Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 57

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1976, Page 57
Námskeið F.L.E Dagana 12.-13. janúar s.l. var haldið á vegum félagsins námskeið fyrir félags- menn, er fjallaði um skipulagningu end- urskoðunarverkefna og vinnupappíra. Leiðbeinandi var Gunnar Sigurðsson lög- giltur endurskoðandi. Þátttaka var mjög góð, en alls tóku 23 félagsmenn þátt í námskeiðinu, sem sýnir vel áhuga meðal félagsmanna á að haldin verði reglulega slík námskeið af félagsins hálfu, um á- hugaverð efni á hverjum tíma. Á námskeiðinu var farið yfir ýmis at- riði, er varða skipulagningu endurskoðun- arverkefna, svo sem verkaskiptingu milli endurskoðanda og aðstoðarmanna hans, notkun flæðirita og spurningalista um innra eftirlit við endurskoðunina, notkun endurskoðunarprógramma og dreifikann- ana við endurskoðun bókhalds og árs- reikninga, gerð timaáætlana, svo og skipulag og meðferð vinnupappíra end- urskoðenda. Einnig spreyttu þátttakend- ur sig litillega í „krítiskri" endurskoðun ársreiknings, er þeir leystu úr framlögðu verkefni um það atriði. Námskeiðið var að verulegu leyti byggt á efni úr svokölluðum endurskoðunar- möppum, sem félag norskra endurskoð- enda gaf nýlega út fyrir félagsmenn sína. Stjórn F.l.e. hefur annast innkaup á rnöppum þessum fyrir þá félagsmenn, sem þess hafa óskað. Námskeiðið fór vel og friðsamlega fram, enda var boðið upp á kaffi og með því, eins og hver gat í sig látið. 55

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.