Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 48

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 48
3.2. Að allar birgðir í eigu fyrirtækisins, og aðeins þær, komi fram í reikningsskilum og séu metn- ar í samræmi við lög og góða reikningsskila- venju. 3.3. Að eðlileg lotun hafi verið viðhöfð að því er varðar vörukaup og vörusölu í lok reiknings- tímabils. 3.4. Að framsetning birgða í reikningsskilum sé í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju og að í þeim komi fram upplýsingar um veðsetn- ingar og aðrar kvaðir sem á birgðum kunna að hvfla. 4. ENDURSKOÐUN: 4.1. Endurskoðandi skal komast að rökstuddri nið- urstöðu um áreiðanleika í skráningu. talningu og verðlagningu vörubirgða. Hann þarf þannig að kynna sér að þær reglur sem fyrirtækið hefur sett um meðferð vörubirgða séu fullnægjandi og að eftir þeim sé farið. 4.2. Endurskoðandi skal sannreyna tilvist birgða í þeim mæli sem hann sjálfur telur nauðsynlegt. Umfang athugana hans fer eftir innra eftirliti fyrirtækis, áreiðanleika birgðabókhalds, gerð vörunnar og mikilvægi vörubirgða sem liðar í reikningsskilum. Ef endurskoðandi telur ekki nauðsynlegt að vera viðstaddur vörutalningu skal hann rökstyðja það í vinnuskjölum sínum. 4.3. Endurskoðandi skal kanna birgðir þcim mun ít- arlegar sem hætta á villum eða misferli er meiri. Ekki má þó gera ráð fyrir að aukið eftir- lit hans geti að fullu bætt upp ágalla í innra eft- irliti fyrirtækis. 4.4. Endurskoðandi skal ganga úr skugga um að að- ferðir fyrirtækis við verðlagningu birgða eða framsetning þeirra í reikningsskilum brjóti ekki í bága við lög eða góða reikningsskilavenju. Endurskoðandi skal sannreyna að grein sé gerð fyrir matsaðferðum og breytingum á þeim í skýringum í reikningsskilum. 4.5. Ef birgðir eru metnar á öðru verði en kostnað- arverði skal endurskoðandi fullvissa sig um að útreikningur þess sé byggður á haldgóðum gögnum og öruggum upplýsingum. Nóvember 1989 SKATTSTUDULL OG HÆKKUN BYGGINGARVÍSITÖLU ÁR SKATTSTUDULL HÆKKUN VÍSITÖLU INNAN ÁRSINS MISMUNUR HLUTFALLSLEGUR MISMUNUR 1979 45,51% 54,26% 8,75 16,13% 1980 54,91% 57,29% - 2,38 - 4,15% 1981 53,49% 45,21% + 8,28 + 18,31% 1982 53,78% 63,04% - 9,26 - 14,69% 1983 71,67% 55,00% + 16,67 + 30,31% 1984 26,72% 19,35% + 7,37 + 38,09% 1985 28,68% 35,14% - 6,46 - 18,38% 1986 28,43% 17,20% + 11,23 + 65,29% 1987 17,95% 17,75% + 0,20 + 1,13% 1988 18,48% 16,22% + 2,26 + 13,93% 1989 22,24% 27,27% - 5,03 - 18,45%

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.