Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 32

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 32
Björn Björgvinsson, iögg. endurskoðandi Tryggingasj ódur löggiltra endurskoðenda 20 ára Tryggingasjóður löggiltra endurskoð- enda hefur nú starfað í 20 ár. Hvatamað- ur að stofnun sjóðsins var Björn E. Árna- son. Stofnfundur sjóðsins var haldinn 17. desember 1956 og voru stofnendur 14 talsins. Þrír sjóðfélagar bættust við fyrir árslok 1956 og má einnig telja þá í hópi stofnenda. Fyrsta stjórn sjóðsins var þannig skip- uð: Jón Guðmundsson, formaður Halldór V. Sigurðsson, ritari Björn Björgvinsson, gjaldkeri. Frá upphafi hafa þessir verið í stjórn sjóðsins: Formenn: Jón Guðmundsson frá Nýjabæ 3 ár Björn Knútsson 5 — Eyjólfur I. Eyjólfsson 7 — Atli Hauksson 2 — Lárus Halldórsson 3 -—■ Ritarar: Halldór V. Sigurðsson 2 ár Eyjólfur í. Eyjólfsson 6 — Atli Hauksson 7 — Lárus Halldórsson 2 — Þráinn Sch. Sigurjónsson 3 — Gjaldkeri hefur verið Björn Björgvins- son í 20 ár og endurskoðendur hafa verið í 20 ár þeir Bergur Tómasson og Sigurð- ur Stefánsson. Tekjur sjóðsins frá upphafi til 31/12 1974 hafa verið eins og hér segir: Iðgjöld frá meðlimum kr. Vaxtatekjur — Lántökugjöld — kr. Endurgreitt til sjóðsfél. — kr. Kostnaður á tímabilinu hefur orðið — Inneign sjóðsfélaga 31/12 1974 er því kr. 19.233.431.00 9.742.765.00 287.400.00 29.263.596.00 1.211.114.00 28.052.482.00 512.027.00 27.540.455.00 Sjóðurinn hefur veitt sjóðsfélögum 196 lán að upphæð kr. 30.960.000.00 til 31/12 1974, en á árinu 1975 hafa verið veitt 17 lán að upphæð kr. 6.100.000.00. Þá var einnig keypt skuldabréf af Bygg- ingasjóði ríkisins. Lánið er vísitölutryggt. Fyrir árið 1956 greiddu sjóðsfélagar al- mennt kr. 7.000.00 til sjóðsins í iðgjöld en á árinu 1975 er lágmarksgjald kr. 62.500.00 og hámarksiðgjald er kr. 100.000.00. Fyrstu lánin úr sjóðnum voru veitt 19. apríl 1958 og voru þau að upphæð kr. 50.000.00. Nú eru hámarkslán kr. 1.250.000.00. Meðlimir sjóðsins eru nú 93 af þeim greiða 74 iðgjöld, en 14 eru enn í sjóðn- um og hafa ekki tekið út inneign sína. Auk þess eru 5 dánarbú, sem ekki hefur verið gert upp við.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.