Fréttablaðið - 20.05.2017, Blaðsíða 6
Gerir sláttinn auðveldari
Cub Cadet sláttutraktorarnir eru afar vandaðir og
vel útbúnir sláttutraktorar sem mæta þörfum og
kröfum vandlátra
garðeiganda og annarra sláttumanna.
Cub Cadet sláttutraktorarnir eru öflugir og
afkastamiklir
og auðveldir í notkun.
Vandaðir garðtraktorar
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
fjallabyggð Bæjarráð Fjallabyggðar
hafnaði beiðni Heilbrigðisstofnunar
Norðurlands(HSN) um að setja á fót
vettvangshóp í Ólafsfirði til að auka
viðbragðsflýti í kjölfar þess að HSN
ætlar að slá af vakt sjúkraflutninga-
manna í Ólafsfirði. Bæjaryfirvöld telja
þetta vera mál ríkis en ekki sveitar-
félaga. Forstjóri HSN segir miður að
ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni.
HSN ætlar að skerða þjónustu á
svæðinu og hafa aðeins sjúkraflutn-
ingamenn á Dalvík og á Siglufirði. Við
það eru íbúar á svæðinu ósáttir. Til
að koma til móts við áhyggjur óskaði
HSN eftir aðkomu sveitarfélagsins að
því setja upp átta til tólf manna við-
bragðssveit.
„Vettvangslið er þannig sett upp að
í samstarfi við slökkvilið eða björg-
unarsveit yrði um tíu manna teymi
sem snýr að því að þegar eitthvað brátt
kemur upp á séu viðbrögð skjót og
lágmarksbúnaður til staðar,“ segir Jón
Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Slík
teymi eru til dæmis á Kjalarnesi, Kópa-
skeri og í Mývatnssveit þar sem svolítill
tími fer í að koma bíl á staðinn.“
„Þetta verkefni er alfarið á ábyrgð
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
og því er það HSN að leysa þau
verkefni sem tengjast heilbrigðis-
þjónustu á vegum ríkisvaldsins í
Fjallabyggð,“ segir í bókun bæjarráðs
Fjallabyggðar sem hvetur forstjóra til
að leita annarra leiða svo ekki þurfi
að koma til þjónustuskerðingar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
þingmaður VG og Ólafsfirðinga,
segir málið grafalvarlegt. „Þetta er á
engan hátt málefni sveitarfélagsins.
Þessi þjónusta er á herðum ríkisins og
það er skylda HSN að koma þessum
málum í réttan farveg. Hér er um
mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða.
Bæði eru auknar samgöngur á Trölla-
skaga vegna ferðamennsku að vetri og
sumri og því mikilvægt að öryggi veg-
farenda sé tryggt,“ segir Bjarkey.
Jón Helgi segir að ákvörðun HSN
standi óbreytt. „Það er miður að ekki
hafi verið fallist á stofnun vettvangs-
hópsins en ekkert við því að gera.
Þetta breytir ekki ákvörðun HSN um
að sjúkrabílnum verði lagt.“
sveinn@frettabladid.is
Engir sjúkraflutningamenn
eru staðsettir á Ólafsfirði
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskaði eftir því á bæjarráðsfundi Fjallabyggðar að bærinn
setti á laggirnar tíu manna viðbragðssveit til að bregðast við því að engir sjúkraflutningamenn eru í
bænum. Bæjarráð hafnaði því snarlega og segir verkefnið vera á vegum ríkisins en ekki sveitarfélaganna.
Hönd í hönd
Jón Helgi
Björnsson,
forstjóri HSN
Bjarkey Olsen
Gunnarsdóttir,
þingmaður VG
SVÍÞjÓð Lögreglustjórinn í Malmö
í Svíþjóð segir lögregluembættið
þurfa 150 til 200 rannsóknarlög-
reglumenn til viðbótar. Nú er útlit
fyrir að einungis takist að upplýsa
þrjú af þeim 11 morðum sem framin
voru í borginni í fyrra.
Lögreglustjórinn, Carina Pers-
son, segir lögregluna leggja sig alla
fram. Mörg morðanna í fyrra hafi
hins vegar verið framin af glæpa-
gengjum.
Nýs skipulags er að vænta á svæð-
inu. Í því er gert ráð fyrir fleiri rann-
sóknarlögreglumönnum í Malmö
og svæðinu þar í kring. – ibs
Upplýsa fæst
morðanna
Skortur er á rannsóknarlögreglu-
mönnum í Malmö í Svíþjóð.
NORDICPHOTOS/AFP
laNgaNESbyggð Áframhald upp-
byggingar stórskipahafnar þýska
fyrirtækisins Bremenports er nú sagt
háð peningaframlagi úr ríkissjóði.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar
segist hafa gert ráðuneytum ljóst
„að ef ekki komi til fjárhagsstuðn-
ings þá muni sveitarfélögin þurfa
að hægja á þeirri vinnu sem nú er
í gangi“, eins og segir í fundargerð.
„Samskipti hafa verið á milli lög-
fræðinga sveitarfélaganna og aðila
verkefnis varðandi stofnun þeirra
félaga sem stofna þarf og samninga
þeirra í milli. Fljótlega verður hald-
inn vinnufundur með sveitarstjórn
og lögfræðingum hvar staða verður
kynnt og rætt um næstu skref,“ segir
enn fremur um vinnslu málsins. – gar
Stilla ríkinu
upp við vegg
Finnafjörður. FRéTTABlAðIð/PJeTuR
Tveir rauðir belgískir karlar leiðast og bíða eftir því að tvær grænar konur, sem einnig leiðast, gefi til kynna að fótgangandi sé óhætt að ganga yfir
gangbrautina. Hinsegin dagar hafa staðið yfir í Brussel en hátíðin er ástæða þess að gönguljósin hafa verið klædd í þennan búning. FRéTTABlAðIð/ePA
2 0 . m a Í 2 0 1 7 l a U g a R D a g U R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð
2
0
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
5
-7
6
F
8
1
C
E
5
-7
5
B
C
1
C
E
5
-7
4
8
0
1
C
E
5
-7
3
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
1
9
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K