Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 30

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Side 30
ekki heilsusterkur. Kona sín sé fötluð vegna slyss og ófær til allra verka. Hafi því ekki annað verið fyrir þau að gera, en að fá sér vist á elliheimili. Af hálfu ríkisskattstjóra er því haldið fram, að sala á búfé bónda, sem bregði búi á venjulegan hátt sé lokastig í bú- rekstri hans og beri að telja fullt sölu- verð sem skattskyldar tekjur, en til frá- dráttar komi bústofnsskerðing. Hafi sá háttur jafnan verið á hafður. Skipti því ekki máli, hve lengi bóndinn hafi átt hvern hinna seldu gripa. Atvik að bú- stofnssölu við lok búrekstrar geti þó verið með þeim hætti, að hagnaður teljist ekki til skattskyldra tekna og vísar hann í því sambandi til dóms Hæstaréttar, XXX bindi bls. 486-487. Hins vegar telur hann, að eins og kærumáli þessu sé varið, sé ekki unnt að hafa hliðsjón af nefndum dómi við úrlausn þess. Kærandi var 75 ára að aldri, þegar hann seldi bústofn þann, sem málið snýst um. Er ljóst, að aldur hans og aðrar þær ástæður, sem greindar voru hér að fram- an, hafa valdið því, að hann hætti bú- skap. Lét hann af hendi nær allan bú- stofninn og jörðina nær samtímis. Bú- stofninum verður í þessu tilviki ekki jafn- að til þeirra verðmæta, sem aflað er í því skyni að selja aftur, svo sem verslun- arvara, hráefna til iðnaðar o.s.frv. Þykir hann eðlislíkari þeim fjármunum, sem notaðir eru við stöðugan rekstur í fyrir- tæki. Telst þvi eigi öruggt, að 9. mgr. E- liðar 7. gr. laga nr. 68/1971 taki til sölu gripanna eins og á stóð. Fer því um hana eftir 2. mgr. sama liðar. Af framtölum kæranda má sjá, að aðeins óverulegar breytingar hafi orðið á bústofni hans á næstu 2 árum fyrir sölu, en hann hefir ekki gert frekari grein fyrir þeim í mál- flutningi sínum né heldur söluverði þeirra gripa, sem hann hafði átt skemmri tíma en 2 ár. Ber því að áætla söluhagnað af þeim gripum. Þegar á allt þetta er litið þykir bera að taka kröfu hans til greina þannig að hreinar tekjur lækki um kr. 220.000.00 Úrsk. nr. 899, 17. sept. 1973. Gjaldár 1972. Skattlagning varasjóðs, tap yfirfært. (9. gr., 11. gr. B.) Málavextir eru þeir, að hlutafélag nokkurt var tekið til skilanefndarmeðferð- ar árið 1972. Félagið hafði lagt skatt- frjálst í varasjóð og nam hann við félags- slit kr. 592.653,00. Umboðsmaður félags- ins taldi jiað ætti að fá til jöfnunar ofan- greindum varasjóði ónotuð rekstrartöp félagsins frá árunum 1968-1971 samtals að fjárhæð kr. 848.963,00. Skattstjóri hafði hins vegar skattlagt varasjóðinn með 20% álagi og var sá úrskurður kærður til ríkisskattanefndar. í úrskurði ríkisskattanefndar segir: „Samkvæmt því, sem upplýst hefir ver- ið í málinu, var tilgangur félagsins að reka frystihús, fiskiðnað og aðra starfsemi í því sambandi. Fyrir allmörgum árum eða eigi síðar en á árinu 1964 hafði félagið lagt þessa starfrækslu niður og selt eignir sín- ar. Voru eignir félagsins eftir jiað, inni- stæður í bönkum, skuldabréf auk bifreið- ar. Við félagsslitin námu bankainnstæð- 28

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.