Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 51

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Qupperneq 51
Ný lög um löggilta endurskoðendur Þau merku tíðindi gerðust þann 18. maí 1976, að samþykkt voru á Alþingi ný lcig um löggilta endurskoðendur. Helztu nýmæli þessara laga er að finna i 2. grein þar sem kveðið er á um, að bóklegur hluti náms til löggildingar í endurskoðun skuli fara fram innan veggja Háskóla íslands, nánar tiltekið í viðskiþtadeild, með endurskoðun sem kjörsvið. Auk þess er það nýmæli í lög- um þessum í 6. gr., að óheimil er notk- un á starfsheitinu endurskoðandi nema viðkomandi sé löggiltur endurskoðandi og er það vel. Að endingu eru merk og þörf nýmœli í 10. og 11. gr. laganna. Hér fylgir frumvarþið til laga um lög- gilta endurskoðendur ásamt athugasemd- um og var það samþykkt óbreytt, að því undanskildu, að í 4. tl. 2. gr. kemur „eitt ár“ í stað „eitt og hálft ár“. Stefán Svavarsson. 1. gr. Tilgangur laga þessara er að tryggja að til sé í landinu á hverjum tíma stétt manna, sem hefur þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reiknings- skiluin til notkunar í viðskipum. 2. gr. Ráðherra veitir löggildingu til end- urskoðunar manni sem 1. er búsettur hér á landi, 2. er lögráða og hefur forræði fjár síns, 3. hefur lokið brottfararprófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands með end- urskoðun sem kjörsvið, 4. hefur eftir 18 ára aldur unnið að al- hliða endurskoðunarstörfum undir stjórn löggilts endurskoðanda samtals í þrjú ár, þar af a.m.k. eitt og hálft ár að loknu brottfararprófi frá við- skiptadeild, sbr. 3. tl. 5. hefur staðist prófraun skv. 3. gr. Heimilt er að synja manni um löggild- ingu ef ákvæði 2. málsgreinar 68. gr. almennra hegningarlaga eiga við hagi hans. 3. gr. Sá sem öðlast vill löggildingu til end- urskoðunar skv. 1. gr. skal ganga undir verklegt próf, sbr. 5. tl. 2. gr. fyrir próf- nefnd, er ráðherra skipar, enda fullnægi hann skilyrðum 1.—4. tl. 2. gr. Engum er heimilt að endurtaka próf þetta nema einu sinni. Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um framkvæmd prófs, skipan próf- nefndar og störf prófnefndarmanna. 4. gr. Ráðherra er heimilt að veita manni, sem lokið hefur prófi eða hlotið hefur löggildingu endurskoðanda erlendis, und- anþágu að nokkru leyti eða öllu frá á- kvæðum 3., 4. og 5. tl. 2. gr. enda mæli prófnefnd og/eða viðskiptadeild Háskóla íslands með því, eftir því sem við á. 5. gr. Endurskoðandi skal fá um löggildingu sína skírteini er ráðherra gefur út. 6. gr. Þeim einum er heimilt að nefna sig 49

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.