Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 29

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 29
Úr bókum ríkisskattanefndar Þrlr úrskurðir nefndarinnar Hér á eftir fara þrír úrskurðir ríkis- skattanefndar, sem œtla má að hafi for- dœmisgildi og nefndin hefur góðfúslega látið ritnefnd blaðsins í té til birtingar. Söluhagnaður af fasteign. (7. gr., E-liður) Málavextir voru þeir, að kærandi hóf byggingu húseignar á árinu 1963. Bygg- inguna seldi hann aftur árið 1969. Við útreikning skattskylds söluhagnaðar taldi skattstjóri mismun kostnaðarverðs og sölu- verðs að frádregnum sölulaunum, að því marki sem lagt hafði verið í bygginguna fyrir 1/1 1964, skattskyldan. Kærandinn gerði þær kröfur, að útlagður bygging- arkostnaður á ári hverju yrði umreiknað- ur til samræmis við byggingarvísitölu á söludegi og að mismunur söluverðs og umreiknaðs kostnaðarverðs fimm næstu ár fyrir söludag teldist söluágóði. í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að vegna hinna miklu verðhækkana á fast- eignum, sem áttu sér stað á meðan kær- andi átti húseignina, þyki bera að láta hin eldri framlög vega þyngra við skipt- ingu hagnaðarins en þau yngri. Onnur regla myndi leiða til mjög óeðlilegrar niðurstöðu í sumum tilfellum. Fallist var á að framreikna framlög hvers árs til sölu- dags eftir vísitölu byggingarkostnaðar og meta síðan hinn skattskylda hluta sölu- hagnaðarins með hliðsjón af því, sem í bygginguna hafði verið lagt fyrir 1/1 1964 annars vegar og eftir það tímamark hins vegar. Xírsk. nr. 25, 7.2. 1975. Gjaldár 1970. Söluhagnaður búfjór. (7. gr., E-liður). Urskurður ríkisskattanefndar er svo- hljóðandi: „Kærandi, sem er fæddur 4.5. 1896, hætti búskap 1971 og gerðist vistmaður á Elliheimili Akureyrar. Afhenti hann 2 dætrum sínum jörð sína, en seldi öðrum vandamönnum sínum búfé sitt að mestu, sem var 10 kýr, 52 ær auk nokkurra fleiri gripa. Söluverð búfjárins er samkvæmt landbúnaðarskýrslu kr. 460.000.00 —• skattmat sömu gripa — 214.100.00 Tekjur af sölunni kr. 245.900.00 Þessi fjárhæð var reiknuð kæranda til skattskyldra tekna. Hreinar tekjur hans voru ákveðnar kr. 653.000,00 og tekju- skattur kr. 176.113,00. Kærandi vill ekki una þessari álagn- ingu og krefst þess að hún verði lækkuð til mikilla muna. Af hálfu ríkisskattstjóra er krafist stað- festingar á úrskurði skattstjóra. Kærandi mótmælir skattlagningu fyrr- nefnds söluhagnaðar. Kveður hann þessa framkvæmd skattalaga vafasama og ekki réttláta. Eftir sínum skilningi sé bústofn- inn samanspöruð eign á mörgum árum, eða áratugum, en ekki verslunarvara eða happdrættisgróði. Hann sé í eðli sínu ekki ætlaður til sölu. Sölu búfjár eins og átt hafi sér stað í þessu máli, telur hann ekki vera tekjuöflun, heldur eignaskipti. Hann kveðst ekki hafa haft möguleika á að annast þessa eign og viðhalda henni og því orðið að skipta á henni og öðrum eignum, sem voru honum nýtari og við- ráðanlegri. Bendir hann í því sambandi á, að hann sé orðinn aldraður maður og 27

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.