Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 32

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 32
sýna sem hluta af reglulegri starfsemi í rekstrarreikn- ingi. Oft eru þeir þó tilgreindir sérstaklega. Alþjóðlega reikningsskilanefndin mælir ekki fyrir um það hvar skuli staðsetja óvenjulega liði í rekstrarreikn- ingi. Hins vegar leggur hún áherslu á að óvenjulegir lið- ir séu sýndir sérstaklega ásamt skýringum. B. Leiðréttingar vegna fyrri tímabila: Leiðréttingar vegna fyrri tímabila eru tekjur eða gjöld sem uppgötvast á yfirstandandi uppgjörstímabili en hafa orðið til vegna skekkju eða yfirsjónar við uppgjör fyrra tímabils eða fyrri tímabila. 1) Leiðréttingar vegna fyrri tímabila eru stundum gerðar með færslu á óráðstafað eigið fé þannig að yfirfærslufjárhæð frá fyrra tímabili er leiðrétt. 2) Stundum eru slíkar leiðréttingar þó sýndar sem óreglulegur liður í rekstrarreikningi. Jafnframt er oft skýrt frá því hvaða áhrif þessir liðir hefðu haft á afkomu þeirra tímabila sem þeir raunverulega til- heyrðu. 3) Til að auðvelda samanburð á afkomu milli tímabila er stundum farin sú leið að léðrétta fjárhæðir í rekstrarreikningi fyrra tímabils þar sem það á við. Hvort sem farin er leið 1, 2 eða 3 er mikilvægt að gerð sé fullnægjandi grein fyrir því hvað felist í lciðrcttingun- um og hvaða fjárhæðir er um að ræða. C. Breytingar á reikningsskilavenjum: Ein meginregla reikningshalds er að byggt skuli á sömu reikningsskilavenjum frá einu tímabili til annars. Ekki skal breyta um reikningsskilavenju nema lög eða staðl- ar mæli fyrir um slíkt eða ef breytingin er óumdeilan- lega til bóta. Ef tekin er ákvörðun um breyttar reikn- ingsskilavenjur er nauðsynlegt að gera grein fyrir ástæðum og eðli breytinganna í skýringum. Ahrif breytinganna má sýna á fleiri en einn veg: a) Gera má grein fyrir áhrifum á hagnað fyrri tímabila, ef hinum nýju reikningsskilavenjum hefði verið beitt. b) Hægt er að leiðrétta samanburðartölur fyrri upp- gjörstímabila til samræmis við hinar nýju reiknings- skilavenjur. c) Einnig er hægt að sýna uppsöfnunaráhrif vegna fyrri tímabila sem leiðréttingu á óráðstöfuðu eigin fé í byrjun uppgjörstímabilsins. Jafnframt væri greint frá áhrifum breytinganna á hagnað fyrri tímabila. D. Breytingar á matsreglum: Við ársreikningsgerð þarf oft að taka afstöðu til ýmissa álitamála sem háð eru aðstæðum hverju sinni. Þetta á t.d. við um mat á innheimtanleika viðskiptakrafna en það getur breyst frá einum tíma til annars. Áhrif af breyttum matsreglum eru yfirleitt felld inn í viðeigandi liði rekstrarreiknings sem hluta af reglulegri starfsemi án þess að þau séu sýnd sérstaklega. Ef um verulegar fjárhæðir er að ræða þarf þó að sýna þessi áhrif sérstak- lega. Stundum er erfitt að greina á milli þess hvort um breytingar á matsreglum eða reikninsskilavenjum er að ræða. Þá er venjan sú að meðhöndla breytinguna eins og um breytingu á matsreglu væri að ræða en gera sér- staklcga grein fyrir áhrifunum í skýringum. Ég hef nú reynt að skilgreina og skýra helstu atriði sem staðall nr. 8 byggir á en nauðsynlegt er að þau séu höfð í huga þegar staðallinn er lesinn. í stuttu máli gerir staðallinn ráð fyrir eftirfarandi: A. Óvenjulegir liðir skulu koma fram í rekstrarreikn- ingi og vera hluti af hagnaði tímabilsins. Sýna skal hvern slíkan lið sérstaklega ásamt skýringum. B. Lciðréttingar vegna fyrri tímabila skal annað hvort færa sem leiðréttingu á eigin fé í byrjun uppgjörs- tímabilsins eða sem sérstakan lið í rekstrarreikn- ingi. I báðum tilvikum skal framsetning þessara liða vera þannig að samanburður milli tímabila sé sem auðveldastur. C. Breytingar á reikningsskilavenjum skulu ekki gerð- ar nema lög eða staðlar mæli fyrir um slíkt eða ef nýja venjan er ótvírætt betri en sú sem notuð hefur verið. Ef breyting á reikninsskilavenju hefur veru- leg áhrif á upgjörstírnabilið eða komandi tímabil skal gera sérstaklega grein fyrir henni, þ.e. þeim fjárhæðum sem um er að ræða ásamt ástæðum fyrir breytingunni. D. Áhrif af breytingum á matsreglum skal færa í rekstrarreikning sem hluta af reglulegri starfsemi. Ef áhrif breyttra matsreglna eru veruleg skal gera sérstaklega grein fyrir þeim. Staðall nr. 8 tók gildi 1. janúar 1979. Eins og menn sjálfsagt vita er félag okkar aðili að Al- þjóðlegu reikningsskilancfndinni. Samkvæmt því ber okkur skylda að tryggja að reikningsskil séu í samræmi við staðlana. Það er von mín að þessi stutta umfjöllun undirstriki enn frekar þá grundvallarþýðingu sem staðl- arnir hafa. 32

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.