Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 23

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 23
VALDIMAR GUÐNASON löggiltur endurskoðandi SKATTLAGNING ERLENDRA AÐILA, TVÍSKÖTTUNARSAMNINGAR O.FL. Grein þessi er að mestu samhljóða erindi sem flutt var á skattaráðstefnu FLE í janúar 1989 Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir helstu lagaákvæðum og reglum sem gilda um fulla og ótak- markaða skattskyldu annars vegar og takmarkaða skattkyldu hins vegar. Pá mun fjallað nokkuð um áhrif ákvæða tvísköttunarsamninga á takmarkaða skatt- skyldu og loks gerð grein fyrir tvísköttunarsamningum almennt. UM ÁKVÆÐI TEKJUSKATTSLAGANNA UM FULLA OG ÓTAKMARKAÐA SKATTSKYLDU Um skattskyldu manna er fjallað í 1. gr. laganna en þar segir að skyldu til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum. hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru. hvíli á þessum mönn- um: I fyrsta lagi bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu þeir sem heimilisfastir eru hér á landi. Hér undir falla ísl. ríkisborgarar sem hér eiga lögheimili sbr. lög nr. 35/ 1960 um lögheimili. Ennfremur ísl. ríkisborgarar sem flust hafa hingað til þess að setjast hér að þó svo þeir séu ekki búnir að fá sér lögheimili hérlendis. Þá falla hér undir ísl. ríkisborgarar sem starfa erlendis fyrir ís- lenska ríkið eða alþjóðastofnanir. Ennfremur teljast menn sem dveljast erlendis við nám hafa heimilisfesti hérlendis í skilningi skattalaga á meðan á námi stendur sbr. 10. gr. lögheimilislaganna. í öðru lagi bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu þeir sem heimilisfastir hafa verið hér á landi en flutt úr landi og fellt hafa niður heimilisfesti sitt hér, nema þeir sanni að þeir séu skattskyldir í öðru rfki á sama hátt og mcnn heimilisfastir þar og hafi fullnægt þar skattskyld- um sínum. Skattskylda þessi gildir þó aðeins í þrjú ár frá næstu áramótum eftir brottflutning. í þriðja lagi bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu þeir sem dvelja hér á landi lengur en samtals 183 daga á sama almanaksári, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landinu vegna orlofs og þess háttar. Hér er þess að gæta að útlendingur sem væri ríkis- borgari ríkis sem gert hefur tvísköttunarsamning við ís- land gæti verið vegna slíkra samninga undanþeginn skattlagningu hérlendis af einhverjum hluta tekna sinna. Þannig myndi t.d. Dani sem hér starfaði lengur en í 183 daga á sama almanaksári verða skattskyldur hér af launatekjum sem hann fengi vegna starfa sinna hérlendis, en ekki af tekjum sem hann hlyti af fasteign sinni í Danmörku. Öðru máli gegnir um menn frá ríkjum sem ekki hafa gert tvísköttunarsamninga við Island. Þeir bera fulla og ótakmarkaða skattskyldu af öllum sínum tekjum og eignum ef þeir dvelja hér lengur en 183 daga á sama almanaksári. Þó er heimilt gagnvart slíkum aðilum að beita ákvæð- um 3. málsgr. 117. gr. tekjuskattslaganna en þar segir m.a. að sé eigi fyrir hendi samningur við annað ríki um að komast hjá tvísköttun á tekjur og eignir og skattað- ili, sem skattskyldur er hér á landi skv. 1. og 2. gr., greiðir til opinberra aðila í öðru ríki skatta af tekjum sínum og eignum sem skattskyldar eru hér á landi og er þá ríkisskattstjóra heimilt, samkvæmt umsókn skatt- aðila eða ábendingu skattstjóra, að lækka tekjuskatt og eignarskatt hans hér á landi með hliðsjón af þessum skattgreiðslum hans. Loks bera í fjórða lagi fulla og ótakmarkaða skatt- skyldu þeir sem ekki falla undir 1.-3. tl. en starfa sam- tals lengur en 183 daga á sama almanaksári, þar með talin eðlileg fjarvera frá starfi vegna orlofs og þess hátt- ar, um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi. Samskonar ákvæði og getið var um hér að framan í tvísköttunarsamningnum og í 3. málsgr. 117. gr. gilda um þessa aðila. 23

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.