Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 30

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 30
þátt í þeirri vinnu og stefnumörkun sem þar fer fram heldur en nú er. Af hálfu þeirra sem vinna við að semja reikningsskil var talið að tillögur IASC væru settar fram af meira kappi en forsjá; þær gengju of langt á of skömmum tíma. Engu að síður virtust menn fylgjandi stöðlun á þessu sviði í hvcrju landi fyrir sig og á alþjóð- legum vettvangi þótt ekki sé hægt að segja að sú skoð- un hafi verið afgerandi. Hvað varðar framtíð IASC þá töldu þátttakendur að hlutverk nefndarinnar yrði að stuðla að samræmi í reikningsskilum fyrirtækja sem starfa á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Til þess að svo megi verða þurfi staðl- ar nefndarinnar að vera almennir og megi ekki ganga þvert á lög eða samkomulag þjóðabandalaga eins og t.d. Evrópubandalagsins. Ef helstu hlutabréfamarkaðir heims samþykkja slíka staðla eða meginreglur þá hefur verið stigið stórt skref í átt til samræmingar. Hér hefur í örstuttu máli verið greint frá helstu skoð- unum og sjónarmiðum sem fram komu á fundinum. Pótt ekki sé víst að hlutirnir gangi fyrir sig eins og að framan er lýst þá er samt Ijóst að það mun líða nokkur tími þar til alþjóðlegu samræmi hefur vcrið náð að ein- hverju marki. Jafn ljóst er að margvíslegar og mismun- andi aðstæður hjá hinum ýmsu þjóðum hcims gera það að verkum að fullt samræmi í reikningsskilum getur aldrei orðið ncma hvað varðar tiltekin grundvallarat- riði. Ekki verður annað sagt en nokkur óvissa ríki um stöðu Islands í þessunt efnum. Framundan eru ntiklar hræringar í Evrópu og ekki Ijóst hvernig samskipti Is- lands og Evrópubandalagsins verða. Pá kann svo að fara að landið verði opnað fyrir erlenda fjárfesta á næstu árum, en það kann að hafa víðtæk áhrif á störf cndurskoðenda hér á landi. Hvað sem því líður þá þurfa endurskoðendur á Islandi að vera undir það búnir að takast á við verkefni á alþjóðlegum vettvangi áður en langt um líður. Eigum til skilablöð í Stofnmöppur og Ársmöppur sem Félag íslenskra endurskoðenda hefur samþykkt að nota. Einnig getum við útvegað viðeigandi bréfabindi í nokkrum litum. Hjá okkur fæst hverskyns tölvupappír, ljósritunarpappír, límmiðar og telefaxrúllur. Ennfremur margskonar skrifstofuvörur. Hringið og fáið frekari upplýsingar og myndalista. ^ Prentsmiöjan m\ hf. Söludcild Höfðabakka 3 s. 83366 30

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.