Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 10

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 10
þannig skapað visst aðhald í ríkisrekstrin- um. Þá er að geta lítillega eins hlutverks rík- isendurskoðunarinnar, sem ekki lætur mikið yfir sér, en það er eftirlit með op- inberum sjóðum. I lögunum sem kveða á um þetta efni, það eru lög nr. 20 frá 1964, segir: „Rík- isendurskoðunin skal annast eftirlit með sjóðum þeim í landinu, sem hlotið hafa staðfestingu forseta eða konungs á skipu- lagsskrá sinni, svo og öðrum hliðstæðum sjóðum, sem stofnaðir hafa verið með framlögum einstaklinga, félaga eða stofn- ana“. Satt að segja er þetta töluvert erfitt mál. Þeir sjóðir, sem hafa staðfestar skipu- lagsskrár, eru auðv'itað allir skráðir, þeir eru samtals um 1150, sá elsti er frá árinu 1655. Við hina óstaðfestu sjóði er erfiðara að fást, þó eru á skrá 780 slíkir sjóðir. Árlega eru send út reikningsskilaeyðublöð til allra sjóða sem eru á skrá. Ef allt fer eins og undanfarin ár, er það fullt starf fyrir einn mann að ganga á eftir reikn- ingsskilum, og oft að aðstoða við að búa þau til. Við túlkum orðið „eftirlit11 í sambandi við sjóðina þannig, að reikningsskilin séu árituð af stjórn viðkomandi sjóðs og að þau hafi verið endurskoðuð með tilliti til skipulagsskrárinnar. Það er að segja reikn- ingsskil sjóðanna eru ekki endurskoðuð í ríkisendurskoðuninni, heldur er gengið eftir að reikningsskilin séu sett fram í því formi, sem skipulagsskráin hljóðar um. Þó kemur það fyrir, að gera verður athugasemdir við reikningsskil sjóða, t.d. ef einhverjar ráðstafanir hafa verið gerð- ar, sem greinilega brjóta í bága við skipu- lagsskrána. Ríkisendurskoðunin hefur gert tillögur um sérstaka lagasetningu um meðferð þessara sjóða til þess að gera starfsemi þeirra einfaldari í vöfum. En eins og lögum er nú háttað, virðist ómögulegt að leggja þá niður, þrátt fyrir það, að ekki er hægt að framfylgja markmiði þeirra, sérstaklega þeirra eldri, því þeir voru stofnaðir við allt aðrar þjóðfélagsaðstæður en rikja í dag. Til fróðleiks skal þess getið að stærsti sjóðurinn sem árleg skilagrein kemur frá, er að fjárhæð um kr. 42 mill- jónir, sá minnsti er um 7 krónur. Hér að framan hefur verið stiklað á stóru og því ekki farið út í einstök við- fangsefni ríkisendurskoðunarinnar, en ég vona, að menn séu nokkru fróðari um hlutverk þessarar stofnunar í „kerfinu“. 8

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.