Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 37

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 37
Vegna gengisfellingar um sl. áramót lagði reiknings- skilanefnd fram greinargerð um gengisviðmiðun í árs- lok 1988. Var í greinargerðinni fjallað mjög ítarlega um meðhöndlun gengistryggðra eigna og skulda í ársreikn- ingum og var leitað fanga í lögum. erlendum stöðlum og víðar. Niðurstaða nefndarinnar varð sú að nota skildi fyrsta skráða gengi í ársbyrjun 1989 við gerð árs- reiknings fyrir árið 1988. í aliti nefndarinnar var lögð áhersla á það. að meðferð gengis og færsla gengismunar í ársreikningi kæmi greinilega fram í skýringum árs- reiknings. Þetta er í þriðja sinn á þessum áratug sem gengi ís- lensku krónunnar er fellt um áramót. Gerðist þetta um áramótin 1981/1982 og næst um áramótin 1982/1983 og svo enn einu sinni um síðustu áramót. Á árunum 1982 og 1983 Iagði þáverandi reikningsskilanefnd fram grein- argerð um gengisviðmiðanir og komst þá að þeirri nið- urstöðu að mæla með notkun þess gengis sem fyrst var skráð á nýja árinu við gerð ársreiknings liðins árs. I júlí 1989 gaf Alþjóðlega reikningsskilanefndin (IASC) út alþjóðastaðal um reikningsskil í verðbólgu og eru ákvæði staðalsins í öllum aðalatriðum hliðstæð þeirri reikningsskilaaðferð sem lögð hefur verið fram á vegum reikningsskilanefndar FLE og kölluð hefur verið „Fráviksaðferð". Alþjóðlega reikningsskilanefndin hef- ur nú gefið út 29 staðla en FLE er aðili að nefndinni. Birgðamál og meðferð fiskveiðikvóta og annarra réttinda sem sérstaklega tengjast sjávarútvegi verða til umfjöllunar á ráðstefnu á vegum FLE sem haldin verð- ur í byrjun desember nk. Þar verður jafnframt gerð grein fyrir samstæðureikningsskilum og álitaefnum sem sérstaklega snerta aðstæður hér á landi. Endurskoðunarnefnd FLE A. Leiðbeinandi reglur: I tengslum við aðalfund FLE í nóvember 1988 lagði Endurskoðunarnefnd fram til kynningar tillögur að eft- irfarandi leiðbeinandi reglum: * TE 1: Leiðbeinandi reglur um endurskoðun birgða. * TE 2: Leiðbeinandi reglur um endurskoðun á við- skiptakröfum. Nokkrar umræður urðu á félagsfundinum um þessar tillögur. Endurskoðunarnefndin yfirfór tillögurnar á ný í ljósi umræðnanna og þeirra athugasemda, sem fram komu. Um miðjan febrúar sl. fengu félagsmenn síðan í hendur nýja útgáfu af tillögunum, og jafnframt var beð- ið um skriflegar athugasemdir. Nefndin mun skoða til- lögurnar á ný fyrir aðalfund FLE í nóvember 1989, en leggja þær síðan fyrir fundinn til afgreiðslu. Ef aðalfundur FLE 1989 samþykkir ofangreindar til- lögur hefur þeirri Endurskoðunarnefnd. sem nú situr, tekist að fá samþykktar 5 leiðbeinandi reglur um endur- skoðun á 2 árum. Á starfsárinu 1988-1989 hefur sú skoðun átt fylgi að fagna í nefndinni, að rétt sé að staldra ögn við nú. Huga beri vel að framhaldinu, og ný verkefni verði val- in í samræmi við sameiginlega stefnumörkun nefndar- innar og stjórnar FLE. Rétt væri einnig að fá nýja starfskrafta inn í nefndina nú. Stefnumörkun stjórnar FLE þarf að taka til staðla- setningar almennt hjá félaginu, bæði hjá Endurskoð- unarnefnd og hjá Reikningsskilanefnd. Það er ekki hvatning fyrir félagsmenn að fylgja þeim leiðbeinandi reglum, sem Endurskoðunarnefnd gefur út, ef ekki er talin ástæða til staðlasetningar á sviði Reikningsskila- nefndar. I slíku ástandi felst ósamræmi. sem dregur úr skilningi félagsmanna á nauðsyn leiðbeinandi reglna og úr vilja þeirra til að fylgja þeim. B. Norrænt samstarf: Árlegur fundur Norrænu endurskoðunarnefndarinnar (NRK) var haldinn í Stokkhólmi í júní sl. Tveir fulltrú- ar Endurskoðunarnefndar FLE sóttu fundinn. Fundur- inn var mjög ánægjulegur og gagnlegur, og styrkti enn það álit fulltrúa Endurskoðunarnefndar FLE, að brýna nauðsyn beri til að viðhalda og rækta þetta norræna samstarf. Hclstu atriðin úr dagskrá fundarins voru sem hér seg- ir: 1. Gerð leiðbeinandi reglna, markmið og leiðir. 2. Eftirlit með gæðum vinnu löggiltra endurskoðenda, markmið og leiðir. 3. Ábyrgð endurskoðenda í sambandi við það að fletta ofan af undanskotum og fjárdrætti í endurskoðuðum fyrirtækjum. 4. Athugun endurskoðenda og áritun á fjárhagsáætlan- ir. 5. Skilgreining og afmörkun á hlutverki endur- skoðanda annars vegar við endurskoðun og hins vegar við aðstoð við gerð reikningsskila. 6. Afstaða endurskoðenda til víkjandi lána. (Islensk framsaga). 7. Skylda endurskoðenda í Noregi og Svíþjóð til að at- huga og segja álit á stjórnun og stjórnsýslu í fyrir- tækjum. 8. Áritun endurskoðanda á álitsgerðir í sambandi við innborgun hlutafjár með varanlegum rekstrarfjár- munum við stofnun hlutafélaga, sameiningu félaga eða hlutafjáraukningu. Fundurinn var mjög vel skipulagður af hálfu Svía. Næsti fundur verður haldinn í Noregi í júní 1990. C. Önnur viðfangsefni: Endurskoðunarnefndin beitti sér á starfsárinu fyrir út- gáfu þeirra IFAC-staðla (International Auditing Guidelines, IAG), sem samþykktir hafa verið og út- gefnir síðan í júlí 1986. Jafnframt fylgdu tillögur að nýj- um stöðlum o.fl. 37

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.