Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 56
gilta endurskoðendur gengur nokkuð í
sömu átt.
Um 12. gr.
Nánast samhljóða 9. grein núgildandi
laga.
Um 13. gr.
Grein þessi er samhljóða 10. gr. gild-
andi laga að öðru leyti en því að frum-
varpið gerir ráð fyrir að ákveðin nefnd,
„Álitsnefnd11, í Félagi löggiltra endur-
skoðenda geri umræddar tillögur en ekki
félagið. Nefnd þessi, sem kosin er á að-
alfundi félagsins, hefur það hlutverk að
láta uppi fyrir félagsins hönd rökstutt álit
um hvers konar f)’rirspurnir varðandi
grundvallaratriði reikningslegs- og endur-
skoðunarlegs eðlis sem fyrir félagið kynnu
að verða lagðar af Alþingi, framkvæmda-
valdi ríkisins, dómstólum og einstökum
félagsmönnum.
Um 14. gr.
Grein þessi er samhljóða 11. gr. núgild-
andi laga, nema lagt er til að áðurnefnd
„Álitsnefnd" komi í stað prófnefndar.
Virðist það í alla staði eðlilegt.
Um 15. gr.
Samhljóða 12. gr. núgildandi laga.
Um 16. gr.
Samhljóða 13. gr. núgildandi laga.
Um 17. gr.
Efnislega samhljóða 14. gr. núgildandi
laga.
Um 18. gr.
í grein þessari er gætt eðlilegra hags-
muna þeirra manna sem þegar hafa hlot-
ið löggildingu sem endurskoðendur.
Um ákvœði til bráðabirgða.
Þetta bráðabirgðaákvæði er eðlilegt til
að tryggja rétt þeirra sem þegar hafa haf-
ið endurskoðunarnám skv. reglugerð nr.
217/1953.
54