Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 12

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 12
Gögn um bifreiðarekstur 1. Fyrst skulu nefndar Leiðbeiningar rík- isskattstjóra við útfyllingu skattfram- tala árið 1976. Á bls. 20-21 í þessum leiðbeiningum er vikið nokkuð að bif- reiðarekstri. Þar sem þetta eru einu skráðu reglurnar sem mér er kunnugt um að sérstaklega varði bifreiðarekst- ur þá þykir mér hlýða að fara örfáum orðum um þær. Fyrst skal nefna að vafasamt er hvort reglur, sem þarna eru, hafi réttarlegt gildi vegna þess að þær hafa ekki verið birtar í Stjórn- artíðindum eða Lögbirtingarblaði. Annað: í reglum leiðbeininganna er, að því er virðist, aðeins átt við laun- þega eina og bifreiðarekstur þeirra og það virðist ekki vera átt við akstur nema að 1.500 km. Um það hvernig með akstur, sem þar er umfram, skuli farið, liggur ekki sérstaklega fyrir í skráðum regluin. Þá kemur ekki fram í þessum leiðbeiningum hvernig mats- tölur, t.d. um endurgjald eða frá- drátt vegna aksturs, eru fundnar. Margt fleira mætti segja um þessar reglur en helst vekur athygli hve tak- markaðar þær eru. 2. Úrskurðir ríkisskattanefndar um bif- reiðarekstur eru margir en í þeim virðist örðugt að finna ákveðnar leið- ir um hvernig skuli fara með ákveð- in atriði í sambandi við bifreiðarekst- ur og þeir virðast almennt hafa frem- ur lítið fordæmingsgildi. Ég hef átt þess kost að kynna mér úrskurði rík- isskattanefndar fyrir árin 1973, 1974 og 1975 og þar er, eins og áður segir, einkenni að þeir eru fremur illa rök- studdir og þeir hafa lítið leiðbein- ingagildi. Enn verra er að síðari úr- skurðir eru jafnvel lakar rökstuddir heldur en þeir fyrri. En þess er tæpast að vænta að unnt sé að gera miklar kröfur um rökstuðning í úrskurðum rikisskatta- nefndar þegar reglur um mat á ein- stökum atriðum og meðferð þessara mála og umfjöllun almennt eru jafn- takmarkaðar og raun ber vitni. 3. Sem þriðju heimild um rekstur eða skattlagningu bifreiðareksturs hef ég tekið grein Kristjáns Jónassonar skrif- stofustjóra Ríkisskattstjóraembætt- isins og fleiri starfsmanna á skatt- stofum, sem var samin haustið 1971. í þessari grein er einkum fjallað um frádráttarhæfni bifreiðakostnaðar og hlunninda vegna endurgjalds starfs- manna á notkun bifreiða þeirra. í greininni eru nokkur úrræði nefnd sem koma til álita við eftirlit með biðreiðarekstri. Þar er t.d. stungið upp á að leita skuli álits ríkisskatt- stjóra áður en ákvörðun er tekin um greiðslu bifreiðastyrks, starfsmönnum beri að halda akstursbók, launþegar eigi að leggja fram nótur yfir akstur, þeir eigi að bera vissan lágmarkshluta fasts kostnaðar við bifreiðarekstur og afla beri rekstrarbókhaldslegra upp- lýsinga, t.d. hjá Bifreiðaeftirliti, taka tillit til fatlaðs fólks og fleiri hug- myndir koma fram í sambandi við þessi mál. Grein Kristjáns og félaga hans er langítarlegasta heimildin um 10

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.