Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 17
gjöldum sem varða hann. Ekki er
auðvelt að fullyrða hvernig reglur
um mat á þessum liðum skuli vera
en hér að framan hefur verið lögð
á það áhersla að afla sem ítarlegastra
gagna um tekjuöflun af bifreiða-
rekstri og er rétt að gjöld af bif-
reiðarekstri séu ætíð metin í tengsl-
um við þá tekjuöflun sem af rekstr-
inum fæst.
Við skattlagningu bifreiðareksturs
er óhjákvæmilegt að flokka rekstrar-
aðila og er eðlilegt að sú flokkun sé
byggð á tengslum viðkomandi aðila
eða tengslum bifreiða hans við tekju-
öflun. Gæti þá komið í fyrsta flokk
bifreiðar sem reknar eru beint til
tekjuöflunar, stórar og litlar fólks-
flutningabifreiðar, sendibifreiðar,
vörubifreiðar og bílaleigubílar. Ef til
vill væri ástæða til að gera greinar-
mun á aðilum i þessum flokki eftir
því hvort þeir eru skyldir til að færa
fullkomið tvöfalt bókhald eða hvort
gerðar eru til þessara aðila takmark-
aðri bókhaldskröfur. Annar flokkur
gæti verið fyrir bifreiðar sem reknar
eru sem liður í atvinnurekstri, svo
sem hjá stórum fyrirtækjum og einn-
ig hjá smærri atvinnurekendum þar
sem notkun bifreiðanna er liður í því
að afla tekna af annarri aðalstarf-
semi en bifreiðarekstri. Sem þriðja
flokk má nefna að launþegar, sem
starfa hjá atvinnurekenda, fá greidd-
an allan útlagðan bifreiðakostnað
sinn hjá atvinnurekandanum og
hugsanlega afskriftir líka, sem sagt
bifreiðin er eign launþega en allur
eða mestur hluti reksturs bifreiðar-
innar er greiddur af atvinnurekanda.
Sem fjórða flokk má nefna að bif-
reiðar eru liður í launahlunnindum
starfsmanna, einkanlega hjá stórum
atvinnurekendum og starfsmenn fá
að nota bifreið atvinnurekstraraðil-
ans í eigin þágu utan vinnutíma. Og
í fimmta lagi að starfsmaður leigir
afnot af bifreið sinni til atvinnu-
rekanda síns gegn greiðslu.
Ljóst er af framansögðu að um
þessa flokka hljóta að verða mis-
jafnar matsreglur og misjöfn um-
fjöllun. Ástæða er til, bæði vegna
likinda til þess að umfang fyrstu
flokkanna, minnsta kosti tveggja
fyrstu flokkanna, sé mest að því er
varðar bifreiðareksturinn, að skatt-
yfirvöd beini athygli sinni fyrst og
fremst að þeim og eins hitt að aðil-
ar innan síðari flokkanna og notkun
þeirra og tekju- og gjaldfærsla af
rekstri bifreiða er leidd af hinum
flokkunum, minnsta kosti að nokkru
leyti. Það er því ástæða til þess fyrir
skattyfirvöld að leggja höfuðáherslu
á umfjöllun um fyrstu flokkana.
Umfjöllun um fyrsta flokkinn, að-
ila sem hafa tekjuöflun af rekstri
bifreiða, er eflaust vandasöm en lík-
lega ekki sérstaklega vandasöm og
þar virðist viðfangsefnið fyrst og
fremst vera það að tryggja sem ítar-
legastar og bestar upplýsingar um
tekjuöflun af rekstri bifreiða. Ann-
ar flokkurinn er að mínu áliti lang-
vandasamasti flokkurinn, þar kemur
til mat á því hversu hár bifreiða-
15