Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 22.04.2017, Blaðsíða 80
Farþegarnir setjast um borð í lestarvagninn sem rennur rólega af stað. Leiðin liggur upp í mót með skrúfgangi upp í 200 metra hæð. Ferðalagið tekur tuttugu mínútur, en allir kæra sig kollótta um það enda útsýnið stórkostlegt úr stál- grindarturninum. Á toppi turnsins er glæsilegur útsýnispallur, lýstur upp með þúsundum rafljósa og efst trónir stytta af hinum goðsagna- kennda Atlas með Jörðina á herðum sér. Farþegarnir mega þó ekki drolla lengi á pallinum, því gert er ráð fyrir að tólf þúsund gestir streymi í gegnum turninn á hverri einustu klukkustund. Eitthvað á þessa leið hefði lýs- ingin á Johnstone-turninum sem til stóð að reisa í Chicago árið 1893 getað hljóðað. Tilefnið var heims- sýningin í borginni sama ár og til- lagan var aðeins ein af mörgum hugmyndum um stóreflis turnbygg- ingar á sýningarsvæðinu. Ástæðan var augljós: á heimssýningunni í París fjórum árum fyrr hafði Eiffel- turninn stolið senunni. Stálvirkið var hæsta mannvirki í heimi, gnæfði 300 metra upp í loftið og varð sam- stundis það kennileiti sem flestir tengdu heimssýninguna við. Skiljanlega fannst skipuleggjend- unum í Chicago að þeir þyrftu líka að reisa turn, helst enn hærri eða í það minnsta tæknilega fullkomn- ari, til dæmis með lestarvögnum fyrir gesti. Sá ljóður var þó á þeirri ráðagerð að Parísarsýningin gat gengið í digra sjóði franska ríkis- ins, en vestanhafs átti einkafram- takið að bera hitann og þungann af kostnaðinum. Eiffel-turninn franski fékk líka að standa eftir að sýning- unni lauk, þótt ætlunin væri að rífa hann með tímanum og skapaði því tekjur á næstu árum. Borgaryfirvöld í Chicago tóku hins vegar ekki í mál að slíkar turnbyggingar fengju að standa til frambúðar, svo ljóst var að sala aðgöngumiða upp í turninn á sýningartímanum yrði að standa alfarið straum af byggingu hans. Það dæmi gat aldrei gengið upp, hversu mikið sem menn reiknuðu. Johnstone-turninn varð því aldrei annað en metnaðarfullar teikn- ingar á blaði. Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um arkitekt og Íslandsvin. Stóra myndin Til skamms tíma höfðu sárafáir Íslendingar heyrt getið um arki- tektinn Råvad og tengingu hans við sögu íslenskrar byggingarlistar. Úr því var þó bætt í nýlegum og vinsælum sjónvarpsþáttum Péturs Ármannssonar og Egils Helgason- ar, Steinsteypuöldinni. Råvad var fyrstur allra til að skrifa fræðilega um skipulagsmál á Íslandi og setti fram hugmyndir sem líklega höfðu talsverð óbein áhrif. Alfred Råvad fæddist hið örlaga- ríka ár í Evrópusögunni 1848 og hét þá einfaldlega Alfred Jensen. Að loknu námi í byggingarlist áttaði hann sig hins vegar skjótt á ókost- um þess að heita svo hversdagslegu nafni, en í Kaupmannahöfn einni voru þrír aðrir arkitektar sem kölluðust A. Jensen. Hann sótti því um að fá að kenna sig við fæðingar- staðinn Raadvad, sem breyttist í Råvad með örlitlum lagfæringum. Meðan á Bandaríkjadvölinni stóð breyttist rithátturinn í Roewade, til samræmis við enskan framburð og það er nafnið sem afkomendurnir notast við í dag. Snemma varð ljóst að Råvad væri miklum hæfileikum gæddur sem arkitekt, en jafnframt komu fram önnur skapgerðareinkenni hans sem áttu eftir að móta starfsferil- inn. Råvad var hálfgerður sveim- hugi sem átti bágt með að festa hugann lengi við smáatriði. Þótt eftir hann lægju nokkrar ágætar byggingar, var hann miklu áhuga- samari um stóru myndina: skipulag stærri svæða, bæjarhluta eða heilu borganna. Hann var sérstaklega áhugasamur um áhrif skipulags og byggingarlistar á samfélagið og voru hugmyndir hans á sviði skipu- lagsmála um margt langt á undan sinni samtíð. Að mati Råvads var skortur á góðu heildarskipulagi mesta mein- semd Kaupmannahafnar og þegar árið 1886 útbjó hann sinn fyrsta skipulagsuppdrátt fyrir borgina. Stjórnendur Kaupmannahafnar höfðu á hinn bóginn lítinn skilning á þörfinni og margir áratugir áttu eftir að líða uns fyrsta heildarskipu- lagið var samþykkt fyrir höfuðborg Danmerkur. Áhugaleysi Dana á skipulags- málum átti vafalítið stóran þátt í að Råvad ákvað árið 1890 að flytja með fjölskylduna vestur um haf, rúmlega fertugur að aldri. Heims- sýningin sem verið var að undir- búa í Chicago átti þó vafalaust einnig stóran hlut að máli. Hvergi á byggðu bóli var jafn mikil og stórhuga uppbygging og í Chicago. Tækifærin fyrir snjalla arkitekta og verkfræðinga voru þar á hverju strái og nýjasta tækni var allsráðandi við alla hönnun og framkvæmdir. Af öllum þeim afburðamönnum sem að uppbyggingunni komu í borginni var enginn frægari en Daniel Burnham. Honum er eign- aður heiðurinn af aðalskipulagi Chicago-borgar og skipulagi heims- sýningarinnar, auk þess sem eftir hann stendur fjöldi skýjakljúfa og annarra stórhýsa í Chicago og fleiri bandarískum stórborgum. Enginn nemandi í skipulagsfræðum og sögu nútímabyggingarlistar kemst hjá því að læra um Daniel Burn- ham. Eins og gefur að skilja hafði jafn afkastamikill arkitekt og Burnham fjölda aðstoðarmanna sér við hlið. Sjálfur var hann löngum stundum frekar í hlutverki stjórnmála- manns, sem hafði það aðalhlut- verk að sannfæra yfirvöld og fjár- festa um ágæti tillagna sinna, þótt meira sé á huldu um það hverjir í aðstoðarliðinu fengu einstakar hugmyndir og sáu um útfærslu þeirra. Alfred Råvad, eða Roewade eins og hann nefndist á Ameríku- árunum, var um alllangt skeið sam- verkamaður Burnhams og vilja ýmsir söguáhugamenn (einkum danskir) eigna honum stóra hluti í hinu fræga borgarskipulagi Chicago. Telja þessir sömu aðilar mikið óréttlæti að heilu bækurnar séu ritaðar um Burnham á meðan færslan um Råvad á ensku Wiki- pediunni telur 2-3 línur. En sagan spyr ekki um sanngirni og tilgangslaust er að sýta það að bandarískar sögubækur geri mikið úr afrekum áberandi og lit- ríks heimamanns, en gleymi hæv- erskum aðkomumanni sem fluttist aftur úr landi fáeinum árum síðar. Frá risaturnum til torfbæja Turninn sem aldrei varð átti að heita eftir milljónamæringnum sem hugðist fjármagna ævintýrið og verða heimsfrægur í leiðinni. Og ekki hefði frægð bandaríska verk- fræðingsins sem hannaði tækni- undrið orðið minni, né danska arkitektsins sem réð útlitinu. Sá hét Alfred Råvad og átti sér merki- lega sögu. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út ákvað Alfred Råvad nefnilega að fósturjörðin þarfnaðist hans og hélt aftur til Evrópu. Bróðir athafnamannsins Á leiðinni heim ákvað Råvad að heimsækja bróður sinn í Reykjavík, kaupmanninn og útgerðarmann- inn Thor Jensen. Vegna stríðsins varð hann innlyksa á Íslandi í heil- an vetur árið 1915, gafst honum því rúmur tími til að kynna sér landið og sögu þess, en Råvad hafði alla tíð brennandi áhuga á norrænum fræðum. Þegar til Danmerkur var komið setti Råvad saman stutta ritgerð um byggingarlist Íslendinga sem Dansk-íslenska félagið gaf út á báðum tungumálum. Þótt ritgerðin sé fáar síður er hún stórmerkileg. Höfundurinn gerir sér grein fyrir því að íslensk húsagerð standi á krossgötum. Íslendingar muni á næstu árum og áratugum reisa fjölda stórhýsa, en hafi ekki miklar fyrirmyndir. Sér- kenni byggingasögu landsmanna séu gömlu torfbæirnir og torfkirkj- urnar, sem augljóslega geti ekki svarað kalli tímans og þá sé hætt við að útkoman verði smágerðar eftirlíkingar af evrópskum kirkjum og bárujárnsklædd timburhús með pappaklæðningum að innan, án nokkurra tengsla við íslenskar hefðir. Svar Råvads var að leggja til að form torfbæjanna og -kirknanna yrði varðveitt þótt byggingarefnin væru látin víkja. Þykkir veggir og háir og hvassir húsgaflar myndu skapa sterkt séríslenskt yfirbragð húsa og halda þannig tryggð við ræturnar. Til að útskýra hugmynd sína betur lét arkitektinn fylgja grunnteikningar að sveitakirkju og íbúðarhúsi. Ekki þarf að rýna lengi í teikn- ingarnar til að sjá skyldleikann við ýmis verka Guðjóns Samúels- sonar, sem hefð er fyrir að eigna hugmyndina að því að endurvekja burstabæjarformið í íslenskum arkitektúr. Á þessi tengsl var rétti- lega bent í þáttunum um Stein- steypuöldina. Til að sinna stærri opinberum verkefnum á Íslandi, taldi Råvad þörf á fjórum menntuðum arki- tektum í landinu, til að tryggja að unnt væri að halda samkeppnir um verkefni og koma í veg fyrir að sami maður sæti að öllum húsun- um. Helsta áskorun þessara manna yrði að þróa séríslenskan bygg- ingarstíl, en tilgangslaust væri að horfa þar til eldri stórhýsa á borð við Alþingishúsið og Landsbóka- safnið, til þess væri stíll þeirra of evrópskur. Ekki gat Råvad stillt sig um að ráða Reykvíkingum heilt í skipu- lagsmálum. Taldi hann einsýnt að framtíðarvöxtur bæjarins ætti að vera til suðurs í átt til Hafnar- fjarðar, sem að lokum myndi renna saman í eina samfellda byggð, en ekki til austurs. Öflugar sporvagnasamgöngur myndu svo tengja höfuðborgarsvæðið saman frá suðri til norðurs. Þótt gerð Reykjavíkurhafnar væri byrjuð, taldi hann ekki of seint að hætta við og endurvekja hugmyndir um hafnargerð í Skerjafirði. Öskjuhlíð og svæðið í grennd við hana yrði svo tilvalið fyrir stórbyggingar á borð við háskólabyggingu, nýja sóknarkirkju Reykvíkinga, ýmis konar söfn og skrúðgarða. Frá sjónarhorni skipulagsfræð- innar voru tillögurnar vafalítið bráðsnjallar, en fátt bendir til að ráðamenn hafi tekið þær alvarlega. Langþráð hafnargerðin var farin af stað og enginn áhugi á að slá henni á frest. Sum svæðanna sem Råvad sá fyrir sér sem uppbyggingarreiti tilheyrðu ekki einu sinni Reykja- víkurbæ og uppbygging bæjar- landsins mótaðist fremur af því hvaða lendur væru í eigu bæjar- sjóðs en að djúp hugmyndafræði lægi að baki. En hver veit nema gesturinn danski fái uppreisn æru á næstu árum ef hugmyndir um borgarlínu verða að veruleika? Öflugar SPorvagna- SamgÖngur myndu Svo tengja hÖfuðborgar- Svæðið Saman frá Suðri til norðurS. ERTU LÖNGU HÆTT/UR AÐ REYKJA EN SITUR UPPI MEÐ SKEMMDIRNAR! ÞAÐ ER RAUNVERULEGA HÆGT AÐ FJARLÆGJA REYKINGAHRUKKURNAR Fyrir Eftir PANTAÐU FRÍAN TÍMA Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA 893-0098 Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com Snyrtistofan Hafblik 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r36 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C B 2 -1 0 8 8 1 C B 2 -0 F 4 C 1 C B 2 -0 E 1 0 1 C B 2 -0 C D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.