Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 31

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 31
GUÐMUNDUR SNORRASON löggiltur endurskoðandi UM STAÐAL ALÞJÓÐA REIKNINGSSKILANEFNDARINNAR NR. 8 Grein þessi er samhljóða erindi sem flutt var á hádegisverðar- fundi FLE hinn 1. febrúar 1989 Ég mun hér í stuttu máli gera grein fyrir staðli Alþjóð- legu reikningsskilanefndarinnar nr. 8. Þessi staðall fjall- ar um það hvernig fara skuli með eftirfarandi atriði í rekstrarreikningi: A Ovenjulega liði B. Leiðréttingar vegna fyrri tímabila C Breytingar á reikningsskilavenjum D Breytingar á matsreglum Staðallinn tekur hvorki á endurmati né skattalegri með- ferð þessara liða. Stundum er talað um þessa liði í einu lagi sem „óreglulegar tekjur og gjöld." Skýringar: Rekstrarreikningur fyrirtækis sýnir árangur af starfsemi þess fyrir tiltekið tímabil. Tvenns konar sjónarmið eru einkum uppi um það hvaða rekstrarliði skuli taka með við ákvörðun á hagnaði eða tapi tímabils. a) Sumir álíta skynsamlegt að halda óreglulegum liðum utan við hagnað eða tap tímabils eða sýna þá sér- staklega í rekstrarreikningi á eftir hagnaði tímabils- ins eða sem leiðréttingu á eigin fé. Þeir sem mæla með þessari aðferð álíta að samanburður milli tíma- bila verði auðveldari. Hættan er hins vegar sú að þeir sem lesa slfkan ársreikning geri sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi þeirra liða sem haldið er utan hins eiginlega rekstrarreiknings. b) Margir telja á hinn bóginn eðlilegra að hagnaður tímabils feli í sér óreglulega jafnt sem reglulega rekstrarliði. Óreglulegir liðir yrðu samt sem áður oftast sýndir sérstaklega í rekstrarreikningi eða þeirra getið í skýringum. Þótt fleiri aðhyllist þessa skoðun kann í sumum tilvikum að vera æskilegra að halda tilteknum liðum utan við rekstrarreikning tímabilsins. Hvort sem farin er fyrrnefnda eða síðarnefnda leiðin er yfirleitt gert ráð fyrir því að óreglulegum liðum sé haldið utan við hagnað af reglulegri starfsemi tímabils- ins. A. Óvenjulegir liðir: Óvenjulegir liðir eru hér skilgreindir sem hagnaður eða tap sem á rætur að rekja til atburða eða atvika sem eru ekki hluti af reglulegri starfsemi fyrirtækis og þess vegna ekki gert ráð fyrir að þeir endurtaki sig oft eða reglulega. Sem dæmi um slíkt má nefna ef fyrirtæki verður fyrir verulegu tapi á sölu fastafjármuna eða ef það hagnast verulega á slíkum viðskiptum. Ákvörðun um það hvort tiltekinn hagnaður eða tap skuli teljast óvenjulegur liður ræðst ekki eingöngu af því hvers eðlis hagnaðurinn eða tapið er, heldur einnig af eðli þeirrar starfsemi sem fyrirtækið hefur með hönd- um. Hagnaður af sölu fastafjármuna teldist t.d. ekki óvenjulegur liður hjá fyritæki þar sem meginstarfsemin væri fólgin í að kaupa og selja slíkar eignir. Söluhagnað ber annars almennt ekki að telja sem óvenjulegan lið nema um verulegar fjárhæðir sé að ræða. Mikilvægt er að ekki sé ruglað saman óvenjulegum liðum sem tengjast ekki eiginlegri starfsemi þess. Sem dæmi um það fyrrgreinda má nefna þegar tapaðar við- skiptakröfur ncma verulegum fjárhæðum. Slíka liði skal 31

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.