Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 21

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 21
ur skipt höfuðmáli fyrir íslensk endurskoðunarfyrirtæki að vera í samstarfi við erlendar endurskoðunarsam- steypur, og geta treyst á gæði þeirrar vinnu sem þar er innt af hendi. 3.4. Skýrslugerðir. Ljóst má vera að breyting á starfsháttum verður ekki síst í formi skýrslugerðar. Okkur verður ekki í sjálfs- vald sett hvernig matreiða skuli þær upplýsingar. sem úr bókunum koma. Kemur þar bæði tii að erlendir eig- endur þurfa að fá upplýsingar framreiddar þannig að hægt sé að taka þær í reikningsskil móðurfyrirtækis, en einnig skiptir hér máli hvaða kröfur erlendir opinberir aðilar gera til fyrirtækja, sem eru með starfsemi í við- komandi landi. Stefnt er að því að ársreikningar fyrirtækja innan Evrópubandalagsins verði sambærilegir og hafa þegar verið settar tilskipanir (directives) um banka og trygg- ingafélög svo dæmi séu nefnd. Sérstakar undanþágur munu þó gilda um lítil og meðalstór fyrirtæki, en flest íslensk fyrirtæki mundu falla í þann flokk. Einnig er gerð sú krafa að sé fyrirtæki með útibú í ríki EB, en höfuðstöðvar utan þess, þarf að senda inn ársreikning í samræmi við reglur EB og er þá ekki átt við sérstakt uppgjör fyrir útibúið heldur ársreikning móðurfélags- ins. Ég mun víkja nánar að þessu síðar í umfjöllun minni um Evrópubandalagið og 1992. 4. Evrópubandalagið og 1992. 4.1. Almennt. Um allangt skeið höfum við fylgst með framvindu mála á meginlandi Evrópu hvað varðar sameiginlegan markað ríkja Evrópubandalagsins og hvaða áhrif það muni hafa á okkur. Aðdragandi þessa er langur og er fyrsta tilskipunin (directive) frá árinu 1968. AIls hafa 22 tilskipanir verið gefnar út eða eru í burðarliðnum. En frá árinu 1985. þegar áætlun um sameiginlegan markað var sett fram í svokallaðri Hvítbók (White Paper), hafa hjólin snúist hraðar. Þeir, sem fylgst hafa með umræðu um innri markað EB-ríkja, vita hvað átt er við með hugtakinu „Frelsin fjögur“, en í hnotskurn má segja að það sé það sem málið snýst um: frelsi í viðskiptum milli landa, frelsi fyrir tollamúrum. frclsi með flutning á fjármagni á milli landa og frelsi fólks í að flytja frá einum stað til annars. En hvað færir þctta frelsi aðildarríkjunum? Athugun á vegum Framkvæmdanefndar Evrópubandalagsins sýnir að með því að mynda einn innri markað í Evrópu megi spara allt að 1.200 milljarða króna á núgildandi verð- lagi, meðal annars með stærðarhagkvæmni og fram- leiðniaukningu. Þetta svarar til 5 prósenta af vergri þjóðarframleiðslu EB-ríkja. I sömu athugun kemur fram að með samruna Evrópubandalagsríkja er áætlað að störf fyrir tvær til fimm milljónir manna muni mynd- ast. Því er eftir töluverðu aðslægjast. Endanleg áhrif EB og 1992 á störf endurskoðenda hérlendis sem erlendis eru ekki enn að fullu komin í ljós. þar sem enn eru margar reglur á smíðaborðinu og mikið er um undantekningar. Sem dæmi má nefna að í tilskipun 4, sem fjallar meðal annars um gerð ársreikn- inga, eru 40 valmöguleikar og þynnist því stefnan um samhæfða ársreikninga út fyrir vikið. Samkvæmt tilskipunum EB eru gerðar minni kröfur til ársreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja en til stærri fyrirtækja. Samkvæmt tilskipunum EB er skil- greining á litlum fyrirtækjum sú að þau eru með færri en 50 starfsmenn; eru með niðurstöðutölu efnahags- reiknings undir 1,5 milljónum ECU, sem svarar til 90 milljóna króna; og með veltu allt að 3,2 milljónum ECU, eða 200 millj. króna. Skilgreining á meðalstórum fyrirtækjum er hins sú að þau hafa allt að 250 starfs- menn; með 6,5 milljón ECU eða minna í niðurstöðu- tölu efnahagsreiknings, eða 400 milljónir króna; og með allt að 12,8 milljóna ECU, eða 770 milljónir króna, í veltu. Nú liggur fyrir breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að tvöfalda framangreind viðmiðunarmörk, að undan- skildum starfsmannafjölda. Sjálfsagt munu því allflesl íslensk fyrirtæki falla undir skilgreiningu EB á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig má nefna að fram- kvæmdanefnd EB mælir með að ársreikningar fyrir- tækja af þessari stærð verði birtir í ECU. 4.2. Reikningsskilastaðlar. A næstunni má vænta þess að ekki verði lengur um að ræða leiðbeinandi reglur í einstökum löndum, hcld- ur skuldbindandi reglur í verulcgum mæli sem endur- skoðendur verða að fara eftir við gerð reikningsskila. Kunna samþykktir FLE um óskuldbindandi staðla að reynast enduskoðanda lítil vernd gagnvart erlendum aðilum. Segja má að í dag búi EB ríki við þrjú þrep af endur- skoðunar- og reikningsskilastöðlum. A fyrsta þrepi eru staðlar hvers lands, líkt og þær leiðbeinandi reglur sem við höfum samþykkt innan FLE. A öðru þrepi eru til- skipanir (directives) sem Framkvæmdanefndin hefur gefið út og á efsta þrepi eru hinir alþjóðlegu reiknings- skilastaðlar. í apríl síðast liðnum hélt Alþjóða reikningsskila- nefndin (IASC) fund í Brussels þar sem forseti Evrópu- sambands endurskoðenda (FEE), Dr. Hermann Nor- demann, flutti ræðu. I þeirri ræðu kom fram að sam- kvæmt áliti FEE er ekki grundvöllur fyrir fleiri en tveimur þrepum í staðlagerð, það er alþjóðlegum og síðan í hverju landi. Nokkuð skiptar skoðanir eru um þetta innan EB. Þó tekið sé á ýmsu í tilskipunum EB vantar samt að mati FEE að tekið sé á ýmsum þýðing- armiklum málum, svo sem fjármögnunarleigu, eftir- launaskuldbindingum og frestun skattskuldbindinga. Jafnframt eru efasemdir uppi um að tilskipanir (directi- ves) sé rétti vettvangurinn fyrir staðlasetningar. vegna 21

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.