Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 27

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 27
störf á þessu sviði. Þetta starf leiddi síðan til útgáfu fyr- irmynda að tvísköttunarsamningnum 1928 og síðan aft- ur 1943 og 1946. Við þessar fyrirmyndir var stuðst að nokkru í þeim tvísköttunarsamningum, sem gerðir voru á næstu áratugum þar á eftir. án þess þó að þessar hug- myndir hlytu almennar undirtektir. Þegar Efnahagssamvinnustofnun Evrópu sem síðar varð Efnahags- og framfarastofnunin (O.E.C.D.) var komið á fót á árinu 1948. var hafist handa á þessu sviði og leiddi það til tillagna um tvísköttunarsamninga á ár- inu 1955. Á árinu 1956 var sérstakri skattanefnd innan Efnahagssamvinnustofnunarinnar falið það verkefni að semja tillögur að fyrirmynd að tvísköttunarsamningi sem aðildarríkin gætu sætt sig við og leyst gæti þau tví- sköttunarvandamál sem til staðar væru á milli þcirra. Á árinu 1958-1961 lagði skattanefndin fram fjórar áfangaskýrslur áður en hún lagði fram endanlega skýrslu „Drög að tvísköttunarsamningi á tekjur og eign- ir“ á árinu 1963. Þessi fyrirmynd að tvísköttunarsamningum hefur haft mikil áhrif á gerð slíkra samninga æ síðan, ekki aðeins á nýja og endurgerða samninga á milli aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, sem í meginat- riðum fylgja fyrirmyndinni, heldur einnig á samninga sem aðildarríki hafa gert við ríki utan stofnunarinnar. og ennfremur samninga milli ríkja sem utan þessarar stofnunar standa. Samningsfyrirmyndin frá 1963 var síðan endurskoðuð að fenginni reynslu og með hliðsjón af alþjóðlegri þró- un. og var ný samningsfyrirmynd gefin út 1977, án þess þó að við uppbyggingu eða meginreglum 1963 fyrir- myndarinnar væri hróflað. Tvísköttunarsamningur Islands við önnur ríki En hvernig er þessum málum háttað hjá okkur í dag? Skv. 117. gr. skattalaganna er ríkisstjórninni heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæm- ar ívilnanir á tekju- og eignaskatti erlendra og íslenskra skattaðila. sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sömu tekjum eða eignum bæði á Is- landi og erlendis. Þá er nkisstjórninni heimilt eftir sömu grein að gera samninga um gagnkvæm upplýs- ingaskipti og um innheimtu opinberra gjalda við önnur ríki. Fyrstu almennu tvísköttunarsamningarnir, sem Is- land gerði voru við Svíþjóð og Danmörku, en þeir samningar munu hafa verið gerðir fyrir seinni heims- styrjöldina. Þeir tvísköttunarsamningar, sem í gildi eru í dag eru við Danmörku, Noreg, Finnland og Svíþjóð, Bandaríkin og V-Þýskaland. Þá hefur verið undirritað- ur samningur við Sviss, en hann hefur enn ekki hlotið formlega staðfestingu. Þá eru langt komnir samningar við Bretland og Frakkland og viðræður eru hafnar við Grænlendinga og Færeyinga um tvísköttunarsamninga. Auk þessara tvísköttunarsamninga hafa verið gerðir samningar við Luxemburg, Belgíu og Bretland um gagnkvæmar undanþágur tekjuskatts varðandi rekstur skipa og loftfara. Tvísköttunarsamningar sem ísland hefur gert við er- lend ríki fylgja „Fyrirmyndarsamningi" O.E.C.D. Þetta er þægilcgt fyrir þá, sem þurfa að kynna sér efni slíkra samninga, þar sem t.d. 12. gr. í Norðurlandasamningn- um (sem fjallar um þóknanir) samsvarar 12. gr. í samn- ingnum við V-Þýskaland. Samningurinn við Bandaríkin er þó að því leyti frábrugðinn, að þar er ekki fylgt upp- byggingu O.E.C.D. samningsins hvað niðurröðun varð- ar. þó svo að efnisatriðin séu í aðalatriðum hin sömu. Þannig kemur þckking á meginatriðin í „fyrirmynd- arsamningi" O.E.C.D. þeim til góða, sem þurfa eða hafa áhuga fyrir því að kynna sér efni tvísköttunar- samninga. Hægt er að kaupa þessa fyrirmynd, sem á ensku nefnist „Model Double Taxation Convention on Income and Capital" í gegnum bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar. O.E.C.D. - fyrirmyndin Hér að framan er getið nokkurra ákvæða í tvískött- unarsamningum í sambandi við umfjöllun á ákvæðum 3. gr. skattalaganna um takmarkaða skattskyldu. Þær tilvitnanir eru að sjálfsögðu hvergi nærri tæmandi. Hér á eftir verður lýst uppbyggingu og nokkrum ákvæðum í O.E.C.D. fyrirmyndinni en eins og áður er greint frá er henni fylgt í öllum aðalatriðum við gerð flestra þeirra tvísköttunarsamninga sem ísland er aðili að, og væntanlega við gerð þeirra samninga sem gerðir verða í náinni framtíð. í 1. gr. og 2. gr. modelsins eru tilteknir þeir aðilar og þeir skattar, sem samningurinn tekur til. I 3. gr. eru skilgreind ýmis hugtök, sem koma fyrir í öðrum greinum samningsins svo sem „aðili“, „félag“ og „ríkisborgari“. Önnur hugtök, svo sem ágóðahlutur, þóknanir og sjálfstæð starfsemi, eru útskýrð í þeim greinum. sem sérstaklega fjalla um þau efni. í 4. gr. er fjallað um heimilisfesti og í 5. gr. um fasta atvinnustöð. í 6.-21. gr. er einkum fjallað um hvers konar tekjur, svo sem tekjur af fasteignum. hagnað af atvinnurekstri, ágóðahluti, vexti. þóknanir, sjálfstæða starfsemi, laun- uð störf o.fl. Þá er að finna (í 9. gr.) sérstök ákvæði um tengd fyrirtæki, þar sem kveðið er á um að ef slík fyrir- tæki semja eða ákveða skilmála um innbyrðis samband sitt á viðskipta- eða fjármálasviði. sem eru frábrugðnir því sem væri ef fyrirtækin væru óháð hvort öðru, megi telja allan hagnað, sem án slíkra skilmála hefði runnið til annars fyrirtækisins en rennur ekki til þess vegna skilmálanna, sem hagnað þess fyrirtækis og skattleggja hann í samræmi við það. Ákvæði þessi eru hliðstæð ákvæðum 1. málsgr. 58. gr. skattalaganna um óvenjuleg skipti í fjármálum. 27

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.