Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 14

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Blaðsíða 14
HVAD ÞARF TIL SK ATTLAGNINGAR BIFREIÐAREKSTURS? A. Upplýsingaöflun Hið fyrsta sem þarf til skattlagning- ar bifreiðareksturs eru upplýsingar um reksturinn og í réttarríki verður að gera kröfu til að ætíð sé unnt að staðreyna þessar upplýsingar meðan umfjöllun um viðkomandi skattlagn- ingu er möguleg. Til aukinna og bættra upplýsinga um bifreiðarekst- ur vil ég nefna þessa atriði: Nauðsynlegt er að auka eftirlit með bókhaldi eins og það á að fær- ast í dag. Einnig er nauðsynlegt að auka kröfur um bókhald bókhalds- skyldra aðila og aðila sem alfarið eða að mestu afla tekna með rekstri bif- reiða. Er þar átt við upplýsingar um rekstur bifreiðanna, svo sem akstur og aksturslengd, jafnvel bensíneyðslu og fleira af því tagi. Hér er um að ræða atriði sem ekki koma fram í venjulegu fjárhagsbókhaldi og ekki virðist eftir gildandi lögum skylt að upplýsa um, en upplýsingar af þessu tagi eru oft nauðsynlegar til að skatt- yfirvöld geti komist að sæmilega rétt- um niðurstöðum við skattlagningu bifreiðareksturs. Þá má nefna löggildingu bókhalds- gagna, innsiglaða gjaldmæla, t.d. í leigu-, sendi- og vörubifreiðar sem reknar eru frá bifreiðastöðvum. Til álita koma einnig akstursmælar eins og þeir sem nú eru notaðir á stærri dieselbifreiðum og ökuritar eins og nú munu notaðir í stærstu fólksflutn- ingabifreiðum. Hvað varðar bilaleig- ur er eðlilegt að krefjast traustra ökumæla og númeraðra samninga og röðunar þeirra bæði eftir númeraröð og eftir einstökum bifreiðum þannig að auðvelt sé að rekja notkun hverr- ar einstakrar bifreiðar. Löggilding bóka fyrir útköll á bifreiðastöðvum er athugunaratriði. Hvað launþega varðar hafa verið settar fram tillögur um skriflega samninga fyrir afnot af bifreiðum í þágu atvinnurekanda og greiðslu bifreiðastyrkja sem nema t. d. kr. 50.000 á ári eða hærri fjárhæð og einnig færsla akstursbóka. Sérstök merking atvinnubifreiða er eðlileg, svo og krafa um númeraða reikninga t.d. fyrir sendi- og vörubifreiðar. Þessir liðir hér að framan hafa verið settir fram sem tillögur en sjálf- sagt getur margt fleira komið til en hér er nefnt. Ljóst er að þeir eiga ekki allir við í öllum tilvikum, sumir vafalaust ekki nema stundum og ein- hverjir ef til vill alls ekki. Megin- sjónarmið má telja við upplýsinga- öflun um bifreiðarekstur að hún sé traust og ítarleg og er ekki óeðlilegt að aðilar, sem fá sér- stök atvinnuleyfi eða réttindi til bif- reiðareksturs eða ívilnunar í sam- bandi við hann, taki á sig kvaðir sem stuðla að öruggum og ljósum upplýs- ingum um tekjuöflun af atvinnu- rekstrinum. Annað atriði sem er mik- ilsvert, að því leyti sem unnt væri að koma því við, er að fáir aðilar hafi með höndum upplýsingaöflun 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.