Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 16
mikilvægasta undantekningin þátttöku í fiskveiöum.
Gert var ráð fyrir að erlendir eignaraðilar gætu keypt
hér fasteignir að svo miklu leyti, sem þær væru nauð-
synlegar til viðkomandi atvinnurekstrar. Þá var gert ráð
fyrir almennum íhlutunarrétti stjórnvalda varðandi er-
lenda fjárfestingu. ef um stórvægilega hagsmuni þjóðar-
innar væri að ræða. eða það sem í ýmsum alþjóðasamn-
ingum er á ensku nefnt „ vital national interest".
I frumvarpinu var byggt á því sem almennri reglu ,
að framkvæmdastjórar og meirihluti stjórnarmanna
væru búsettir hér á landi og er það gert til að tryggja
það. að hægt sé án mikillar fyrirhafnar að stefna þcim
fyrir íslenska dómstóla. Síðan hefur það hins vegar
gerst, að íslendingar hafa undirritað svokallaðan „Lug-
ano“- samning, sem mælir fyrir um fullnægju dóma,
sem kveðnir eru upp í aðildarrfkjum samningsins,
þannig að fullnægja má dómi, sem kveðinn er upp hér á
landi með aðstoð fógeta í Þýzkalandi og gagnkvæmt.
Þessi samningur hefur enn eigi verið fullgiltur hér á
landi, en verði það gert er fallin brott ein meginfor-
sendan fyrir búsetu- skilmálum í sambandi við fyrir-
tæki, sem eru í erlendri eigu.
HEIMILD ÍSLENSKRA AÐILA TIL AÐ EIGA HLUT
f ERLENDUM FYRIRTÆKJUM
Um heimild íslenskra aðila til þess að eiga hlut í er-
lendum fyrirtækjum er það að segja, að hún er háð sér-
stökum leyfum. Slík leyfi hafa á undanförnum árum
einkum verið veitt í sambandi við fullvinnslu íslenskra
sjávarafurða á erlendri grund og vegna sölustarfsemi á
íslenskri framleiðslu.
Svo nefnd séu dæmi um þessi leyfi vil ég nefna að
nokkrir aðilar hafa fengið leyfi til að fjárfesta í fisk-
vinnslu- og fisksölufyrirtækjum í Skotlandi og Eng-
landi, tvö útgerðarfyrirtæki eru með dótturfyrirtæki í
Panama og eitt á eyjunni Antigua, Islendingar hafa lagt
fram hlutafé í færeyskt skipafélag, sem einkum þjónar
vöruflutningum til Austfjarða, framleiðendur voga og
annars búnaðar í fiskvinnslustöðvar hafa sett á fót sölu-
og þjónustufyrirtæki erlendis, Islenskir aðilar eiga og
reka meðferðarstöð fyrir alkóhólista í Danmörku, ís-
lenskir hvítasunnumenn eiga hlut í sjónvarpsfyrirtæki í
Svíþjóð, framleiðendi fiskibáta úr trefjaplasti hefur sett
upp verksmiðju í Færeyjum og líkamsræktarmaður einn
hefur fengið leyfi til þess að flytja fjármagn til fjárfest-
ingar í líkamsræktarstöð í bænum Inverness í Skotlandi.
Þá rekur íslenskur aðili af tyrkneskum uppruna verk-
smiðju í Tyrklandi.
En eins og áður segir er þctta allt háð leyfum gjald-
eyrisyfirvalda og hefur mér virst að veruleg forsjár-
hyggja sé ráðandi þar á bæ, menn vilji verja íslenska
„sveitamcnn" fyrir fjárfestingar- freistingum í útlönd-
um, sem geti orðið þeim til tjóns.
BREYTINGAR í VÆNDUM
Ég hef hér minnst á örlög frumvarps til laga um fjár-
16
festingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi, sem
dagaði uppi á Alþingi vorið 1988, en rétt er að geta þess
að við höfum á síðari árum ávallt gert fyrirvara í alþjóð-
legu samstarfi að því er varðar fjármagnsflutninga milli
Islands og annarra landa. Má þar nefna almennan fyrir-
vara okkar gagnvart reglum OECD um fjármagnsflutn-
inga og fyrirvara, sem nýlega var gerður varðandi efna-
hagsáætlun Norðurlandaráðs sem ráðherranefnd Norð-
urlandaráðs samþykkti í nóvembcr 1988.
Nú standa hins vegar yfir viðræður milli EFTA-ríkja
og Evrópubandalagsins um myndun evrópsks efnahags-
svæðis eða EES, en þar yrði um að ræða fríverslun með
vörur og þjónustu í 18 ríkjum, þ.e. Evrópubandalags-
ríkjunum 12 og EFTA-ríkjunum 6. I þessum viðræðum
er mikil áhersla lögð á það af hálfu Evrópubandalagsins
að aflétt verði hömlum á fjármagnsflutningum yfir
landamæri og hömlum á stofnsetningu eða kaupum á
fyrirtækjum og aðstöðu. sem tengjast fríversluninni.
Forsvarsmönnum Evrópubandalagsins er Ijóst , að viss-
ar undantekningar hljóta að verða frá sh'kri meginreglu
t.d. varðandi fjárfestingu í fiskveiðum hér á landi og að
í öðrum tilvikum þarf nokkurn aðlögunartíma t.d.
varðandi fjárfestingu erlendra aðila í „viðkvæmum"
greinum, þar sem að hálfu heimamanna er borið við því
sem á enskri tungu nefnist: „vital national interest". En
verði af samningum um EES, sem vissulega myndi hafa
jákvæð áhrif á efnahagsþróun í öllum V-Evrópuríkjum,
þyrftum við að dusta rykið af frumvarpinu fyrrnefnda
og reyndar samræma það í öllum meginatriðum . því
sem nefnt er „acquis communautaire", en þar er um að
ræða þær reglur sem aðildarríki Evrópubandalagsins
hafa þegar náð samkomulagi um.
Sumir kunna að halda því fram, að við slíka breyt-
ingu muni erlendir aðilar á svipstundu kaupa upp allt
íslcnskt atvinnulíf, meðan að Islendingar fjárfesti helst í
börum á sólarströndum.
Ég held að ástæðulaust sé að óttast slíkt. Eins og arð-
semi íslenskra atvinnuvega er háttað um þessar mundir
er fullyrðing um fjárfestingu erlendra aðila hér á landi
fjarstæða og ég hef þá trú að Islendingar muni fara sér
hægt við fjárfestingar í atvinnulífi annarra ríkja, enda
sýnir reynslan okkur það . Þrátt fyrir þau dæmi sem ég
nefndi , hefur lítið verið leitað eftir heimildum til fjár-
festinga erlendis. Ég tel því . að við venjulegar aðstæð-
ur myndi fjárstraumar í báðar áttir verða hægir. Það
sem við þurfum fyrst og fremst að varast , er að verða
einhvers konar „hráefnisnáma" fyrir erlend fyrirtæki,
sem síðan hirða virðisaukann af fullvinnslu og sölu ís-
lenskra afurða á erlendri grund. En á mörgum sviðum
gctum við haft verulegan hag af fjárfestingu erlendra
aðila og þeirri yfirfærslu tækni- og markaðsþekkingar,
sem fjárfestingunni er samfara.
Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um fjárfestingu
Bandaríkjamanna í Evrópu. Franskur athafnamaður og
ritstjóri skrifaði metsölubók um hina „bandarísku ógn-
un“, þar sem hann varaði við því að allt atvinnulíf í