Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 11

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 11
Tómas Gunnarsson, hdl., lögg. endurskoðandi Skattlagning bifreiðareksturs Grein þessi er í meginatriðum sam- hljóða erindi sem flutt var á fundi skatt- stjóra í Reykjavík 21. janúar 1976. Inngangur Rekstur bifreiða er umfangsmikill bæði sem liður í atvinnurekstri og eins til einka- notkunar hér á landi og er hann með margvíslegum hætti viðfangsefni skattyfir- valda. Hér á eftir verður einkum fjallað um skattlagningu bifreiðareksturs frá þeim sjónarhóli, að skattyfirvöld nái sem best- um árangri í skattlagningu, þ.e. góðum uplýsingum um skattskyldar tekjur af bif- reiðarekstri og hámarki þannig skattlagn- ingarstofn jafnframt því sem þau leitist við að lágmarka frádráttarbær útgjöld bifreiðareksturs til skatts. Miðað er við gjaldstofn tekjuskatts en ekki aðra gjald- stofna og verður fjallað um bifreiðarekstr- arliði almennt, en ekki einstaka liði og heldur ekki liði sem varða bifreiðar að öðru leyti, svo sem söluhagnað né heldur atriði er varða innheimtu skatta. Ljóst er að skattlagning bifreiðarekst- urs er umfangsmikil og vandasöm vegna margra gjaldenda, mjög margvíslegra til- vika, oft talsverðra fjárhæða sem í rekstr- inum felast og vegna viðkvæmra mats- vandamála. Þá kemur einnig til að fáir leiðbeiningaúrskurðir liggja fyrir frá dómstólum og æðstu skattyfirvöldum og að ýmsu leyti hafa skapast ný viðhorf hjá skattyfirvöldum síðustu ár. Þess er vert, áður en lengra er haldið, að athuga hvort möguleiki sé á því að sleppa við umfjöllun um skattlagningu bifreiðareksturs. Það virðist mér að gæti hugsanlega gerst með tvennum hætti. Annars vegar þannig að felldur yrði niður tekjuskattur en um það hefur verið rætt nokkuð nýlega. Miðað við lítið breyttar tekjuþarfir opinberra aðila virð- ist þessi leið fráleit að mínu mati og nið- urfelling tekjuskatts komi ekki til álita fyrr en fengnir hafa verið í stað hans jafngóðir og traustir tekjustofnar. Svo slæmur sem tekjuskattur kann að vera, er t.d. álagning og innheimta söluskatts okkar, eins og hún er framkvæmd nú, ennþá varhugaverðari ef það verður tal- ið meginmarkmið að réttir skattar verði allir greiddir með skilum. Möguleika til traustrar og góðrar skattheimtu ætti því að nota til að draga úr helstu göllum skattakerfisins. Það er spor aftur á bak í skattamálum ef niður er felldur tekju- stofn og annar tekinn í staðinn eða auk- inn sem er verri og ótraustari í fram- kvæmd en sá sem niður var felldur. Hin leiðin sem kæmi til álita er að fella niður skattlagningu bifreiðareksturs til tekjuskatts og eða veita frádráttarliði vegna bifreiðareksturs. Mér virðist sú leið óraunhæf og ef til vill óframkvæm- anleg í þessu tilfelli. Rekstur bifreiða er ákaflega oft sarnofinn atvinnurekstri og einkanotkun og er ólíklegt að skattyfir- völd komist hjá því að skilja þarna á milli eða að minnsta kosti gera tilraunir til þess. Miðað við lítið breyttar aðstæð- ur virðist óhjákvæmilegt að skattyfirvöld fjalli um málið og reyni að ná sem bestum tökum á skattlagningu bifreiðareksturs. 9

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.