðstöð. Þúsundir særðust í átökunum. Mars 2014 Erdogan forsætisráðherra heitir því að „útrýma“ samfélagsmiðlinum Twitter „sama hvað alþjóðasam- félaginu fyndist“. Twitter lokað í landinu. 10. Ágúst 2014 Erdogan kjörinn forseti Tyrklands. 28. Ágúst 2014 Erdogan settur í embætti. Hann lét þá strax hafa eftir sér að hann vildi breyta forsetaembættinu, færa því meiri völd. nóveMber 2014 Erdogan segir á kvennaráðstefnu í Istanbúl að konur og karlar séu ekki jöfn vegna þess að kynin séu eðlis- ólík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lætur umdeild ummæli um konur falla. Áður hafði hann sagt tyrkneskum kvenkyns háskóla- nemum að vera ekki of vandlátar í því að velja sér eiginmenn og hafði beðið allar tyrkneskar konur að eignast þrjú börn. Ævintýralegur ferill Tyrklandsforseta – stiklað á stóru Alls vildu 51,3 pró-sent þeirra sem kusu á sunnudag færa Erdogan aukin völd. 48,7 prósent kærðu sig ekki um þær stjórnarskrárbreytingar sem lagt var upp með. Skoðanakannanir höfðu spáð já-hópnum meiri yfirburðum en raunin varð. Breytingarnar sem Erdogan hefur þráð lengi taka þó ekki gildi fyrr en 2019. Þannig mun Tyrklandsforseti hafa forræði yfir fjárlögum Tyrk- lands, geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla, svo eitthvað sé nefnt. Meðlimir stjórnarandstöðunnar höfðu lýst efasemdum um að þessar breytingar á stjórnarskránni væru yfirhöfuð nauðsynlegar, en Erdogan sagði að þeim væri ætlað að auka öryggi í landinu eftir valdaránstil- raun í júlí á síðasta ári, sem mis- heppnaðist. Neyðarlögum var komið á eftir valdaránstilraunina. Allar Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Erdogan fæddist í febrúar 1954 í borginni Rize, við strönd Svarta- hafsins. Hann er yngstur fimm systkina. Hann var þrettán ára gamall þegar faðir hans ákvað að flytja fjölskylduna til Istanbúl í þeirri von að börnin hans hefðu fleiri og betri tækifæri. Fjölskyldan bjó í hverfi í borginni þar sem grófir ofbeldisglæpir voru daglegt brauð. Æskuvinur Erdogans lýsti í samtali við The Financial Times árið 2004 að Erdogan hefði aldrei verið sérstakur námsmaður, en duglegur í félagslífinu, í rökræðum og haft áhuga á ljóðlist. Sem unglingur seldi Erdogan límonaði og brauð til þess að verða sér úti um vasapeninga. Hann gekk í íslamskan grunnskóla áður en hann sótti sér menntun við Marmaraháskólann í Istan- búl. Þar lærði hann hagfræði og verslun og útskrifaðist svo árið 1981. Þá spilaði hann knattspyrnu og þótti nokkuð vígalegur á vellinum – hann velti því meira að segja fyrir sér að gerast atvinnu- maður í íþróttinni. Liðsfélagi hans sagði í sama viðtali við The Financial Times 2004 að Erdogan hefði aldrei viljað fíflast með þeim eftir leikina; en hæddist að þeim fyrir að drekka áfengi og eltast við stelpur. Erdogan lifði eftir þeim gildum sem íslamstrú gerir ráð fyrir frá unga aldri. ekki kominn af ríku fólki Erdogan hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og vakti athygli fyrir vasklega framgöngu og hæfileika á pólitíska svið- inu. Það er talið honum til framdráttar að hann sé ekki af ríku fólki og margir stuðnings- menn hans lýsa honum sem „manni fólksins“ – sem þekki líf verkafólks og lægri stétta af eigin raun. Vígalegur á vellinum götur síðan hefur Erdogan gengið einkar hart fram gegn stjórnarand- stæðingum, fangelsað tugþúsundir embættismanna og stjórnarand- stöðuþingmanna, hótað að taka upp dauðarefsingu á ný og ýtt grundvall- arréttindum borgaranna í landinu til hliðar – þá lét hann loka hátt í 150 fjölmiðlum, sem honum þóttu sér ekki hliðhollir. Stjórnarandstaðan telur að breyt- ingarnar sem kosið var um feli í sér of mikið vald eins manns, forsetans, og hefur þegar krafist þess að 60 pró- sent atkvæða verði endurtalin vegna þess að óstimplaðir kjörseðlar voru teknir gildir. Kjörstjórn hefur tekið fálega í þær hugmyndir. Erdogan segir hins vegar að breyt- ingarnar séu forsenda þess að lands- menn sjái fyrir endann á þeim póli- tíska óstöðugleika sem hefur viðgeng- ist í Tyrklandi und- anfarin misseri. úrkynjað ferli Dr. Herdís Þorgeirs- d ó t t i r er starfandi lögmaður og einn þriggja varaforseta Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Hún fundaði með tyrkneskum embættismönnum í Ankara vegna málsins og sagði í við- tali á Stöð 2 í vikunni: „Það verður að tryggja að réttar- ríkið sé áfram við lýði og þrígreining ríkisvaldsins sé tryggð og það sé inn- byggt aðhald í stjórnkerfinu. Það er ekki gert með þessum breytingum. Feneyjanefndin hefur miklar áhyggj- ur af þessum breytingum því þetta er mikil afturför fyrir lýðræðið í land- inu. Þetta er stórt skref aftur á bak um ófyrirséðan tíma. Nefndin talaði um í sínum lokaorðum, sem Erdogan var ekki ánægður með, að þetta væri úrkynjað ferli.“ l Erdogan gekk að eiga Emine Gülbaran árið 1978 og saman eiga þau fjögur börn; tvo syni, þá Ahmet og Necmettin, og tvær dætur, þær Estra og Sumeyye. l Hann er súnní-múslimi. ...UM erdogan 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r32 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C B 1 -E 9 0 8 1 C B 1 -E 7 C C 1 C B 1 -E 6 9 0 1 C B 1 -E 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.