Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 25

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1989, Blaðsíða 25
markaða skattskyldu. Væntanlega eru þó samskonar ákvæði í skattalögum annarra þjóða og í 3. málsgr. 117. gr. sem tekið yrði tillit til. Loks skal á það bent að tekjur skv. þessum 2. tölulið teljast launatekjur í skilningi laga um staðgreiðslu og ber því að halda eftir staðgreiðslu af þessum tekjum. 3. töluliður orðast svo: „Allir aðilar sem fá greiðslu fyrir þjónustu eða starf- semi innta af hendi hór á landi skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.“ Akvæði töluliðsins taka bæði til manna og lögaðila. Akvörðun tekjuskattsstofns fer því eftir ákvæðum 62. gr. skattalaganna eftir því sem við á í hverju tilviki. Skatthlutfallið er 20% og gildir það jafnt um menn sem lögaðila. Persónuafsláttur er enginn. Frá þessu er þó sú undantekning að aðili sem kemur fram £ atvinnuskyni til skemmtunar eða keppni án ákveðinna launa eða þóknunar, þ.e. kemur fram á eigin vegum og nýtur því sjálfur afraksturs af starfi sínu, skal greiða 13% af heild- artekjum án nokkurs frádráttar. Enda þótt tekjur skv. 3. tl. geti verið afrakstur af sjálfstæðri starfsemi falla þær samt sem áður undir skil- greiningu laga um staðgreiðslu opinberra gjalda á launatekjum. Er því skylt að halda eftir staðgreiðslu af þessum tekjum. Þegar aðilar í ríkjum sem við höfum gert tvísköttun- arsamninga við hafa hér tekjur sem falla undir 3. tl. getur réttur til skattlagningar fallið í hlut þeirra ríkja. Þannig á t.d. við um ýmsa sjálfstæða starfsemi svo sem störf lækna, lögfræðinga, verkfræðinga, arkitekta, tannlækna og endurskoðenda. Sem dæmi má nefna að danskur verkfræðingur sem hér starfaði tímabundið (innan við 183 daga og ekki föst atv.stöð) væri ekki skattskyldur hér af slíkri starfsemi, þar sem aftur á móti enskur kollegi hans yrði það. 4. töluliður er eftirfarandi: „Allir aðilar sem reka hér á landi fasta starfsstöð, taka þátt í rekstri fastrar starfsstöðvar eða njóta hluta af ágóða slíkrar starfsstöðvar skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum." Undir 4. tl. falla tekjur af sjálfstæðri starfsemi sem rekja má til fastrar starfsstöðvar hér á landi. Ákvæði 4. tl. taka bæði til manna og lögaðila. Ákvörðun tekju- skattsstofns fer eftir ákvæðum 2. og 3. tl. 62. gr. skatta- laganna, eftir því sem við getur átt í hverju tilviki, og verða frádráttarliðir beinlínis að tengjast öflun tekna hér á landi. Þar með telst kostnaður við framkvæmda- stjórn og venjulegur stjórnunarkostnaður. hvort heldur sá kostnaður verður til hérlendis eða annarsstaðar. Um skatthlutfall manna fer eftir ákvæðum 67. gr. skattalag- anna en skatthlutfall lögaðila ræðst af ákvæðum 72. gr. skattalaganna. Persónuafsláttur er enginn. Tekjur þess- ar falla ekki undir staðgreiðslu. Samkvæmt tvísköttunarsamningum okkar við Norð- urlöndin og Sambandslýðveldið Þýskaland megum við skattleggja tekjur sem falla undir 4. tl. þ.e. þær tekjur sem stafa frá hinni föstu starfsstöð á íslandi. í samningi okkar við Bandaríkin eru samhljóða ákvæði varðandi tekjur lögaðila. Varðandi tekjur manna bætist við sem skilyrði fyrir rétti til skattlagningar að maðurinn hafi haft fasta starfsstöð í a.m.k. 183 daga á skattárinu hér- lendis. ítarlega skilgreiningu á því hvað teljist föst atvinnu- stöð og hvað ekki teljist föst atvinnustöð er að finna í tvísköttunarsamningum þeim sem við höfum gert. Föst atvinnustöð skv. tvísköttunarsamningi merkir einkum: a) aðsetur framkvæmdastjórnar, b) útibú, c) skrifstofu. d) verksmiðju, e) verkstæði, f) námu, olíu- eða gaslind, gijótnámu eða annan stað þar sem náttúru- auðæfi eru nýtt. Byggingar-. mannvirkja-, samsetningar- eða uppsetn- ingarframkvæmdir eða starfsemi, sem felur í sér hönn- un, eftirlit, ráðgjöf eða aðra aðstoð eða framlag starfs- liðs í sambandi við slíkar framkvæmdir, telst því aðeins föst atvinnustöð að framkvæmdir eða starfsemin vari lenpur en tólf mánuði í samningsríki. Á hinn bóginn tekur föst atvinnustöð ekki til: a) nýtingar aðstöðu sem einskorðuð er við geymslu, sýningu eða afhendingu á vörum í eigu fyrirtækisins. b) birgðahalds á vörum í eigu fyrirtækisins sem ein- göngu eru ætlaðar til geymslu, sýningar eða afhend- ingar. c) birgðahalds á vörum í eigu fyrirtækisins sem ein- göngu eru ætlaðar til vinnslu hjá öðru fyrirtæki. d) fastrar atvinnustofnunar sem eingöngu er notuð við vörukaup eða öflun upplýsinga fyrir fyrirtækið. e) fastrar atvinnustofnunar sem eingöngu er notuð til að annast sérhverja aðra undirbúnings- eða aðstoð- arstarfsemi fyrir fyrirtækið. 5. töluliður er svohljóðandi: „Allir aðilar sem eiga fasteign hér á landi eða hafa rétt yfir fasteign hér á landi er þeir hafa tekjur af eða teljast hafa af tekjur samkvæmt ákvæðum laga þessara skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.“ Undir 5. tl. falla eingöngu tekjur sem aðilar hafa eða teljast hafa af fasteign hér á landi, þ.m.t. skattskyldur söluhagnaður. Ákvæði 5. tl. taka bæði til manna og lögaðila. Ákvörðun tekjuskattsstofns fer eftir ákvæðum 62. gr. Skatthlutfall manna ræðst af ákvæðum 67. gr. skatta- laganna en skatthlutfall lögaðila af ákvæðum 72. gr. skattalaganna. Tekjur samkvæmt þessum tölulið falla ekki undir staðgreiðslu. Meginreglan í samningum til að koma í veg fyrir tví- sköttun tekna og eigna er sú að tekjur af fasteign megi skattleggja í því ríki þar sem fasteignin er. 1 þeim samn- ingum sem Island hefur gert er þessari reglu fylgt. 25

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.