Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 9

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 9
Bankar utan Evrópubandalagsins geta samkvæmt „Second Banking Co-ordination Directive“ stofnað dótturbanka og starfað undir sömu reglum og bankar innan bandalagsins svo fremi að bankar frá því hafi sömu heimildir í því ríki. Hvað nákvæmlega á að feiast í sömu heimildum hefur ekki enn verið skilgreint. „Second Banking Co-ordination Directive“ gerir ráð fyrir að Evrópubandalagið og ríki utan þess verði að gera samninga um gagnkvæma viðurkenningu á bók- haldi banka til þess að „erlendir“ bankar geti starfrækt dótturbanka með þessum hætti innan EB. Hvað varðar útibú frá erlendum bönkum (frá lönd- unr utan bandalagsins) munu reglur verða óbreyttar. Heimildir reksturs útibúa fara eftir reglum gistiríkis og þeim verður ekki heimilt að reka starfsemi hvar sem er innan EB. Fjármagnshreyfingar I maí 1986 gerði Framkvæmdanefndin áætlun um frjálst flæði fjármagns sem ásamt „Second Banking Co-ord- ination Directive" eru undirstöður fyrir efnahagslegri samhæfingu innan EB. Fyrsti hluti áætlunarinnar hófst þegar samþykkt var tilskipun í nóvember 1986 um samruna fjármagnsmar- kaða en hún fól í sér breytingar á eldri reglum frá 1960 þar sem viðskipti voru flokkuð eftir þeim hömlum sem aðildarríkjunum var heimilt að beita, t.d. á viðskipti með verðbréf, á langtíma viðskiptalán, á viðskipti milli innlendra og erlendra aðila. Nú er aðildarríkjunum skylt að létta hömlum af margs konar viðskiptum, s.s. útgáfu verðbréfa til við- skipta í kauphöllum í aðildarríkjunum og nánast öllum viðskiptum með verðbréf hvort sem þau eru skráð eða óskráð, innlend eða erlend eða milli erlendra eða inn- lendra aðila. Síðari áfanginn felur í sér að allar hindranir sem eftir eru fyrir frjálst flæði fjármagns skulu felldar niður. Til- skipanir um þetta voru samþykktar í júní 1988 og taka gildi 1. júlí 1990. Afleiðingarnar fyrir einstök aðildarríki eru mismunandi eftir því hversu langt þau hafa gengið í frjálsræðisátt. Bretar afnámu allt gjaldeyriseftirlit 1979 og Danir léttu sínum. takmörkunum af í október 1988 nema takmörkun er varðar kaup útlendinga á fasteign- um. V-Þjóðveijar og Hollendingar hafa þegar fullnægt öllum ákvæðum tilskipunarinnar. Belgía og Lúxemborg hafa ekkert eftirlit annað en það sem þarf til þess að halda uppi hinu tvöfalda gengisskráningarkerfi þeirra. Þau verða að afnema það fyrir árslok 1992. Fyrir þessi ríki eru breytingamar því minniháttar. Spánverjar, Portúgalir, Grikkir og írar hafa heimild til að halda sínum takmörkunum til ársloka 1992 og jafnvel til ársloka 1995 verði það talið nauðsynlegt fyrir Grikki og Portúgali. Gengissamstarf Veigamikil forsenda þeirra breytinga, sem nú er verið að gera í Evrópu, er stöðugt gengi Evrópumynta inn- byrðis. Töluvert hefur miðað í þessa átt á undanförnum árum og allt útlit fyrir að gengissamstarf muni styrkjast mjög á næstu árum. Reyndar hafa verið settar fram hugmyndir um mun víðtækara samstarf sem endi í einni mynt. Full ástæða er til að taka slíkar hugmyndir alvar- lega en hins vegar er Ijóst að þær munu ekki koma til framkvæmda á næstu árum. Þann 17. aprfl sl. var birt skýrsla nefndar um sameiginlega mynt innan Evrópu- bandalagsins. Nefndin, sem Jacques Delors forseti Framkvæmdanefndar EB stýrði. var skipuð af forsætis- ráðherrum aðildarríkjanna síðastliðið sumar til þess að setja fram ákveðnar tillögur um efnahags- og mynt- bandalag. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að ef menn ætli sér að koma á raunverulegum sameiginlegum markaði í Evrópubandalaginu þá sé óhjákvæmilegt að taka upp sameiginlega mynt, að Evrópubandalagið verði myntbandalag. Nefndin gerir tillögur um að þessu marki verði náð í þremur áföngum. Sá fyrsti felist í því að þær þjóðir bandalagsins sem ekki eru þegar aðilar að evrópska myntkerfinu, EMS (European Monetary System) verði það 1. júlí 1990. Utan EMS standa nú Bretland, Grikk- land, Portúgal og Spánn. Um leið og gengisskráning allra tólf aðildarríkjanna yrði samtengd með þessum hætti yrði einnig að auka samvinnu og samhæfingu ríkj- anna í efnahags- og peningamálum. Annar áfanginn er ekki tímasettur en felst í því að allir seðlabankar innan Evrópubandalagsins verði tengdir saman í sameiginlegt seðlabankakerfi. Þegar þetta verður gert verður jafnframt þrengdur sá rammi sem ríkin hafa til breytinga á gengisskráningu innan EMS. Þessu til viðbótar yrði það verkefni Evrópu- bandalagsins að setja aðildarríkjunum fyrir hver skuli vera grundvallarmarkmið efnahagsstefnunnar þar með talið að setja reglur um hver fjárlagahalli megi vera og hvernig honum skuli mætt. Þriðji og síðasti áfanginn felst í því að innbyrðis geng- isskráning er sett föst í eitt skipti fyrir öll og þar með er grundvöllurinn lagður fyrir útgáfu sameiginlegrar mynt- ar. Öll stjórn og stefnumótun í peningamálum yrði í höndum sameiginlega seðlabankakerfisins. Annar og þriðji áfangi fela í sér svo miklar breytingar á hlutverki Evrópubandalagsins að þær geta ekki orðið að veruleika nema Rómarsamningnum sé breytt. Hon- um verður ekki breytt nema með samþykki allra aðild- arríkjanna, bæði ríkisstjórna og þjóðþinga og það sam- þykki kemur varla í bráð þar sem tillögurnar fela ekki aðeins í sér sameiginlega mynt og þar með afsal þjóð- anna á rétti til sjálfstæðrar gengisskráningar heldur einnig framsal á veigamiklum þáttum almennrar efna- hagsstjórnar. Það sem helst vekur andstöðu er að tillögurnar gera 9

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.